Jarðarberjastríð milli matvöruverslana Sigurður Mikael Jónsson skrifar 17. mars 2018 09:44 Costco skók markaðinn í fyrra en kílóverð jarðarberja hefur hækkað þar um 21,8 prósent síðan í haust. Vísir/Stefán Eftir að Costco hóf að selja jarðarber á lægra kílóverði en áður hafði þekkst hér á landi í fyrra hafa innlendir samkeppnisaðilar og framleiðendur neyðst til að bregðast við. Jarðarberjaverðstríð ríkir nú þar sem matvöruverslanir keppast margar við að bjóða sem hagstæðast verð á berjunum, sem Íslendingar virðast svo sólgnir í. Costco skók markaðinn í fyrra en kílóverð jarðarberja hefur hækkað þar um 21,8 prósent síðan í haust. Nú er svo komið að kílóverð jarðarberja hjá Costco reyndist það næsthæsta hjá þeim fimm verslunum sem Fréttablaðið gerði verðathugun hjá. Athugunin leiddi í ljós að 118 prósenta verðmunur er á ódýrasta og dýrasta kílóinu af innfluttum jarðarberjum. Aðeins ein verslun bauð upp á íslensk ber, sem skýrist af því að jarðarberjavertíðin er ekki hafin. Íslensku berin reyndust ríflega þrefalt dýrari en þau ódýrustu innfluttu. Fréttablaðið sagði frá því í febrúar að innflutningur á ferskum jarðarberjum frá Bandaríkjunum átjánfaldaðist í fyrra vegna opnunar Costco. Jarðarberin hafa verið ein söluhæsta vara Costco frá opnun en innflutningur fór úr 26 tonnum árið 2016 í 465 tonn í fyrra. Aðrar verslanir og íslenskir framleiðendur tóku á sig högg vegna þessa. Nú virðast samkeppnisaðilar vera búnir að ná vopnum sínum og að því er virðist hagstæðari innkaupum erlendis.Verðkönnun Fréttablaðsins leiddi ýmislegt í ljós.Vísir/StefánÍ verðathugun Fréttablaðsins í haust kostaði kílóið af jarðarberjum 1.266 kr. í Costco en stendur nú í 1.542 krónum. Eins og sjá má á meðfylgjandi töflu bjóða nú Bónus, Krónan og Nettó öll lægra kílóverð á sínum innfluttu jarðarberjum. Aðeins Hagkaup eru með hærra verð en Costco í könnuninni. Krónan selur sömu bandarísku Driscoll’s-jarðarber og Costco, í minni einingum þó, á 3 krónum lægra kílóverði en Costco. Bónus hefur undanfarið boðið kíló af spænskum jarðarberjum á 1.098 krónur. Eftir leit í þremur verslunum á föstudag fengust þær upplýsingar hjá verslunarstjóra einnar þeirra að berin væru uppseld í öllum verslunum. Blaðamaður hafði skráð hjá sér verðið á fimmtudag í Kauptúni, en ódýrustu berin virðast búin í bili. Nettó átti næstlægsta kílóverðið, 1.442 krónur kílóið, og var eina verslunin sem bauð upp á íslensk jarðarber. Kílóverðið á íslensku berjunum er fjarri því að vera samkeppnishæft, 3.445 krónur. Dýrustu innfluttu berin voru í Hagkaupum, á 2.396 krónur kílóið. Íslenskir jarðarberjabændur fóru ekki varhluta af komu Costco í fyrra eins og fjallað hefur verið um. Gunnlaugur Karlsson, framkvæmdastjóri Sölufélags garðyrkjumanna, segir þó enn eftirspurn eftir framleiðslunni. Salan hafi vissulega dregist saman fyrst en því hafi verið mætt með verðlækkunum. Þegar upp var staðið hafi lítið farið til spillis. „Við seldum á afslætti svo auðvitað urðu tekjur minni og þá var uppskeran í haust vonbrigði. En við seldum nær öll berin. Íslenska jarðarberjavertíðin fer af stað í næsta mánuði og lítur bara mjög vel út og framtíðin er björt hjá íslenskum jarðarberjabændum. Það er enn mikil eftirspurn hjá kaupmönnum og neytendum.“ Athugun Fréttablaðsins var gerð fimmtudaginn 15. mars í Bónus og Costco í Kauptúni og föstudaginn 16. mars í verslunum Nettó og Krónunnar á Granda og Hagkaupi í Kringlunni. Skráð var niður ódýrasta uppgefna kílóverð á jarðarberjum. Birtist í Fréttablaðinu Costco Tengdar fréttir Íslensk jarðarber seljast ekki Ófremdarástand er að skapast hjá þeim garðyrkjubændum sem rækta íslensk jarðaber. 11. ágúst 2017 20:20 Íslenskum jarðarberjum hent í tonnavís eftir komu Costco Eiríkur Ágústsson bóndi þurfti eftir opnun Costco að henda nokkrum tonnum af jarðarberjum. Stærstu jarðarberjabændurnir vona að Íslendingar velji íslenskt. 