Eykon kærir Orkustofnun fyrir sviptingu Drekaleyfis Kristján Már Unnarsson skrifar 7. mars 2018 20:15 Gunnlaugur Jónsson, framkvæmdastjóri Eykons Energy. Mynd/Stöð 2. Orkustofnun afturkallaði í dag leyfi Eykons Energy til olíuleitar og vinnslu á Drekasvæðinu. Eykon telur ákvörðunina lögbrot og hyggst kæra hana til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Guðni A. Jóhannesson orkumálastjóri.Stöð 2/Sigurjón Ólason. Þegar félögin CNOOC og Petoro drógu sig út úr olíuleitinni fyrir sex vikum áætlaði Orkustofnun að kostnaður við leitina væri kominn yfir fimm milljarða króna. Því er skiljanlegt að íslenska félagið Eykon vilji halda leyfinu. „Okkar svar er að við teljum þá ekki hafa sýnt fram á það að þeir hafi efnahagslega og tæknilega burði til þess að uppfylla allar þær kröfur sem gerðar eru. Það eru miklar kröfur gerðar til þeirra sem fá og halda svona leyfi,“ sagði Guðni A. Jóhannesson orkumálastjóri. Framkvæmdastjóri Eykons, Gunnlaugur Jónsson, segir félagið ósátt við ákvörðun Orkustofnunar og ósammála forsendum hennar og að hún verði borin undir Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála til að fá henni hnekkt. Kínverska ríkisolíufélagið CNOOC og norska ríkisolíufélagið Petoro drógu sig út í janúar en Eykon vill halda leyfinu.Grafík/Stöð 2. „Eykon telur ákvörðunina ekki reista á lögmætum grunni, þar sem ákvæða stjórnsýslulaga og meginreglna stjórnsýsluréttar hafi ekki verið gætt. Ákvörðun Orkustofnunar um afturköllun leyfisins er afar íþyngjandi og að mati Eykons hefði Orkustofnun átt að beita vægari úrræðum áður en til afturköllunar kom,“ segir Gunnlaugur í yfirlýsingu fyrir hönd Eykons. Orkumálastjóri telur ótímabært að afskrifa íslenskt olíuævintýri, eins og fram kom í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér: Olíuleit á Drekasvæði Tengdar fréttir Afturkalla leyfi Eykon til olíuleitar á Drekasvæðinu Stofnunin telur fyrirtækið ekki hafa tæknilega né fjárhagslega getu til að takast á við kröfur og skilyrði leyfisins. 7. mars 2018 15:35 Segja líkur á arðbærri olíulind of litlar til að réttlæta frekari leit Norska ríkisolíufélagið Petoro segist sammála því mati hins kínverska CNOOC að líkur á að finna arðbæra olíulind á Drekasvæðinu séu of litlar til að þær réttlæti frekari olíuleit. 26. janúar 2018 19:45 Neitar að hætta olíuleitinni og segir málið lykta af pólitík Olíuleit á Drekasvæðinu gæti verið lokið eftir að kínverska ríkisolíufélagið CNOOC og norska ríkisolíufélagið Petoro ákváðu að skila inn sérleyfi sínu. Íslenska félagið Eykon vill halda áfram þótt Orkustofnun telji forsendur brostnar. 22. janúar 2018 18:39 Segir ný gögn um Drekasvæðið grunn að næsta olíuleitarútboði Orkustofnun áætlar að kostnaður við olíuleit á Drekasvæðinu sé kominn yfir fimm milljarða króna, þar af eru fimmhundruð milljónir í leyfisgjöld til ríkisins. 24. janúar 2018 20:00 Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Orkustofnun afturkallaði í dag leyfi Eykons Energy til olíuleitar og vinnslu á Drekasvæðinu. Eykon telur ákvörðunina lögbrot og hyggst kæra hana til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Guðni A. Jóhannesson orkumálastjóri.Stöð 2/Sigurjón Ólason. Þegar félögin CNOOC og Petoro drógu sig út úr olíuleitinni fyrir sex vikum áætlaði Orkustofnun að kostnaður við leitina væri kominn yfir fimm milljarða króna. Því er