Segir að Bitcoin sé bóla sem muni springa fyrr eða síðar Hersir Aron Ólafsson skrifar 23. desember 2017 19:30 Bitcoin er bóla sem mun springa fyrr eða síðar. Þetta segir dósent við Háskóla Íslands. Engin raunveruleg verðmæti búi að baki gegndarlausri styrkingu gengisins, önnur en von fjárfesta um áframhaldandi hækkun. Gengi Bitcoin hefur lækkað í vikunni eftir gríðarlegar hækkanir síðustu mánaða. Þann 1. janúar 2017 mátti kaupa einn Bitcoin rafeyri á tæplega 992 Bandaríkjadali. Gengið styrktist jafnt og þétt eftir því sem leið á árið, en á síðastliðnum mánuðum hefur styrkingin verið óheyrileg og sveiflast gengið nú í kringum nítján þúsund Bandaríkjadali. Gylfi Magnússon, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, bendir aftur á móti á að engin verðmæti búi í raun að baki þessari gríðarlegu hækkun. Flækingskettir fyrir hundruð milljóna króna „Þetta er svona eins og ef ég ætti flækingskött og seldi þér hann á hundrað milljónir króna og þú værir til í að kaupa hann vegna þess að þú heldur að þú getir selt hann á tvöhundruð milljónir króna á morgun. En einhvern tímann kemur að því að ekki verði hægt að finna fleiri sem vilja kaupa flækingsketti á fleiri hundruð milljónir,“ segir Gylfi. Bitcoin er svonefndur rafeyrir, sem keyptur er og seldur í gegnum veraldarvefinn. Kaupendur og seljendur koma ekki fram undir nafni eða kennitölu, engin mynt er slegin og engir seðlar prentaðir. Þá er enginn seðlabanki eða yfirvöld sem stýra gengi eða flæði og ræður framboð og eftirspurn því ferðinni. Gylfi segir ekki ólíklegt að rafrænn gjaldmiðill í einhverri mynd muni ryðja sér rúms í mun meira mæli í framtíðinni. Treysta á að finna meiri flón á morgun „Ég á von á því að rafeyrir með einhverjum hætti verði jafnvel uppistaðan í greiðslumiðlun á 21. öldinni,“ segir Gylfi. Þetta verði þó líklega ekki Bitcoin, enda sveiflurnar svo miklar að fáir vilji greiða fyrir íspinna með gjaldmiðli sem gæti orðið langtum verðmeiri, eða minni, jafnvel örfáum klukkustundum síðar. Ljóst er að þeir sem átt hafa fjármuni bundna í Bitcoin í einhvern tíma geta hagnast verulega á fjárfestingunni ákveði þeir að selja í dag. Þannig gæti gróðinn verið margfaldur hafi verið keypt fyrir örfáum mánuðum, en mörgþúsundfaldur ef keypt var t.d. um mitt ár 2011 þegar einn Bitcoin kostaði um einn Bandaríkjadal. Gylfi segir hins vegar ljóst að um sé að ræða bólu, sem einn daginn springi. „Hagfræðingar tala í þessu samhengi um „meiraflónskenninguna“. Þeir sem kaupa í dag eru flón, en þeir treysta á að geta fundið meiri flón á morgun sem eru til í að kaupa á enn hærra verði. Slíkur leikur endar hins vegar oftast á því að einhverjir brenna sig.“ Mest lesið Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Sjá meira
Bitcoin er bóla sem mun springa fyrr eða síðar. Þetta segir dósent við Háskóla Íslands. Engin raunveruleg verðmæti búi að baki gegndarlausri styrkingu gengisins, önnur en von fjárfesta um áframhaldandi hækkun. Gengi Bitcoin hefur lækkað í vikunni eftir gríðarlegar hækkanir síðustu mánaða. Þann 1. janúar 2017 mátti kaupa einn Bitcoin rafeyri á tæplega 992 Bandaríkjadali. Gengið styrktist jafnt og þétt eftir því sem leið á árið, en á síðastliðnum mánuðum hefur styrkingin verið óheyrileg og sveiflast gengið nú í kringum nítján þúsund Bandaríkjadali. Gylfi Magnússon, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, bendir aftur á móti á að engin verðmæti búi í raun að baki þessari gríðarlegu hækkun. Flækingskettir fyrir hundruð milljóna króna „Þetta er svona eins og ef ég ætti flækingskött og seldi þér hann á hundrað milljónir króna og þú værir til í að kaupa hann vegna þess að þú heldur að þú getir selt hann á tvöhundruð milljónir króna á morgun. En einhvern tímann kemur að því að ekki verði hægt að finna fleiri sem vilja kaupa flækingsketti á fleiri hundruð milljónir,“ segir Gylfi. Bitcoin er svonefndur rafeyrir, sem keyptur er og seldur í gegnum veraldarvefinn. Kaupendur og seljendur koma ekki fram undir nafni eða kennitölu, engin mynt er slegin og engir seðlar prentaðir. Þá er enginn seðlabanki eða yfirvöld sem stýra gengi eða flæði og ræður framboð og eftirspurn því ferðinni. Gylfi segir ekki ólíklegt að rafrænn gjaldmiðill í einhverri mynd muni ryðja sér rúms í mun meira mæli í framtíðinni. Treysta á að finna meiri flón á morgun „Ég á von á því að rafeyrir með einhverjum hætti verði jafnvel uppistaðan í greiðslumiðlun á 21. öldinni,“ segir Gylfi. Þetta verði þó líklega ekki Bitcoin, enda sveiflurnar svo miklar að fáir vilji greiða fyrir íspinna með gjaldmiðli sem gæti orðið langtum verðmeiri, eða minni, jafnvel örfáum klukkustundum síðar. Ljóst er að þeir sem átt hafa fjármuni bundna í Bitcoin í einhvern tíma geta hagnast verulega á fjárfestingunni ákveði þeir að selja í dag. Þannig gæti gróðinn verið margfaldur hafi verið keypt fyrir örfáum mánuðum, en mörgþúsundfaldur ef keypt var t.d. um mitt ár 2011 þegar einn Bitcoin kostaði um einn Bandaríkjadal. Gylfi segir hins vegar ljóst að um sé að ræða bólu, sem einn daginn springi. „Hagfræðingar tala í þessu samhengi um „meiraflónskenninguna“. Þeir sem kaupa í dag eru flón, en þeir treysta á að geta fundið meiri flón á morgun sem eru til í að kaupa á enn hærra verði. Slíkur leikur endar hins vegar oftast á því að einhverjir brenna sig.“
Mest lesið Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Sjá meira