Viðskipti innlent

Auðæfi Björgólfs Thors meðal annars sögð felast í rafmyntum

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Björgólfur Thor Björgólfsson er sem fyrr eini Íslendingurinn á lista Forbes.
Björgólfur Thor Björgólfsson er sem fyrr eini Íslendingurinn á lista Forbes. Vísir/GVA

Björgólfur Thor Björgólfsson er í 1.215. sæti á lista Forbes yfir ríkustu einstaklinga heims. Auðævi hans eru metin á 2,1 milljarð dollara, um 210 milljarða íslenskra króna.

Er hann sem fyrr eini Íslendingurinn á árlegum lista Forbes sem birtur var í gær en þetta er fjórða árið í röð sem finna má nafn Björgólfs Thors á listanum. Fyrst komst hann á listann árið 2005 en hvarf af honum eftir hrun.

Þrátt fyrir að auðæfi Björgólfs Thors hafi aukist um 300 milljónir dollara á milli ára fellur hann niður um sæti á listanum en á síðasta ári sat Björgólfur Thor í sæti 1161.

Athygli vekur að samkvæmt Forbes er hluti auðæfa Björgólfs Thors bundinn í fjárfestingum í svokölluðum rafmyntum, auk hluta í nýsköpunarfyrirtækjum og fjarskiptafyrirtækjum víða um heim. Rafmyntir á borð við Bitcoin hafa verið töluvert til umfjöllunar á síðustu misserum, Ekki síst vegna mikilla verðsveiflna.

Björgólfur Thor á meðal annars hlut í Verne Global sem rekur gagnaver á Suðurnesjum sem hýst hefur starfsemi fyrirtækja sem grafa eftir rafmyntum, en slíkt starfsemi hefur færst mjög í aukanna að undanförnu, líkt og Vísir fjallaði um á dögunum.

Jeff Bezos, forstjóri Amazon, er efstur á lista Forbes en auðæfi hans eru metin á 112 milljarða dollara en lista Forbes má nálgast hér.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SKEL
2,51
21
428.353
SYN
2,38
9
90.240
HAGA
1,75
10
95.153
EIK
1,22
13
157.475
REITIR
1,17
17
254.889

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SIMINN
-1,3
6
96.239
TM
-0,83
4
38.492
EIM
-0,78
9
100.273
ICESEA
-0,68
3
7.781
ICEAIR
-0,48
14
96.178
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.