skiljanlegt að íslenska félagið Eykon vilji halda leyfinu. „Okkar svar er að við teljum þá ekki hafa sýnt fram á það að þeir hafi efnahagslega og tæknilega burði til þess að uppfylla allar þær kröfur sem gerðar eru. Það eru miklar kröfur gerðar til þeirra sem fá og halda svona leyfi,“ sagði Guðni A. Jóhannesson orkumálastjóri. Framkvæmdastjóri Eykons, Gunnlaugur Jónsson, segir félagið ósátt við ákvörðun Orkustofnunar og ósammála forsendum hennar og að hún verði borin undir Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála til að fá henni hnekkt. Kínverska ríkisolíufélagið CNOOC og norska ríkisolíufélagið Petoro drógu sig út í janúar en Eykon vill halda leyfinu.Grafík/Stöð 2. „Eykon telur ákvörðunina ekki reista á lögmætum grunni, þar sem ákvæða stjórnsýslulaga og meginreglna stjórnsýsluréttar hafi ekki verið gætt. Ákvörðun Orkustofnunar um afturköllun leyfisins er afar íþyngjandi og að mati Eykons hefði Orkustofnun átt að beita vægari úrræðum áður en til afturköllunar kom,“ segir Gunnlaugur í yfirlýsingu fyrir hönd Eykons. Orkumálastjóri telur ótímabært að afskrifa íslenskt olíuævintýri, eins og fram kom í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér:
Olíuleit á Drekasvæði Tengdar fréttir Afturkalla leyfi Eykon til olíuleitar á Drekasvæðinu Stofnunin telur fyrirtækið ekki hafa tæknilega né fjárhagslega getu til að takast á við kröfur og skilyrði leyfisins. 7. mars 2018 15:35 Segja líkur á arðbærri olíulind of litlar til að réttlæta frekari leit Norska ríkisolíufélagið Petoro segist sammála því mati hins kínverska CNOOC að líkur á að finna arðbæra olíulind á Drekasvæðinu séu of litlar til að þær réttlæti frekari olíuleit. 26. janúar 2018 19:45 Neitar að hætta olíuleitinni og segir málið lykta af pólitík Olíuleit á Drekasvæðinu gæti verið lokið eftir að kínverska ríkisolíufélagið CNOOC og norska ríkisolíufélagið Petoro ákváðu að skila inn sérleyfi sínu. Íslenska félagið Eykon vill halda áfram þótt Orkustofnun telji forsendur brostnar. 22. janúar 2018 18:39 Segir ný gögn um Drekasvæðið grunn að næsta olíuleitarútboði Orkustofnun áætlar að kostnaður við olíuleit á Drekasvæðinu sé kominn yfir fimm milljarða króna, þar af eru fimmhundruð milljónir í leyfisgjöld til ríkisins. 24. janúar 2018 20:00 Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Afturkalla leyfi Eykon til olíuleitar á Drekasvæðinu Stofnunin telur fyrirtækið ekki hafa tæknilega né fjárhagslega getu til að takast á við kröfur og skilyrði leyfisins. 7. mars 2018 15:35
Segja líkur á arðbærri olíulind of litlar til að réttlæta frekari leit Norska ríkisolíufélagið Petoro segist sammála því mati hins kínverska CNOOC að líkur á að finna arðbæra olíulind á Drekasvæðinu séu of litlar til að þær réttlæti frekari olíuleit. 26. janúar 2018 19:45
Neitar að hætta olíuleitinni og segir málið lykta af pólitík Olíuleit á Drekasvæðinu gæti verið lokið eftir að kínverska ríkisolíufélagið CNOOC og norska ríkisolíufélagið Petoro ákváðu að skila inn sérleyfi sínu. Íslenska félagið Eykon vill halda áfram þótt Orkustofnun telji forsendur brostnar. 22. janúar 2018 18:39
Segir ný gögn um Drekasvæðið grunn að næsta olíuleitarútboði Orkustofnun áætlar að kostnaður við olíuleit á Drekasvæðinu sé kominn yfir fimm milljarða króna, þar af eru fimmhundruð milljónir í leyfisgjöld til ríkisins. 24. janúar 2018 20:00