Viðskipti innlent

Útvarpsstjóri fékk 250 þúsund króna launahækkun

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Magnús Geir Þórðarson er útvarpsstjóri.
Magnús Geir Þórðarson er útvarpsstjóri. Vísir/Ernir
Árslaun og þóknanir til Magnúsar Geirs Þórðarsonar, útvarpstjóra, hækkuðu um 5,7 milljónir á síðasta ári. Heildarlaun og þóknanir útvarpsstjóra námu 22,9 milljónum á síðasta ári samanborið við 17,2 milljónir árið áður. Kjarninn greinir frá.

Þetta kemur fram í ársreikningi Ríkisútvarpsins sem birtur var í dag. Meðallaun og þóknanir Magnúsar á síðasta ári voru því 1,9 milljónir á mánuði.

Samkvæmt upplýsingum frá Ríkisútvarpinu skýrist þessi hækkun að hluta til af því að Magnús tók fæðingarorlof árið 2016 sem lækkaði heildargreiðslur launa á því ári. Stjórn RÚV hækkaði hins vegar laun Magnúsar um 250 þúsund á síðasta ári, úr 1,55 milljónum á mánuði í 1,8 milljónir á ári, eða um sextán prósent.

Í tilkynningu frá Ríkisútvarpinusegir að helstu niðurstöður ársuppgjörs séu þær að regluleg starfsemi sé áfram hallalaus og skili rekstrarafgangi upp á 201 milljón króna.

Þá skili endanlegt uppgjör á söluhagnaði vegna sölu á byggingarrétti viðbótarhagnaði á árinu upp á 174 milljónir króna og því sé rekstrarafkoma ársins í heild jákvæð um 321 milljónir króna fyrir skatta.

Ársreikninginn má lesa hér að neðan (PDF).

Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum frá RÚV um fæðingarorlof og launahækkun Magnúsar. Fyrirsögn fréttarinnar hefur verið breytt í samræmi við það.


 

Tengd skjöl

Ársreikningur Ríkisútvarpsins 2017






Fleiri fréttir

Sjá meira


×