600 milljóna gjaldþrot SS húsa Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. mars 2018 12:09 SS hús skulda tugum starfsmanna laun. vísir/pjetur Kröfur í þrotabú einkahlutafélagsins SS húsa ehf nema um 600 milljónum króna. Sorgarsaga segir skiptastjóri. Tugir starfsmanna gera kröfur vegna vangoldinna launa en ekki eru líkur á að miklir peningar fáist upp í kröfurnar nema dómsmál verði höfðað til að fá eignir til baka. Félagið SS hús var stofnað árið 2012 og var umsvifamikið í byggingu blokka og annarra fasteigna næstu ár. Fyrirtækið velti um milljarði árið 2015. Sigurður Kristinsson átti félagið ásamt bróður sínum og stjúpföður. Sigurður er eiginmaður Sunnu Elvíru Þorkelsdóttur sem legið hefur alvarlega slösuð á sjúkrahúsi á Spáni frá því í janúar. Sigurður situr sjálfur í gæsluvarðhaldi vegna gruns um aðild að fíkniefnainnflutningi frá Spáni. Hann var handtekinn við komuna til Íslands um viku eftir að Sunna Elvíra slasaðist. Um er ræða svonefnt Skáksambandsmál þar sem fíkniefni, falin í skákmunum, voru send í húsakynni Skáksambands Íslands í Skeifunni.Sigurður flutti til Malaga á Spáni ásamt eiginkonu sinni Sunnu Elvíru. Hús þeirra á Spáni er nú auglýst til sölu á 1,4 milljónir evra.Vísir/EgillVangoldin laun starfsmanna Heiðar Ásberg Atlason, skiptastjóri í búi SS húsa, segir í samtali við Vísi að kröfulýsingarfresturinn fyrir SS hús hafi runnið út í síðustu viku. Kröfur nemi í kringum 600 milljónum króna, þar af um 200 milljónir króna frá skattayfirvöldum og tollstjóra. Þá séu fjölmargar launakröfur og skaðabótakröfur frá starfsmönnum, líklega á milli tuttugu og þrjátíu að sögn Heiðars. Sömuleiðis gera byrgjar kröfur í búið. Aðspurður um eignir í búinu til að geta komið til móts við kröfurnar segir Heiðar: „Það er ekki hægt að segja það. Það er bara eitthvað drasl.“ Lítið verði að hafa upp í kröfurnar nema ákveðið verði að fara í dómsmál til að eignir til baka sem skotið var undan. „En þá þarf einhver að leggja út fyrir því,“ segir Heiðar Starfsmenn munu að einhverju leyti fá greiðslur í gegnum ábyrgðarsjóð launa en fjarri þeim kröfum sem gerðar séu. „Þetta er mjög stórt gjaldþrot og öllum eignum er skotið undan. Þetta er sorgarsaga.“Smiði dæmdar bæturFram kom í Fréttablaðinu á dögunum að Sigþór Sigurðsson, bróðir Sigurðar, hefði tekið við stjórn fyrirtækisins um mitt síðasta ár. Þá hafi reksturinn verið kominn í mikið óefni. Í október voru SS hús dæmd til að greiða smiði, sem starfaði hjá fyrirtækinu, 57 milljónir króna í bætur vegna vinnuslyss. Hann féll fjórtán metra í vinnu sinni. SS hús eru til rannsóknar hjá skattayfirvöldum, meðal annars vegna mikilla vanskila á vörslusköttum. Gjaldþrot Mál Sunnu Elviru Tengdar fréttir Hús Sunnu og Sigurðar til sölu á 172 milljónir króna Lögregluyfirvöld eru bjartsýn á að hægt verði að flytja rannsókn á sakamálinu sem tengist Sunnu Elviru Þorkelsdóttur til Íslands á næstu dögum. Yfirvöld á Spáni eiga einungis eftir að samþykkja réttarbeiðni dómsmálaráðuneytisins þess efnis. 19. febrúar 2018 18:45 Einum sleppt úr haldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Landsréttur felldi gæsluvarðhaldsúrskurðinn úr gildi. 26. febrúar 2018 14:05 Eiginmaður Sunnu Elvíru fékk uppreist æru: Kveikti í húsi undir áhrifum áfengis og fíkniefna Sigurður Kristinsson, eiginmaður Sunnu Elviru sem liggur lömuð á sjúkrahúsi í Málaga, fékk uppreist æru árið 2013. 18. febrúar 2018 21:00 Mest lesið Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Neytendur „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Atvinnulíf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn og Símanum Neytendur „Það er draumur að vera á BMW og keyra fram á nótt” Samstarf „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira
