Hækkunin hér sú mesta innan OECD Kristinn Ingi Jónsson skrifar 7. mars 2018 06:00 Íbúðaverð hefur hækkað að raunvirði víða um heim undanfarin ár en hækkunin hefur hvergi verið meiri innan OECD-ríkja en hér á landi. Vísir/vilhelm Raunhækkun íbúðaverðs var hvergi meiri innan aðildarríkja OECD, Efnahags- og framfarastofnunarinnar, frá þriðja fjórðungi 2016 til þriðja fjórðungs 2017 en hér á landi. Alls hækkaði íbúðaverð hér um 24,9 prósent að raungildi á tímabilinu en næstmesta hækkunin var í Kanada þar sem verðið fór upp um 11,7 prósent. Raunhækkunin var að meðaltali 3,5 prósent innan OECD-ríkjanna og 2,9 prósent á evrusvæðinu. Magnús Árni Skúlason, hagfræðingur hjá Reykjavík Economics, segir í samtali við Markaðinn athyglisvert hvað Ísland sker sig úr í samanburði við önnur OECD-ríki þegar litið er til íbúðaverðshækkana á síðasta ári. Ljóst sé að íbúðaverð sé orðið mjög hátt. „Maður átti kannski von á að það færi að hægja á hækkununum en þær voru afar miklar í fyrra. Tölur OECD sýna að raunverð íbúðarhúsnæðis hækkaði hvergi meira á öðrum og þriðja fjórðungi síðasta árs en hér á landi.“ Hann bendir auk þess á að frá því að íbúðaverð hér á landi náði lágmarki á fyrsta ársfjórðungi 2010 hafi það hækkað um 64 prósent að raungildi. Það sé meiri hækkun en í öðrum OECD-ríkjum. Næstmesta hækkunin hafi verið í Ísrael þar sem íbúðaverð hafi farið upp um tæp 55 prósent frá fyrsta fjórðungi 2010. Íbúðaverð hefur farið hækkandi víða um heim á undanförnum árum. Það helgast aðallega af því að vaxtastig hefur víðast hvar verið mjög lágt og þannig auðvelt fyrir fólk að fjármagna íbúðakaup. Auk þess hafa borgir farið stækkandi og spurn eftir íbúðum í þéttbýli stóraukist. Tölur OECD endurspegla þessa þróun.Magnús Árni Skúlason, hagfræðingur hjá Reykjavík EconomicsSé litið til helstu nágrannalanda Íslands hefur íbúðaverð hækkað að raungildi – frá því á fyrsta fjórðungi 2010 – um 49 prósent í Svíþjóð, 30 prósent í Noregi og 11 prósent í Danmörku, svo fáein dæmi séu tekin. Eins og áður sagði hefur raunhækkunin á sama tíma verið 64 prósent hér á landi. Aðspurður segir Magnús Árni nokkra áhrifaþætti hafa stuðlað að verðhækkunum síðustu ára. „Það hefur verið mikill og viðvarandi framboðsskortur. Við höfum verið sein að byggja og ekki getað mætt þörfum stórra árganga ungs fólks sem íhugar fasteignakaup. Síðan hefur kaupmáttur vaxið hratt og raunvextir lækkað. Einnig má ekki gleyma stórsókn lífeyrissjóðanna á íbúðalánamarkaðinn sem hefur átt sinn þátt í hækkununum.“ Þrátt fyrir miklar verðhækkanir segist Magnús Árni ekki eiga von á neinu verðfalli á íbúðum. Áfram sé gert ráð fyrir hækkunum enda sé eftirspurnin mikil og framboðstregða einkenni enn markaðinn. Fram kom í húsnæðisskýrslu Íbúðalánasjóðs, sem birt var í gær, að vísitala ásetts verðs íbúða á höfuðborgarsvæðinu, sem reiknuð er af hagdeild sjóðsins, hefði hækkað um 1,0 prósent í síðasta mánuði eftir að hafa haldist nokkurn veginn óbreytt á seinustu mánuðum síðasta árs. Vísitala íbúðaverðs, sem mælir söluverð íbúða á höfuðborgarsvæðinu, hækkaði einnig um 1,0 prósent í janúar og hefur hún ekki hækkað meira á milli mánaða síðan í maí í fyrra. Hækkunin var heldur meiri í sveitarfélögum í nágrenni höfuðborgarsvæðisins eða 2,0 prósent í janúarmánuði. Frá því í janúar 2016 hefur ásett verð íbúða á höfuðborgarsvæðinu hækkað um 31 prósent en um 43 prósent í nágrannasveitarfélögunum. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Sjá meira
