600 milljóna gjaldþrot SS húsa Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. mars 2018 12:09 SS hús skulda tugum starfsmanna laun. vísir/pjetur Kröfur í þrotabú einkahlutafélagsins SS húsa ehf nema um 600 milljónum króna. Sorgarsaga segir skiptastjóri. Tugir starfsmanna gera kröfur vegna vangoldinna launa en ekki eru líkur á að miklir peningar fáist upp í kröfurnar nema dómsmál verði höfðað til að fá eignir til baka. Félagið SS hús var stofnað árið 2012 og var umsvifamikið í byggingu blokka og annarra fasteigna næstu ár. Fyrirtækið velti um milljarði árið 2015. Sigurður Kristinsson átti félagið ásamt bróður sínum og stjúpföður. Sigurður er eiginmaður Sunnu Elvíru Þorkelsdóttur sem legið hefur alvarlega slösuð á sjúkrahúsi á Spáni frá því í janúar. Sigurður situr sjálfur í gæsluvarðhaldi vegna gruns um aðild að fíkniefnainnflutningi frá Spáni. Hann var handtekinn við komuna til Íslands um viku eftir að Sunna Elvíra slasaðist. Um er ræða svonefnt Skáksambandsmál þar sem fíkniefni, falin í skákmunum, voru send í húsakynni Skáksambands Íslands í Skeifunni.Sigurður flutti til Malaga á Spáni ásamt eiginkonu sinni Sunnu Elvíru. Hús þeirra á Spáni er nú auglýst til sölu á 1,4 milljónir evra.Vísir/EgillVangoldin laun starfsmanna Heiðar Ásberg Atlason, skiptastjóri í búi SS húsa, segir í samtali við Vísi að kröfulýsingarfresturinn fyrir SS hús hafi runnið út í síðustu viku. Kröfur nemi í kringum 600 milljónum króna, þar af um 200 milljónir króna frá skattayfirvöldum og tollstjóra. Þá séu fjölmargar launakröfur og skaðabótakröfur frá starfsmönnum, líklega á milli tuttugu og þrjátíu að sögn Heiðars. Sömuleiðis gera byrgjar kröfur í búið. Aðspurður um eignir í búinu til að geta komið til móts við kröfurnar segir Heiðar: „Það er ekki hægt að segja það. Það er bara eitthvað drasl.“ Lítið verði að hafa upp í kröfurnar nema ákveðið verði að fara í dómsmál til að eignir til baka sem skotið var undan. „En þá þarf einhver að leggja út fyrir því,“ segir Heiðar Starfsmenn munu að einhverju leyti fá greiðslur í gegnum ábyrgðarsjóð launa en fjarri þeim kröfum sem gerðar séu. „Þetta er mjög stórt gjaldþrot og öllum eignum er skotið undan. Þetta er sorgarsaga.“Smiði dæmdar bæturFram kom í Fréttablaðinu á dögunum að Sigþór Sigurðsson, bróðir Sigurðar, hefði tekið við stjórn fyrirtækisins um mitt síðasta ár. Þá hafi reksturinn verið kominn í mikið óefni. Í október voru SS hús dæmd til að greiða smiði, sem starfaði hjá fyrirtækinu, 57 milljónir króna í bætur vegna vinnuslyss. Hann féll fjórtán metra í vinnu sinni. SS hús eru til rannsóknar hjá skattayfirvöldum, meðal annars vegna mikilla vanskila á vörslusköttum. Gjaldþrot Mál Sunnu Elviru Tengdar fréttir Hús Sunnu og Sigurðar til sölu á 172 milljónir króna Lögregluyfirvöld eru bjartsýn á að hægt verði að flytja rannsókn á sakamálinu sem tengist Sunnu Elviru Þorkelsdóttur til Íslands á næstu dögum. Yfirvöld á Spáni eiga einungis eftir að samþykkja réttarbeiðni dómsmálaráðuneytisins þess efnis. 19. febrúar 2018 18:45 Einum sleppt úr haldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Landsréttur felldi gæsluvarðhaldsúrskurðinn úr gildi. 26. febrúar 2018 14:05 Eiginmaður Sunnu Elvíru fékk uppreist æru: Kveikti í húsi undir áhrifum áfengis og fíkniefna Sigurður Kristinsson, eiginmaður Sunnu Elviru sem liggur lömuð á sjúkrahúsi í Málaga, fékk uppreist æru árið 2013. 18. febrúar 2018 21:00 Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Stefán endurkjörinn formaður Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Sjá meira
