Körfubolti

Hörður Axel til Grikklands

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hörður í leik gegn Haukum nú á dögunum.
Hörður í leik gegn Haukum nú á dögunum. vísir/bára

Hörður Axel Vilhjálmsson er genginn í raðir Kymis frá Grikklandi en þetta kemur fram á grískri vefsíðu nú undir kvöld. Hörður gerir samning við félagið út yfirstandandi leiktíð.

Kymis er sem stendur í sjöunda sæti deildarinnar með 29 stig en gríska deildin er afar jöfn og einungis munar fjórum stigum á Kymis og Lavrio en Lavrio er í þriðja sæti deildarinnar. Svo tekur við úrslitakeppni.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Hörður spilar í Grikklandi. Hann spilaði tímabilið 2015-2016 með Trikala Aries B.C. en Trikala er í botnsætinu sem stendur.

Hörður var í liði Keflavíkur sem datt út fyrir Haukum í æsispennandi leik í gærkvöldi en hann spilaði afar vel í rimmunni gegn Haukum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.