Körfubolti

Var sagt hann myndi aldrei spila aftur en berst nú um titil með KR

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Marcus Walker í leik KR og Hauka í vesturbænum á dögunum
Marcus Walker í leik KR og Hauka í vesturbænum á dögunum Vísir/Bára

Marcus Walker er mættur aftur til Íslands og klárar úrslitin í Domino's deild karla með KR. Hann varð Íslands- og bikarmeistari með KR árið 2011 en fyrir fimm árum síðan var ekki útlit fyrir að hann myndi spila körfubolta aftur.

Walker sagði frá því á Twitter að árið 2013 var hann greindur með hjartastækkun (e. Cardiomegaly eða enlarged heart) og sagt að hann gæti ekki spilað körfubolta aftur.

Fimm árum seinna er hann hins vegar mættur á stærsta sviðið á Íslandi, úrslitaeinvígið í Domino's deild karla.

Hjartastækkun lýsir sér sem „ástand þar sem geta hjartans til að dæla blóði er skert,“ samkvæmt Vísindavef Háskóla Íslands og getur leitt til hjartabilunar.

Walker lét ástandið lítið trufla sig þegar hann snéri aftur á parketið í DHL höllinni í síðasta leik undanúrslitanna gegn Haukum. Þar spilaði hann rúmar 10 mínútur og skoraði 6 stig.

Walker ferðast með KR norður á Sauðárkrók á morgun þar sem fjórfaldir Íslandsmeistararnir byrja baráttuna um fimmta titilinn í fyrsta leik úrslitaeinvígisins við Tindastól. Leikurinn hefst klukkan 19:15 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.


 Tengdar fréttir

Marcus Walker klárar úrslitakeppnina með KR

Íslandsmeistarar KR fengu heldur betur góðan liðsstyrk í morgun er Bandaríkjamaðurinn Marcus Walker lenti í Keflavík. Hann er kominn til þess að hjálpa sínu félagi í úrslitakeppninni.

Marcus Walker fékk sér KR-húðflúr á öxlina

Marcus Walker ýtir heldur betur undir goðsögnina einu sinni KR-ingur, ávallt KR-ingur. Þessi frábæri bakvörður sem fór á kostum með KR-liðinu veturinn 2010 til 2011 stóð nefnilega við loforð sitt og fékk sér KR-húðflúr á öxlina.

Marcus tók stigametið af Damon

Marcus Walker verður örugglega á milli tannanna hjá íslensku körfuboltafólki um ókomna tíð eftir magnaða frammistöðu sína í úrslitakeppninni. Þegar menn fóru að skoða sögubækurnar betur kom líka í ljós að spilamennska þessa eldfljóta og stórskemmtilega bakvarðar væri einstök í 28 ára sögu úrslitakeppninnar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.