Raunhækkun íbúðaverðs var hvergi meiri innan aðildarríkja OECD, Efnahags- og framfarastofnunarinnar, frá þriðja fjórðungi 2016 til þriðja fjórðungs 2017 en hér á landi. Alls hækkaði íbúðaverð hér um 24,9 prósent að raungildi á tímabilinu en næstmesta hækkunin var í Kanada þar sem verðið fór upp um 11,7 prósent. Raunhækkunin var að meðaltali 3,5 prósent innan OECD-ríkjanna og 2,9 prósent á evrusvæðinu. Magnús Árni Skúlason, hagfræðingur hjá Reykjavík Economics, segir í samtali við Markaðinn athyglisvert hvað Ísland sker sig úr í samanburði við önnur OECD-ríki þegar litið er til íbúðaverðshækkana á síðasta ári. Ljóst sé að íbúðaverð sé orðið mjög hátt. „Maður átti kannski von á að það færi að hægja á hækkununum en þær voru afar miklar í fyrra. Tölur OECD sýna að raunverð íbúðarhúsnæðis hækkaði hvergi meira á öðrum og þriðja fjórðungi síðasta árs en hér á landi.“ Hann bendir auk þess á að frá því að íbúðaverð hér á landi náði lágmarki á fyrsta ársfjórðungi 2010 hafi það hækkað um 64 prósent að raungildi. Það sé meiri hækkun en í öðrum OECD-ríkjum. Næstmesta hækkunin hafi verið í Ísrael þar sem íbúðaverð hafi farið upp um tæp 55 prósent frá fyrsta fjórðungi 2010. Íbúðaverð hefur farið hækkandi víða um heim á undanförnum árum. Það helgast aðallega af því að vaxtastig hefur víðast hvar verið mjög lágt og þannig auðvelt fyrir fólk að fjármagna íbúðakaup. Auk þess hafa borgir farið stækkandi og spurn eftir íbúðum í þéttbýli stóraukist. Tölur OECD endurspegla þessa þróun.Magnús Árni Skúlason, hagfræðingur hjá Reykjavík EconomicsSé litið til helstu nágrannalanda Íslands hefur íbúðaverð hækkað að raungildi – frá því á fyrsta fjórðungi 2010 – um 49 prósent í Svíþjóð, 30 prósent í Noregi og 11 prósent í Danmörku, svo fáein dæmi séu tekin. Eins og áður sagði hefur raunhækkunin á sama tíma verið 64 prósent hér á landi. Aðspurður segir Magnús Árni nokkra áhrifaþætti hafa stuðlað að verðhækkunum síðustu ára. „Það hefur verið mikill og viðvarandi framboðsskortur. Við höfum verið sein að byggja og ekki getað mætt þörfum stórra árganga ungs fólks sem íhugar fasteignakaup. Síðan hefur kaupmáttur vaxið hratt og raunvextir lækkað. Einnig má ekki gleyma stórsókn lífeyrissjóðanna á íbúðalánamarkaðinn sem hefur átt sinn þátt í hækkununum.“ Þrátt fyrir miklar verðhækkanir segist Magnús Árni ekki eiga von á neinu verðfalli á íbúðum. Áfram sé gert ráð fyrir hækkunum enda sé eftirspurnin mikil og framboðstregða einkenni enn markaðinn. Fram kom í húsnæðisskýrslu Íbúðalánasjóðs, sem birt var í gær, að vísitala ásetts verðs íbúða á höfuðborgarsvæðinu, sem reiknuð er af hagdeild sjóðsins, hefði hækkað um 1,0 prósent í síðasta mánuði eftir að hafa haldist nokkurn veginn óbreytt á seinustu mánuðum síðasta árs. Vísitala íbúðaverðs, sem mælir söluverð íbúða á höfuðborgarsvæðinu, hækkaði einnig um 1,0 prósent í janúar og hefur hún ekki hækkað meira á milli mánaða síðan í maí í fyrra. Hækkunin var heldur meiri í sveitarfélögum í nágrenni höfuðborgarsvæðisins eða 2,0 prósent í janúarmánuði. Frá því í janúar 2016 hefur ásett verð íbúða á höfuðborgarsvæðinu hækkað um 31 prósent en um 43 prósent í nágrannasveitarfélögunum.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Sjá meira