Kröfur í þrotabú einkahlutafélagsins SS húsa ehf nema um 600 milljónum króna. Sorgarsaga segir skiptastjóri. Tugir starfsmanna gera kröfur vegna vangoldinna launa en ekki eru líkur á að miklir peningar fáist upp í kröfurnar nema dómsmál verði höfðað til að fá eignir til baka. Félagið SS hús var stofnað árið 2012 og var umsvifamikið í byggingu blokka og annarra fasteigna næstu ár. Fyrirtækið velti um milljarði árið 2015. Sigurður Kristinsson átti félagið ásamt bróður sínum og stjúpföður. Sigurður er eiginmaður Sunnu Elvíru Þorkelsdóttur sem legið hefur alvarlega slösuð á sjúkrahúsi á Spáni frá því í janúar. Sigurður situr sjálfur í gæsluvarðhaldi vegna gruns um aðild að fíkniefnainnflutningi frá Spáni. Hann var handtekinn við komuna til Íslands um viku eftir að Sunna Elvíra slasaðist. Um er ræða svonefnt Skáksambandsmál þar sem fíkniefni, falin í skákmunum, voru send í húsakynni Skáksambands Íslands í Skeifunni.Sigurður flutti til Malaga á Spáni ásamt eiginkonu sinni Sunnu Elvíru. Hús þeirra á Spáni er nú auglýst til sölu á 1,4 milljónir evra.Vísir/EgillVangoldin laun starfsmanna Heiðar Ásberg Atlason, skiptastjóri í búi SS húsa, segir í samtali við Vísi að kröfulýsingarfresturinn fyrir SS hús hafi runnið út í síðustu viku. Kröfur nemi í kringum 600 milljónum króna, þar af um 200 milljónir króna frá skattayfirvöldum og tollstjóra. Þá séu fjölmargar launakröfur og skaðabótakröfur frá starfsmönnum, líklega á milli tuttugu og þrjátíu að sögn Heiðars. Sömuleiðis gera byrgjar kröfur í búið. Aðspurður um eignir í búinu til að geta komið til móts við kröfurnar segir Heiðar: „Það er ekki hægt að segja það. Það er bara eitthvað drasl.“ Lítið verði að hafa upp í kröfurnar nema ákveðið verði að fara í dómsmál til að eignir til baka sem skotið var undan. „En þá þarf einhver að leggja út fyrir því,“ segir Heiðar Starfsmenn munu að einhverju leyti fá greiðslur í gegnum ábyrgðarsjóð launa en fjarri þeim kröfum sem gerðar séu. „Þetta er mjög stórt gjaldþrot og öllum eignum er skotið undan. Þetta er sorgarsaga.“Smiði dæmdar bæturFram kom í Fréttablaðinu á dögunum að Sigþór Sigurðsson, bróðir Sigurðar, hefði tekið við stjórn fyrirtækisins um mitt síðasta ár. Þá hafi reksturinn verið kominn í mikið óefni. Í október voru SS hús dæmd til að greiða smiði, sem starfaði hjá fyrirtækinu, 57 milljónir króna í bætur vegna vinnuslyss. Hann féll fjórtán metra í vinnu sinni. SS hús eru til rannsóknar hjá skattayfirvöldum, meðal annars vegna mikilla vanskila á vörslusköttum.
Gjaldþrot Mál Sunnu Elviru Tengdar fréttir Hús Sunnu og Sigurðar til sölu á 172 milljónir króna Lögregluyfirvöld eru bjartsýn á að hægt verði að flytja rannsókn á sakamálinu sem tengist Sunnu Elviru Þorkelsdóttur til Íslands á næstu dögum. Yfirvöld á Spáni eiga einungis eftir að samþykkja réttarbeiðni dómsmálaráðuneytisins þess efnis. 19. febrúar 2018 18:45 Einum sleppt úr haldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Landsréttur felldi gæsluvarðhaldsúrskurðinn úr gildi. 26. febrúar 2018 14:05 Eiginmaður Sunnu Elvíru fékk uppreist æru: Kveikti í húsi undir áhrifum áfengis og fíkniefna Sigurður Kristinsson, eiginmaður Sunnu Elviru sem liggur lömuð á sjúkrahúsi í Málaga, fékk uppreist æru árið 2013. 18. febrúar 2018 21:00 Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Stefán endurkjörinn formaður Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Sjá meira
Hús Sunnu og Sigurðar til sölu á 172 milljónir króna Lögregluyfirvöld eru bjartsýn á að hægt verði að flytja rannsókn á sakamálinu sem tengist Sunnu Elviru Þorkelsdóttur til Íslands á næstu dögum. Yfirvöld á Spáni eiga einungis eftir að samþykkja réttarbeiðni dómsmálaráðuneytisins þess efnis. 19. febrúar 2018 18:45
Einum sleppt úr haldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Landsréttur felldi gæsluvarðhaldsúrskurðinn úr gildi. 26. febrúar 2018 14:05
Eiginmaður Sunnu Elvíru fékk uppreist æru: Kveikti í húsi undir áhrifum áfengis og fíkniefna Sigurður Kristinsson, eiginmaður Sunnu Elviru sem liggur lömuð á sjúkrahúsi í Málaga, fékk uppreist æru árið 2013. 18. febrúar 2018 21:00