Kröfur í þrotabú einkahlutafélagsins SS húsa ehf nema um 600 milljónum króna. Sorgarsaga segir skiptastjóri. Tugir starfsmanna gera kröfur vegna vangoldinna launa en ekki eru líkur á að miklir peningar fáist upp í kröfurnar nema dómsmál verði höfðað til að fá eignir til baka. Félagið SS hús var stofnað árið 2012 og var umsvifamikið í byggingu blokka og annarra fasteigna næstu ár. Fyrirtækið velti um milljarði árið 2015. Sigurður Kristinsson átti félagið ásamt bróður sínum og stjúpföður. Sigurður er eiginmaður Sunnu Elvíru Þorkelsdóttur sem legið hefur alvarlega slösuð á sjúkrahúsi á Spáni frá því í janúar. Sigurður situr sjálfur í gæsluvarðhaldi vegna gruns um aðild að fíkniefnainnflutningi frá Spáni. Hann var handtekinn við komuna til Íslands um viku eftir að Sunna Elvíra slasaðist. Um er ræða svonefnt Skáksambandsmál þar sem fíkniefni, falin í skákmunum, voru send í húsakynni Skáksambands Íslands í Skeifunni.Sigurður flutti til Malaga á Spáni ásamt eiginkonu sinni Sunnu Elvíru. Hús þeirra á Spáni er nú auglýst til sölu á 1,4 milljónir evra.Vísir/EgillVangoldin laun starfsmanna Heiðar Ásberg Atlason, skiptastjóri í búi SS húsa, segir í samtali við Vísi að kröfulýsingarfresturinn fyrir SS hús hafi runnið út í síðustu viku. Kröfur nemi í kringum 600 milljónum króna, þar af um 200 milljónir króna frá skattayfirvöldum og tollstjóra. Þá séu fjölmargar launakröfur og skaðabótakröfur frá starfsmönnum, líklega á milli tuttugu og þrjátíu að sögn Heiðars. Sömuleiðis gera byrgjar kröfur í búið. Aðspurður um eignir í búinu til að geta komið til móts við kröfurnar segir Heiðar: „Það er ekki hægt að segja það. Það er bara eitthvað drasl.“ Lítið verði að hafa upp í kröfurnar nema ákveðið verði að fara í dómsmál til að eignir til baka sem skotið var undan. „En þá þarf einhver að leggja út fyrir því,“ segir Heiðar Starfsmenn munu að einhverju leyti fá greiðslur í gegnum ábyrgðarsjóð launa en fjarri þeim kröfum sem gerðar séu. „Þetta er mjög stórt gjaldþrot og öllum eignum er skotið undan. Þetta er sorgarsaga.“Smiði dæmdar bæturFram kom í Fréttablaðinu á dögunum að Sigþór Sigurðsson, bróðir Sigurðar, hefði tekið við stjórn fyrirtækisins um mitt síðasta ár. Þá hafi reksturinn verið kominn í mikið óefni. Í október voru SS hús dæmd til að greiða smiði, sem starfaði hjá fyrirtækinu, 57 milljónir króna í bætur vegna vinnuslyss. Hann féll fjórtán metra í vinnu sinni. SS hús eru til rannsóknar hjá skattayfirvöldum, meðal annars vegna mikilla vanskila á vörslusköttum.
Gjaldþrot Mál Sunnu Elviru Tengdar fréttir Hús Sunnu og Sigurðar til sölu á 172 milljónir króna Lögregluyfirvöld eru bjartsýn á að hægt verði að flytja rannsókn á sakamálinu sem tengist Sunnu Elviru Þorkelsdóttur til Íslands á næstu dögum. Yfirvöld á Spáni eiga einungis eftir að samþykkja réttarbeiðni dómsmálaráðuneytisins þess efnis. 19. febrúar 2018 18:45 Einum sleppt úr haldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Landsréttur felldi gæsluvarðhaldsúrskurðinn úr gildi. 26. febrúar 2018 14:05 Eiginmaður Sunnu Elvíru fékk uppreist æru: Kveikti í húsi undir áhrifum áfengis og fíkniefna Sigurður Kristinsson, eiginmaður Sunnu Elviru sem liggur lömuð á sjúkrahúsi í Málaga, fékk uppreist æru árið 2013. 18. febrúar 2018 21:00 Mest lesið Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Neytendur „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Atvinnulíf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn og Símanum Neytendur „Það er draumur að vera á BMW og keyra fram á nótt” Samstarf „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira
Hús Sunnu og Sigurðar til sölu á 172 milljónir króna Lögregluyfirvöld eru bjartsýn á að hægt verði að flytja rannsókn á sakamálinu sem tengist Sunnu Elviru Þorkelsdóttur til Íslands á næstu dögum. Yfirvöld á Spáni eiga einungis eftir að samþykkja réttarbeiðni dómsmálaráðuneytisins þess efnis. 19. febrúar 2018 18:45
Einum sleppt úr haldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Landsréttur felldi gæsluvarðhaldsúrskurðinn úr gildi. 26. febrúar 2018 14:05
Eiginmaður Sunnu Elvíru fékk uppreist æru: Kveikti í húsi undir áhrifum áfengis og fíkniefna Sigurður Kristinsson, eiginmaður Sunnu Elviru sem liggur lömuð á sjúkrahúsi í Málaga, fékk uppreist æru árið 2013. 18. febrúar 2018 21:00