Hrefna Sætran opnar veitingastað við Hjartagarðinn Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 22. mars 2018 11:08 Hrefna Rósa Sætran matreiðslumaður. Vísir/Stefán Hrefna Rósa Sætran matreiðslumeistari og veitingahúseigandi undirbýr nú opnun veitingastaðar í Reykjavík ásamt meðeigendum. Ágúst Reynisson sem á með Hrefnu bæði Fisk- og Grillmarkaðinn og Guðlaugur Frímannsson meðeigandi þeirra að Grillmarkaðnum eru á bak við nýja veitingahúsið og svo bætast við eigendahópinn þeir Axel Clausen og Eysteinn Valsson sem hafa unnið með þeim í fjölda ára. „Við ákváðum fyrir nokkrum árum, þrem eða fjórum árum, að opna nýjan veitingastað. Í stað þess að byrja á því að finna húsnæði eins og oft er gert þá ákváðum við að byrja á því að gera matseðilinn og ákveða hvað við myndum bjóða upp á, finna okkar sérstöðu í því,“ segir Hrefna í samtali við Vísi. Nýi staðurinn verður stærri en Grillmarkaðurinn og verður stemningin létt og skemmtileg. Mikil leynd hvílir yfir staðnum en stefnt er að opnun í júní á þessu ári. „Við byrjuðum á að vinna með hráefnið. Fundum hráefni sem við höfum verið að vinna í og rækta undanfarin ár og það verður smá skrautfjöður á staðnum. Við viljum samt ekki segja alveg strax hvað það er.“ Stemningin og matseðillinn voru því ákveðin áður en þau fóru að leita að húsnæði. Varð húsnæði á horni Laugarvegs og Klapparstígs svo fyrir valinu og segir Hrefna að það sé algjört draumahúsnæði fyrir stað sem þennan. „Okkur fannst það mjög spennandi af því að það er á flottum stað. Staðurinn á að vera svolítið léttur og húsnæðið býður upp á mörg sæti og flott útisvæði. Okkur langaði að hafa þannig af því að við erum ekki með það á hinum stöðunum. Þessi staður verður léttur og það verður svona brasserie stíll.“ Hrefna segir að þegar hún opnaði Fiskmarkaðinn fyrir 11 árum síðan hafi hún ekki gert sér grein fyrir því hversu farsælt þetta ævintýri ætti eftir að verða. „Við höfum tekið þessu frekar rólega. Sumir sem eru með svona staði eru að opna miklu hraðar. Við viljum koma stöðunum vel á fót og svo fara að huga að nýju. Það hefur alltaf verið okkar pæling.“ Tengdar fréttir Grillmarkaðurinn kaupir hlut í Skúla Craft bar Grillmarkaðurinn hefur keypt hlut í Skúla Craft Bar. Þetta staðfestir Hrefna Rósa Sætran, eigandi Fisk- og Grillmarkaðarins. "Þeir voru þrír sem áttu barinn og einn er áfram og Grillmarkaðurinn á þá tvo þriðju eftir þetta,“ segir Hrefna. 25. febrúar 2016 07:00 Hagnaður Fiskmarkaðarins og Grillmarkaðarins eykst Hagnaður af rekstri Fiskmarkaðarins nam 48,1 milljón króna á síðasta ári, en hann var 34,8 milljónir árið á undan. 1. október 2014 12:00 Mest lesið Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Sátu alvarlega fundi um tómatsósu og guacamole Viðskipti innlent Fleiri fréttir Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Sjá meira
Hrefna Rósa Sætran matreiðslumeistari og veitingahúseigandi undirbýr nú opnun veitingastaðar í Reykjavík ásamt meðeigendum. Ágúst Reynisson sem á með Hrefnu bæði Fisk- og Grillmarkaðinn og Guðlaugur Frímannsson meðeigandi þeirra að Grillmarkaðnum eru á bak við nýja veitingahúsið og svo bætast við eigendahópinn þeir Axel Clausen og Eysteinn Valsson sem hafa unnið með þeim í fjölda ára. „Við ákváðum fyrir nokkrum árum, þrem eða fjórum árum, að opna nýjan veitingastað. Í stað þess að byrja á því að finna húsnæði eins og oft er gert þá ákváðum við að byrja á því að gera matseðilinn og ákveða hvað við myndum bjóða upp á, finna okkar sérstöðu í því,“ segir Hrefna í samtali við Vísi. Nýi staðurinn verður stærri en Grillmarkaðurinn og verður stemningin létt og skemmtileg. Mikil leynd hvílir yfir staðnum en stefnt er að opnun í júní á þessu ári. „Við byrjuðum á að vinna með hráefnið. Fundum hráefni sem við höfum verið að vinna í og rækta undanfarin ár og það verður smá skrautfjöður á staðnum. Við viljum samt ekki segja alveg strax hvað það er.“ Stemningin og matseðillinn voru því ákveðin áður en þau fóru að leita að húsnæði. Varð húsnæði á horni Laugarvegs og Klapparstígs svo fyrir valinu og segir Hrefna að það sé algjört draumahúsnæði fyrir stað sem þennan. „Okkur fannst það mjög spennandi af því að það er á flottum stað. Staðurinn á að vera svolítið léttur og húsnæðið býður upp á mörg sæti og flott útisvæði. Okkur langaði að hafa þannig af því að við erum ekki með það á hinum stöðunum. Þessi staður verður léttur og það verður svona brasserie stíll.“ Hrefna segir að þegar hún opnaði Fiskmarkaðinn fyrir 11 árum síðan hafi hún ekki gert sér grein fyrir því hversu farsælt þetta ævintýri ætti eftir að verða. „Við höfum tekið þessu frekar rólega. Sumir sem eru með svona staði eru að opna miklu hraðar. Við viljum koma stöðunum vel á fót og svo fara að huga að nýju. Það hefur alltaf verið okkar pæling.“
Tengdar fréttir Grillmarkaðurinn kaupir hlut í Skúla Craft bar Grillmarkaðurinn hefur keypt hlut í Skúla Craft Bar. Þetta staðfestir Hrefna Rósa Sætran, eigandi Fisk- og Grillmarkaðarins. "Þeir voru þrír sem áttu barinn og einn er áfram og Grillmarkaðurinn á þá tvo þriðju eftir þetta,“ segir Hrefna. 25. febrúar 2016 07:00 Hagnaður Fiskmarkaðarins og Grillmarkaðarins eykst Hagnaður af rekstri Fiskmarkaðarins nam 48,1 milljón króna á síðasta ári, en hann var 34,8 milljónir árið á undan. 1. október 2014 12:00 Mest lesið Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Sátu alvarlega fundi um tómatsósu og guacamole Viðskipti innlent Fleiri fréttir Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Sjá meira
Grillmarkaðurinn kaupir hlut í Skúla Craft bar Grillmarkaðurinn hefur keypt hlut í Skúla Craft Bar. Þetta staðfestir Hrefna Rósa Sætran, eigandi Fisk- og Grillmarkaðarins. "Þeir voru þrír sem áttu barinn og einn er áfram og Grillmarkaðurinn á þá tvo þriðju eftir þetta,“ segir Hrefna. 25. febrúar 2016 07:00
Hagnaður Fiskmarkaðarins og Grillmarkaðarins eykst Hagnaður af rekstri Fiskmarkaðarins nam 48,1 milljón króna á síðasta ári, en hann var 34,8 milljónir árið á undan. 1. október 2014 12:00