Viðskipti innlent

Telja allar líkur á að húsið sé ónýtt

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Slökkviliðið er að störfum.
Slökkviliðið er að störfum. Vísir/Rakel Ósk
Fasteignafélagið Reginn, eigandi húsnæðisins sem nú brennur í Miðhrauni „telur allar líkur á að húsið sé nánast ónýtt,“ að því er fram kemur í tilkynningu frá Reginn til Kauphallar Íslands.Þar segir að eignarhluti Regins í húsinu sé 3.390 fermetrar en stærð hússins í heild er 5.488 fermetrar. Um er að ræða iðnaðarhúsnæði, byggt upp með stálgrind og einingum. Húsið hefur verið í fullri útleigu og er stærsti leigutakinn Drífa ehf.( Icewear), að því er segir í tilkynningunni.„Bókfært virði eignarhluta Regins er 580 m.kr. Húsið er að fullu tryggt en brunabótamat þess hluta sem Reginn á er um 700 m.kr. Félagið telur allar líkur á að húsið sé nánast ónýtt.“Fulltrúar Vísis eru á vettvangi og fylgjast með baráttu slökkviliðsins við eldinní beinni textalýsingu og beinni útsendingu sem sjá má hér

Tengd skjöl


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
LEQ
0,59
1
1.288

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-6,56
15
6.123
REGINN
-3,59
20
47.585
EIK
-3,31
8
62.252
VIS
-3,22
7
89.006
SJOVA
-2,66
11
32.075
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.