Lagt til að nánast allur hagnaður Íslandsbanka verði greiddur í arð til ríkisins Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. febrúar 2018 10:13 Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka. Vísir/Ernir Ársuppgjör Íslandsbanka fyrir árið 2017 liggur nú fyrir og kemur fram í tilkynningu frá bankanum að hagnaður eftir skatta á liðnu ári hafi verið 13,2 milljarðar króna samanborið við 20,2 milljarða árið áður. Þá mun stjórn bankans leggja til á aðalfundi þann 22. mars næstkomandi að greiða 13 milljarða króna í arðgreiðslu til ríkisins sem er eini hluthafi Íslandsbanka. Samkvæmt upplýsingum frá bankanum leyfir góð eiginfjár- og lausafjárstaða bankans honum að greiða út þennan arð til eiganda síns en tillagan er háð því að hún verði samþykkt á aðalfundi. Hagnaður bankans dregst saman um sjö milljarða króna á milli ára en munurinn skýrist aðallega af einskiptistekjum af sölu Borgunar á hlut í Visa Europe árið 2016. Arðsemi eigin fjár Íslandsbanka var 7,5 prósent á árinu samanborið við 10,2 prósent árið 2016. Hagnaður af reglulegri starfsemi bankans var 13,8 milljarða króna en var 15,1 milljarður króna árið 2016. Arðsemi eigin fjár af reglulegri starfsemi miðað við 15 prósent eiginfjárhlutfall þáttar 1 (CET1) var 10,3 prósent á árinu 2017, borið saman við 10,7 prósent árið 2016. Hreinar vaxtatekjur voru 30,0 milljarðar kr. (2016: 31,8 milljarðar króna), sem er 5,7 prósent lækkun á milli ára. Vaxtamunur var 2,9 prósent (2016: 3,1 prósent). Hreinar þóknanatekjur voru 13,8 milljarðar króna árið 2017 en voru 13,7 milljarðar árið 2016, sem er 0,2% hækkun milli ára. Stjórnunarkostnaður var 27 milljarðar króna, örlítið hærri en árið 2016. Þegar einskiptiskostnaður er undanskilinn hækkar kostnaður um 4,5 prósent sem þýðir raunhækkun um 2,7 prósent sé tillit tekið til verðbólgu. „Þetta má aðallega rekja til fjárfestingar í tæknibúnaði þar á meðal Sopra kerfinu sem mun leysa af hólmi eldri grunnkerfi innlána og greiðslumiðlunar. Höfuðstöðvar bankans voru sameinaðar í nýjum höfuðstöðvum í Norðurturni í Kópavogi sem hafði tímabundinn viðbótarkostnað í för með sér,“ segir í tilkynningu frá bankanum. Heildareignir voru 1.036 milljarðar króna og útlán til viðskiptavina og lausafjársafn bankans voru samtals 92 prósent af stærð efnahagsreiknings við lok tímabilsins. „Árið 2017 var tímabil breytinga og uppbyggingar fyrir okkur hjá Íslandsbanka. Við innleiddum nýtt skipulag, fullkláruðum flutning í nýjar höfuðstöðvar og endurnýjuðum grunnkerfi bankans. Við héldum áfram að undirbúa bankann fyrir breytt alþjóðlegt regluverk, tæknilegar áskoranir og að takast á við nýja keppinauta á markaði. Þrátt fyrir þessar miklu breytingar gekk rekstur bankans mjög vel á árinu. Lánasafn bankans óx um 9,8% og námu ný lán 199 milljörðum króna og skilaði bankinn 13,2 milljarði króna hagnaði eftir skatta með arðsemi af reglulegri starfsemi upp á 10,3% sem er í samræmi við okkar markmið. Lánshæfismat bankans hækkaði og stigum við frekari skref í átt að hagstæðari fjármagnsskipan með fyrstu víkjandi skuldabréfaútgáfu íslensks fjármálafyrirtækis á erlendum markaði frá árinu 2008,“ segir Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka. Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Sjá meira
