Viðskipti innlent

Telja allar líkur á að húsið sé ónýtt

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Slökkviliðið er að störfum.
Slökkviliðið er að störfum. Vísir/Rakel Ósk

Fasteignafélagið Reginn, eigandi húsnæðisins sem nú brennur í Miðhrauni „telur allar líkur á að húsið sé nánast ónýtt,“ að því er fram kemur í tilkynningu frá Reginn til Kauphallar Íslands.

Þar segir að eignarhluti Regins í húsinu sé 3.390 fermetrar en stærð hússins í heild er 5.488 fermetrar. Um er að ræða iðnaðarhúsnæði, byggt upp með stálgrind og einingum. Húsið hefur verið í fullri útleigu og er stærsti leigutakinn Drífa ehf.( Icewear), að því er segir í tilkynningunni.

„Bókfært virði eignarhluta Regins er 580 m.kr. Húsið er að fullu tryggt en brunabótamat þess hluta sem Reginn á er um 700 m.kr. Félagið telur allar líkur á að húsið sé nánast ónýtt.“

Fulltrúar Vísis eru á vettvangi og fylgjast með baráttu slökkviliðsins við eldinn í beinni textalýsingu og beinni útsendingu sem sjá má hér


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
2,84
50
304.659
BRIM
0,9
4
13.951
REITIR
0,54
6
97.741
EIM
0,53
3
22.430
MAREL
0,49
15
329.308

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
-1,82
5
37.198
KVIKA
-1,49
6
94.217
ICESEA
-0,92
5
8.654
SYN
-0,91
3
26.200
HEIMA
-0,86
4
3.247
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.