Körfubolti

Sara braut þúsund stiga múrinn

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Sara Rún Hinriksdóttir.
Sara Rún Hinriksdóttir. Vísir/Stefán

Sara Rún Hinriksdóttir skoraði sín þúsundustu stig fyrir bandaríska háskólaliðið Canisius í nótt. Sara fór fyrir liðinu í tapi gegn Siena.

Sara Rún var með 20 stig, 6 fráköst og 2 stoðsendingar í liði Canisius. Fyrir leikinn í nótt var hún með 995 stig á ferlinum í háskólaboltanum svo hún klifraði nokkuð örugglega yfir þúsund stiga múrinn.

Margrét Rósa Hálfdánardóttir leikur einnig með Canisius og var hún líkt og Sara í byrjunarliðinu í nótt. Margrét skoraði 6 stig, tók eitt frákast og gaf 2 stoðsendingar.

Canisius tapaði leiknum með níu stigum, 59-68. Leikurinn tapaðist í öðrum leikhluta þar sem heimakonur í Canisius náðu aðeins að skora átta stig á móti fimmtán stigum Siena.

Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.