Ársuppgjör Íslandsbanka fyrir árið 2017 liggur nú fyrir og kemur fram í tilkynningu frá bankanum að hagnaður eftir skatta á liðnu ári hafi verið 13,2 milljarðar króna samanborið við 20,2 milljarða árið áður. Þá mun stjórn bankans leggja til á aðalfundi þann 22. mars næstkomandi að greiða 13 milljarða króna í arðgreiðslu til ríkisins sem er eini hluthafi Íslandsbanka. Samkvæmt upplýsingum frá bankanum leyfir góð eiginfjár- og lausafjárstaða bankans honum að greiða út þennan arð til eiganda síns en tillagan er háð því að hún verði samþykkt á aðalfundi. Hagnaður bankans dregst saman um sjö milljarða króna á milli ára en munurinn skýrist aðallega af einskiptistekjum af sölu Borgunar á hlut í Visa Europe árið 2016. Arðsemi eigin fjár Íslandsbanka var 7,5 prósent á árinu samanborið við 10,2 prósent árið 2016. Hagnaður af reglulegri starfsemi bankans var 13,8 milljarða króna en var 15,1 milljarður króna árið 2016. Arðsemi eigin fjár af reglulegri starfsemi miðað við 15 prósent eiginfjárhlutfall þáttar 1 (CET1) var 10,3 prósent á árinu 2017, borið saman við 10,7 prósent árið 2016. Hreinar vaxtatekjur voru 30,0 milljarðar kr. (2016: 31,8 milljarðar króna), sem er 5,7 prósent lækkun á milli ára. Vaxtamunur var 2,9 prósent (2016: 3,1 prósent). Hreinar þóknanatekjur voru 13,8 milljarðar króna árið 2017 en voru 13,7 milljarðar árið 2016, sem er 0,2% hækkun milli ára. Stjórnunarkostnaður var 27 milljarðar króna, örlítið hærri en árið 2016. Þegar einskiptiskostnaður er undanskilinn hækkar kostnaður um 4,5 prósent sem þýðir raunhækkun um 2,7 prósent sé tillit tekið til verðbólgu. „Þetta má aðallega rekja til fjárfestingar í tæknibúnaði þar á meðal Sopra kerfinu sem mun leysa af hólmi eldri grunnkerfi innlána og greiðslumiðlunar. Höfuðstöðvar bankans voru sameinaðar í nýjum höfuðstöðvum í Norðurturni í Kópavogi sem hafði tímabundinn viðbótarkostnað í för með sér,“ segir í tilkynningu frá bankanum. Heildareignir voru 1.036 milljarðar króna og útlán til viðskiptavina og lausafjársafn bankans voru samtals 92 prósent af stærð efnahagsreiknings við lok tímabilsins. „Árið 2017 var tímabil breytinga og uppbyggingar fyrir okkur hjá Íslandsbanka. Við innleiddum nýtt skipulag, fullkláruðum flutning í nýjar höfuðstöðvar og endurnýjuðum grunnkerfi bankans. Við héldum áfram að undirbúa bankann fyrir breytt alþjóðlegt regluverk, tæknilegar áskoranir og að takast á við nýja keppinauta á markaði. Þrátt fyrir þessar miklu breytingar gekk rekstur bankans mjög vel á árinu. Lánasafn bankans óx um 9,8% og námu ný lán 199 milljörðum króna og skilaði bankinn 13,2 milljarði króna hagnaði eftir skatta með arðsemi af reglulegri starfsemi upp á 10,3% sem er í samræmi við okkar markmið. Lánshæfismat bankans hækkaði og stigum við frekari skref í átt að hagstæðari fjármagnsskipan með fyrstu víkjandi skuldabréfaútgáfu íslensks fjármálafyrirtækis á erlendum markaði frá árinu 2008,“ segir Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka.
Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Sjá meira