7. desember 2017 07:00 Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Eftir að Costco hóf að selja jarðarber á lægra kílóverði en áður hafði þekkst hér á landi í fyrra hafa innlendir samkeppnisaðilar og framleiðendur neyðst til að bregðast við. Jarðarberjaverðstríð ríkir nú þar sem matvöruverslanir keppast margar við að bjóða sem hagstæðast verð á berjunum, sem Íslendingar virðast svo sólgnir í. Costco skók markaðinn í fyrra en kílóverð jarðarberja hefur hækkað þar um 21,8 prósent síðan í haust. Nú er svo komið að kílóverð jarðarberja hjá Costco reyndist það næsthæsta hjá þeim fimm verslunum sem Fréttablaðið gerði verðathugun hjá. Athugunin leiddi í ljós að 118 prósenta verðmunur er á ódýrasta og dýrasta kílóinu af innfluttum jarðarberjum. Aðeins ein verslun bauð upp á íslensk ber, sem skýrist af því að jarðarberjavertíðin er ekki hafin. Íslensku berin reyndust ríflega þrefalt dýrari en þau ódýrustu innfluttu. Fréttablaðið sagði frá því í febrúar að innflutningur á ferskum jarðarberjum frá Bandaríkjunum átjánfaldaðist í fyrra vegna opnunar Costco. Jarðarberin hafa verið ein söluhæsta vara Costco frá opnun en innflutningur fór úr 26 tonnum árið 2016 í 465 tonn í fyrra. Aðrar verslanir og íslenskir framleiðendur tóku á sig högg vegna þessa. Nú virðast samkeppnisaðilar vera búnir að ná vopnum sínum og að því er virðist hagstæðari innkaupum erlendis.Verðkönnun Fréttablaðsins leiddi ýmislegt í ljós.Vísir/StefánÍ verðathugun Fréttablaðsins í haust kostaði kílóið af jarðarberjum 1.266 kr. í Costco en stendur nú í 1.542 krónum. Eins og sjá má á meðfylgjandi töflu bjóða nú Bónus, Krónan og Nettó öll lægra kílóverð á sínum innfluttu jarðarberjum. Aðeins Hagkaup eru með hærra verð en Costco í könnuninni. Krónan selur sömu bandarísku Driscoll’s-jarðarber og Costco, í minni einingum þó, á 3 krónum lægra kílóverði en Costco. Bónus hefur undanfarið boðið kíló af spænskum jarðarberjum á 1.098 krónur. Eftir leit í þremur verslunum á föstudag fengust þær upplýsingar hjá verslunarstjóra einnar þeirra að berin væru uppseld í öllum verslunum. Blaðamaður hafði skráð hjá sér verðið á fimmtudag í Kauptúni, en ódýrustu berin virðast búin í bili. Nettó átti næstlægsta kílóverðið, 1.442 krónur kílóið, og var eina verslunin sem bauð upp á íslensk jarðarber. Kílóverðið á íslensku berjunum er fjarri því að vera samkeppnishæft, 3.445 krónur. Dýrustu innfluttu berin voru í Hagkaupum, á 2.396 krónur kílóið. Íslenskir jarðarberjabændur fóru ekki varhluta af komu Costco í fyrra eins og fjallað hefur verið um. Gunnlaugur Karlsson, framkvæmdastjóri Sölufélags garðyrkjumanna, segir þó enn eftirspurn eftir framleiðslunni. Salan hafi vissulega dregist saman fyrst en því hafi verið mætt með verðlækkunum. Þegar upp var staðið hafi lítið farið til spillis. „Við seldum á afslætti svo auðvitað urðu tekjur minni og þá var uppskeran í haust vonbrigði. En við seldum nær öll berin. Íslenska jarðarberjavertíðin fer af stað í næsta mánuði og lítur bara mjög vel út og framtíðin er björt hjá íslenskum jarðarberjabændum. Það er enn mikil eftirspurn hjá kaupmönnum og neytendum.“ Athugun Fréttablaðsins var gerð fimmtudaginn 15. mars í Bónus og Costco í Kauptúni og föstudaginn 16. mars í verslunum Nettó og Krónunnar á Granda og Hagkaupi í Kringlunni. Skráð var niður ódýrasta uppgefna kílóverð á jarðarberjum.
Birtist í Fréttablaðinu Costco Tengdar fréttir Íslensk jarðarber seljast ekki Ófremdarástand er að skapast hjá þeim garðyrkjubændum sem rækta íslensk jarðaber. 11. ágúst 2017 20:20 Íslenskum jarðarberjum hent í tonnavís eftir komu Costco Eiríkur Ágústsson bóndi þurfti eftir opnun Costco að henda nokkrum tonnum af jarðarberjum. Stærstu jarðarberjabændurnir vona að Íslendingar velji íslenskt. 7. desember 2017 07:00 Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Íslensk jarðarber seljast ekki Ófremdarástand er að skapast hjá þeim garðyrkjubændum sem rækta íslensk jarðaber. 11. ágúst 2017 20:20
Íslenskum jarðarberjum hent í tonnavís eftir komu Costco Eiríkur Ágústsson bóndi þurfti eftir opnun Costco að henda nokkrum tonnum af jarðarberjum. Stærstu jarðarberjabændurnir vona að Íslendingar velji íslenskt. 7. desember 2017 07:00
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent