Handbolti

Sigfús: Dagar Halldórs Harra eru taldir hjá Stjörnunni

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Stjarnan vann góðan sigur á Haukum í Olís-deild kvenna á mánudagskvöldið en Stjörnuliðið hefur spilað langt undir getu allt tímabilið og á ekki séns að komast í úrslitakeppnina.

Stjörnunni var af mörgum spáð Íslandsmeistaratitlinum en liðið hefur spilað illa nær allt tímabilið þar til nú undir lok leiktíðar þegar ekkert var undir. Er þetta ekki of lítið og of seint?

„Miðað við þennan mannskap og þá hefð sem ríkir í Garðabænum ætti liðið fyrir löngu að vera byrjað að spila svona vel,“ sagði Sigfús Sigurðsson, silfurdrengur og sérfræðingur Seinni bylgjunnar, um Stjörnuliðið

Stjarnan er aðeins með 19 stig í Olís-deild kvenna þegar að tvær umferðir eru eftir. Liðið er búið að tapa níu leikjum og er átta stigum frá úrslitakeppninni. Miðað við allt sem lagt hefur verið í liðið, á þjálfari þess, Halldór Harri Kristjánsson, möguleika á að vera áfram?

„Ég segi nei. Ekki miðað við mannskap og hvernig staðan er í deildinni hjá liðinu. Það er bara þannig. Stjarnan er stórveldi í kvennaboltanum og hefur verið það í áratugi. Svona niðurstaða er ekki góð,“ sagði Sigfús Sigurðsson.

Brotið úr Seinni bylgjunni má sjá í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×