Eignir Jónsa við Spítalastíg metnar á 276 milljónir króna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. mars 2018 16:45 Jónsi á þó nokkuð margar eignir við Spítalastíg í Reykjavík. vísir/rakel Tíu eignir Jóns Þórs Birgissonar, söngvara Sigur Rósar, við Spítalastíg í miðborg Reykjavíkur eru metnar á alls 276,2 milljónir króna samkvæmt fasteignamati í fasteignaskrá Þjóðskrár Íslands. Eignirnar voru kyrrsettar af sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu í desember síðastliðnum að kröfu tollstjóra vegna meintra skattalagabrota meðlima Sigur Rósar. Var hljómsveitinni tilkynnt það síðla árs 2014 að ekki hefði verið staðið rétt að framtalsgerðsskilum meðlima sveitarinnar á árunum 2010 til 2014.Sjá einnig:Eintómt klúður segir bassaleikari Sigur Rósar Segir Sigur Rós í yfirlýsingu að hljómsveitin hafi fullan skilning á rannsókn skattrannsóknarstjóra en þyki miður að ákveðið hafi verið að krefjast kyrrsetningar á eignum þeirra, sérstaklega vegna þess að frá upphafi hafi meðlimir hljómsveitarinnar verið samstarfsfúsir við rannsókn málsins.Jónsi rekur verslun ásamt fjölskyldu sinni við Fischersund 3.vísir/rakelÍ kyrrsetningargerðinni, sem Vísir hefur undir höndum, eru taldar upp þær eignir meðlima hljómsveitarinnar sem kyrrsettar eru. Í tilfelli Jónsa, eins og söngvarinn er betur þekktur, eru alls þrettán fasteignir en tíu þeirra eru við Spítalastíg. Í fyrsta lagi er um að ræða þrjár íbúðir við Spítalastíg 4B en húsið var byggt árið 1903. Eru íbúðirnar metnar á samtals 99,3 milljónir króna. Í öðru lagi er um að ræða fjórar íbúðir í húsi við Spítalastíg 6 sem byggt er árið 1904. Eru þær íbúðir metnar á samtals 124,9 milljónir króna. Í þriðja lagi er svo um ræða lítið raðhús við Spítalastíg 4 sem byggt var árið 1946 og er metið á tæpar 25,5 milljónir króna. Sjá einnig:Meðlimir Sigur Rósar sakaðir um skattsvikEin af fasteignum Jónsa sem kyrrsettar voru er á Stokkseyri.vísir/rakelAuk þessa íbúðarhúsnæðis við Spítalastíg eru eignirnar Spítalastígur 6A og Spítalastígur 4A í eigu Jónsa en í báðum tilfellum er um að ræða íbúðarlóðir. Er lóðin við Spítalastíg 6A metin á rúmlega 11,8 milljónir króna og lóðin á Spítalastíg 4A metin á 14,7 milljónir króna. Jónsi á síðan fasteign við Fischersund 3 í Reykjavík en í desember síðastliðnum opnaði hann verslun þar ásamt fjölskyldu sinni. Þá á hann helmingshlut í eign við Bergstaðastræti í Reykjavík og íbúðarhús á Stokkseyri. Kyrrsetning eigna Jónsa nemur alls 638 milljónum króna og ná til ofantaldra fasteigna auk tveggja bifhjóla, tveggja bifreiða, sex bankareikninga og hlutafjár í þremur fyrirtækjum. Þá voru tvær fasteignir í eigu Orra Páls Dýrasonar, trommara, kyrrsettar sem og tvær fasteignir í eigu bassaleikarans, Georgs Holm. Samtals nemur fjárhæð eignanna sem kyrrsettar voru tæplega 800 milljónum króna. Tengdar fréttir Meðlimir Sigur Rósar sakaðir um skattsvik Sýslumaður kyrrsetti eignir meðlima Sigur Rósar upp á tæplega 800 milljónir króna vegna meintra skattalagabrota. Hljómsveitarmeðlimir mótmæltu allir. 16. mars 2018 04:51 Eintómt klúður segir bassaleikari Sigur Rósar Georg Holm, bassaleikari Sigur Rósar, segir að verið sé að vinna í því að laga það sem fór úrskeiðis varðandi uppgjör hans og tveggja annarra meðlima hljómsveitarinnar, þá Orra Páls Dýrasonar og Jóns Þórs Birgissonar, við skattayfirvöld. 16. mars 2018 16:00 Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Fleiri fréttir Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Sjá meira
Tíu eignir Jóns Þórs Birgissonar, söngvara Sigur Rósar, við Spítalastíg í miðborg Reykjavíkur eru metnar á alls 276,2 milljónir króna samkvæmt fasteignamati í fasteignaskrá Þjóðskrár Íslands. Eignirnar voru kyrrsettar af sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu í desember síðastliðnum að kröfu tollstjóra vegna meintra skattalagabrota meðlima Sigur Rósar. Var hljómsveitinni tilkynnt það síðla árs 2014 að ekki hefði verið staðið rétt að framtalsgerðsskilum meðlima sveitarinnar á árunum 2010 til 2014.Sjá einnig:Eintómt klúður segir bassaleikari Sigur Rósar Segir Sigur Rós í yfirlýsingu að hljómsveitin hafi fullan skilning á rannsókn skattrannsóknarstjóra en þyki miður að ákveðið hafi verið að krefjast kyrrsetningar á eignum þeirra, sérstaklega vegna þess að frá upphafi hafi meðlimir hljómsveitarinnar verið samstarfsfúsir við rannsókn málsins.Jónsi rekur verslun ásamt fjölskyldu sinni við Fischersund 3.vísir/rakelÍ kyrrsetningargerðinni, sem Vísir hefur undir höndum, eru taldar upp þær eignir meðlima hljómsveitarinnar sem kyrrsettar eru. Í tilfelli Jónsa, eins og söngvarinn er betur þekktur, eru alls þrettán fasteignir en tíu þeirra eru við Spítalastíg. Í fyrsta lagi er um að ræða þrjár íbúðir við Spítalastíg 4B en húsið var byggt árið 1903. Eru íbúðirnar metnar á samtals 99,3 milljónir króna. Í öðru lagi er um að ræða fjórar íbúðir í húsi við Spítalastíg 6 sem byggt er árið 1904. Eru þær íbúðir metnar á samtals 124,9 milljónir króna. Í þriðja lagi er svo um ræða lítið raðhús við Spítalastíg 4 sem byggt var árið 1946 og er metið á tæpar 25,5 milljónir króna. Sjá einnig:Meðlimir Sigur Rósar sakaðir um skattsvikEin af fasteignum Jónsa sem kyrrsettar voru er á Stokkseyri.vísir/rakelAuk þessa íbúðarhúsnæðis við Spítalastíg eru eignirnar Spítalastígur 6A og Spítalastígur 4A í eigu Jónsa en í báðum tilfellum er um að ræða íbúðarlóðir. Er lóðin við Spítalastíg 6A metin á rúmlega 11,8 milljónir króna og lóðin á Spítalastíg 4A metin á 14,7 milljónir króna. Jónsi á síðan fasteign við Fischersund 3 í Reykjavík en í desember síðastliðnum opnaði hann verslun þar ásamt fjölskyldu sinni. Þá á hann helmingshlut í eign við Bergstaðastræti í Reykjavík og íbúðarhús á Stokkseyri. Kyrrsetning eigna Jónsa nemur alls 638 milljónum króna og ná til ofantaldra fasteigna auk tveggja bifhjóla, tveggja bifreiða, sex bankareikninga og hlutafjár í þremur fyrirtækjum. Þá voru tvær fasteignir í eigu Orra Páls Dýrasonar, trommara, kyrrsettar sem og tvær fasteignir í eigu bassaleikarans, Georgs Holm. Samtals nemur fjárhæð eignanna sem kyrrsettar voru tæplega 800 milljónum króna.
Tengdar fréttir Meðlimir Sigur Rósar sakaðir um skattsvik Sýslumaður kyrrsetti eignir meðlima Sigur Rósar upp á tæplega 800 milljónir króna vegna meintra skattalagabrota. Hljómsveitarmeðlimir mótmæltu allir. 16. mars 2018 04:51 Eintómt klúður segir bassaleikari Sigur Rósar Georg Holm, bassaleikari Sigur Rósar, segir að verið sé að vinna í því að laga það sem fór úrskeiðis varðandi uppgjör hans og tveggja annarra meðlima hljómsveitarinnar, þá Orra Páls Dýrasonar og Jóns Þórs Birgissonar, við skattayfirvöld. 16. mars 2018 16:00 Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Fleiri fréttir Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Sjá meira
Meðlimir Sigur Rósar sakaðir um skattsvik Sýslumaður kyrrsetti eignir meðlima Sigur Rósar upp á tæplega 800 milljónir króna vegna meintra skattalagabrota. Hljómsveitarmeðlimir mótmæltu allir. 16. mars 2018 04:51
Eintómt klúður segir bassaleikari Sigur Rósar Georg Holm, bassaleikari Sigur Rósar, segir að verið sé að vinna í því að laga það sem fór úrskeiðis varðandi uppgjör hans og tveggja annarra meðlima hljómsveitarinnar, þá Orra Páls Dýrasonar og Jóns Þórs Birgissonar, við skattayfirvöld. 16. mars 2018 16:00