„Það er bara verið að ræna hönnuði“ Guðný Hrönn skrifar 17. mars 2018 09:45 Eyjólfur Pálsson. Vísir/Valgarður Við sögðum frá því í gær að margt fólk er ólmt í að skreyta heimili sín með eftirlíkingum af vinsælum hönnunarvörum. Yfirtollvörðurinn Hörður Davíð Harðarson staðfesti það og sagði í samtali við Fréttablaðið að eftirlíkingar af hönnunarvörum streymdu til landsins og að tollurinn og rétthafar hönnunar væru í stöðugu samtali vegna þessa. Eyjólfur Pálsson, stofnandi hönnunarverslunarinnar EPAL, er steinhissa á þessari þróun og vill vekja fólk til umhugsunar um alvöru þess að stela hönnun. „Ég held að margt fólk geri sér ekki grein fyrir að þetta er hreinlega stuldur frá hönnuðum. Það er bara verið að ræna hönnuði með þessu,“ segir Eyjólfur sem vill hvetja fólk til að bera virðingu fyrir hönnuðum sem hafa haft fyrir því að mennta sig á sviði hönnunar og koma vöru á markað. Eyjólfur bendir á að til að setja hlutina í samhengi sé hægt að líkja hönnunarstuldi við annan stuld. „Ef einhver myndi stela tónlist eða bókmenntum þá yrði líklegast allt brjálað.“Eftirlíkingu skilað í EPAL Það er Eyjólfi hjartans mál að tala fyrir mikilvægi hönnunar, sérstaklega í ljósi þess að fólk er farið að kaupa eftirlíkingar af vinsælli hönnun í auknum mæli. Eyjólfur segir slíka eftirlíkingu hafa ratað inn á borð til sín í vikunni. Í vikunni kom aðili hingað í EPAL með eftirlíkingu og vildi fá að skipta vegna þess að varan væri gölluð. Hann sagðist hafa fengið þennan hlut að gjöf og fullyrti að hann hefði verið keyptur í EPAL. En starfsmenn sáu strax að þetta var eftirlíking,“ útskýrir Eyjólfur. EPAL tók við eftirlíkingunni og lét viðkomandi hafa ekta útgáfu. „Við létum þennan aðila hafa nýjan hlut og nú eigum við þessa eftirlíkingu hérna, til samanburðar. Maður sér að öll vinna og áferð er allt önnur heldur en á upprunalegri hönnun,“ útskýrir Eyjólfur sem undrar sig á því að fólk hafi yfirhöfuð áhuga á að hafa eftirlíkingar heima hjá sér. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Íslendingar ólmir í falsaðar hönnunarvörur Fallegar hönnunarvörur geta svo sannarlega lífgað upp á heimilið og glatt augað en það virðist ekki skipta sumt fólk máli hvort hönnun er ekta eða eftirlíking. 16. mars 2018 10:30 Mest lesið Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Við sögðum frá því í gær að margt fólk er ólmt í að skreyta heimili sín með eftirlíkingum af vinsælum hönnunarvörum. Yfirtollvörðurinn Hörður Davíð Harðarson staðfesti það og sagði í samtali við Fréttablaðið að eftirlíkingar af hönnunarvörum streymdu til landsins og að tollurinn og rétthafar hönnunar væru í stöðugu samtali vegna þessa. Eyjólfur Pálsson, stofnandi hönnunarverslunarinnar EPAL, er steinhissa á þessari þróun og vill vekja fólk til umhugsunar um alvöru þess að stela hönnun. „Ég held að margt fólk geri sér ekki grein fyrir að þetta er hreinlega stuldur frá hönnuðum. Það er bara verið að ræna hönnuði með þessu,“ segir Eyjólfur sem vill hvetja fólk til að bera virðingu fyrir hönnuðum sem hafa haft fyrir því að mennta sig á sviði hönnunar og koma vöru á markað. Eyjólfur bendir á að til að setja hlutina í samhengi sé hægt að líkja hönnunarstuldi við annan stuld. „Ef einhver myndi stela tónlist eða bókmenntum þá yrði líklegast allt brjálað.“Eftirlíkingu skilað í EPAL Það er Eyjólfi hjartans mál að tala fyrir mikilvægi hönnunar, sérstaklega í ljósi þess að fólk er farið að kaupa eftirlíkingar af vinsælli hönnun í auknum mæli. Eyjólfur segir slíka eftirlíkingu hafa ratað inn á borð til sín í vikunni. Í vikunni kom aðili hingað í EPAL með eftirlíkingu og vildi fá að skipta vegna þess að varan væri gölluð. Hann sagðist hafa fengið þennan hlut að gjöf og fullyrti að hann hefði verið keyptur í EPAL. En starfsmenn sáu strax að þetta var eftirlíking,“ útskýrir Eyjólfur. EPAL tók við eftirlíkingunni og lét viðkomandi hafa ekta útgáfu. „Við létum þennan aðila hafa nýjan hlut og nú eigum við þessa eftirlíkingu hérna, til samanburðar. Maður sér að öll vinna og áferð er allt önnur heldur en á upprunalegri hönnun,“ útskýrir Eyjólfur sem undrar sig á því að fólk hafi yfirhöfuð áhuga á að hafa eftirlíkingar heima hjá sér.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Íslendingar ólmir í falsaðar hönnunarvörur Fallegar hönnunarvörur geta svo sannarlega lífgað upp á heimilið og glatt augað en það virðist ekki skipta sumt fólk máli hvort hönnun er ekta eða eftirlíking. 16. mars 2018 10:30 Mest lesið Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Íslendingar ólmir í falsaðar hönnunarvörur Fallegar hönnunarvörur geta svo sannarlega lífgað upp á heimilið og glatt augað en það virðist ekki skipta sumt fólk máli hvort hönnun er ekta eða eftirlíking. 16. mars 2018 10:30