Lagt til að nánast allur hagnaður Íslandsbanka verði greiddur í arð til ríkisins Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. febrúar 2018 10:13 Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka. Vísir/Ernir Ársuppgjör Íslandsbanka fyrir árið 2017 liggur nú fyrir og kemur fram í tilkynningu frá bankanum að hagnaður eftir skatta á liðnu ári hafi verið 13,2 milljarðar króna samanborið við 20,2 milljarða árið áður. Þá mun stjórn bankans leggja til á aðalfundi þann 22. mars næstkomandi að greiða 13 milljarða króna í arðgreiðslu til ríkisins sem er eini hluthafi Íslandsbanka. Samkvæmt upplýsingum frá bankanum leyfir góð eiginfjár- og lausafjárstaða bankans honum að greiða út þennan arð til eiganda síns en tillagan er háð því að hún verði samþykkt á aðalfundi. Hagnaður bankans dregst saman um sjö milljarða króna á milli ára en munurinn skýrist aðallega af einskiptistekjum af sölu Borgunar á hlut í Visa Europe árið 2016. Arðsemi eigin fjár Íslandsbanka var 7,5 prósent á árinu samanborið við 10,2 prósent árið 2016. Hagnaður af reglulegri starfsemi bankans var 13,8 milljarða króna en var 15,1 milljarður króna árið 2016. Arðsemi eigin fjár af reglulegri starfsemi miðað við 15 prósent eiginfjárhlutfall þáttar 1 (CET1) var 10,3 prósent á árinu 2017, borið saman við 10,7 prósent árið 2016. Hreinar vaxtatekjur voru 30,0 milljarðar kr. (2016: 31,8 milljarðar króna), sem er 5,7 prósent lækkun á milli ára. Vaxtamunur var 2,9 prósent (2016: 3,1 prósent). Hreinar þóknanatekjur voru 13,8 milljarðar króna árið 2017 en voru 13,7 milljarðar árið 2016, sem er 0,2% hækkun milli ára. Stjórnunarkostnaður var 27 milljarðar króna, örlítið hærri en árið 2016. Þegar einskiptiskostnaður er undanskilinn hækkar kostnaður um 4,5 prósent sem þýðir raunhækkun um 2,7 prósent sé tillit tekið til verðbólgu. „Þetta má aðallega rekja til fjárfestingar í tæknibúnaði þar á meðal Sopra kerfinu sem mun leysa af hólmi eldri grunnkerfi innlána og greiðslumiðlunar. Höfuðstöðvar bankans voru sameinaðar í nýjum höfuðstöðvum í Norðurturni í Kópavogi sem hafði tímabundinn viðbótarkostnað í för með sér,“ segir í tilkynningu frá bankanum. Heildareignir voru 1.036 milljarðar króna og útlán til viðskiptavina og lausafjársafn bankans voru samtals 92 prósent af stærð efnahagsreiknings við lok tímabilsins. „Árið 2017 var tímabil breytinga og uppbyggingar fyrir okkur hjá Íslandsbanka. Við innleiddum nýtt skipulag, fullkláruðum flutning í nýjar höfuðstöðvar og endurnýjuðum grunnkerfi bankans. Við héldum áfram að undirbúa bankann fyrir breytt alþjóðlegt regluverk, tæknilegar áskoranir og að takast á við nýja keppinauta á markaði. Þrátt fyrir þessar miklu breytingar gekk rekstur bankans mjög vel á árinu. Lánasafn bankans óx um 9,8% og námu ný lán 199 milljörðum króna og skilaði bankinn 13,2 milljarði króna hagnaði eftir skatta með arðsemi af reglulegri starfsemi upp á 10,3% sem er í samræmi við okkar markmið. Lánshæfismat bankans hækkaði og stigum við frekari skref í átt að hagstæðari fjármagnsskipan með fyrstu víkjandi skuldabréfaútgáfu íslensks fjármálafyrirtækis á erlendum markaði frá árinu 2008,“ segir Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka. Mest lesið Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Viðskipti innlent Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Atvinnulíf Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Sjá meira
Ársuppgjör Íslandsbanka fyrir árið 2017 liggur nú fyrir og kemur fram í tilkynningu frá bankanum að hagnaður eftir skatta á liðnu ári hafi verið 13,2 milljarðar króna samanborið við 20,2 milljarða árið áður. Þá mun stjórn bankans leggja til á aðalfundi þann 22. mars næstkomandi að greiða 13 milljarða króna í arðgreiðslu til ríkisins sem er eini hluthafi Íslandsbanka. Samkvæmt upplýsingum frá bankanum leyfir góð eiginfjár- og lausafjárstaða bankans honum að greiða út þennan arð til eiganda síns en tillagan er háð því að hún verði samþykkt á aðalfundi. Hagnaður bankans dregst saman um sjö milljarða króna á milli ára en munurinn skýrist aðallega af einskiptistekjum af sölu Borgunar á hlut í Visa Europe árið 2016. Arðsemi eigin fjár Íslandsbanka var 7,5 prósent á árinu samanborið við 10,2 prósent árið 2016. Hagnaður af reglulegri starfsemi bankans var 13,8 milljarða króna en var 15,1 milljarður króna árið 2016. Arðsemi eigin fjár af reglulegri starfsemi miðað við 15 prósent eiginfjárhlutfall þáttar 1 (CET1) var 10,3 prósent á árinu 2017, borið saman við 10,7 prósent árið 2016. Hreinar vaxtatekjur voru 30,0 milljarðar kr. (2016: 31,8 milljarðar króna), sem er 5,7 prósent lækkun á milli ára. Vaxtamunur var 2,9 prósent (2016: 3,1 prósent). Hreinar þóknanatekjur voru 13,8 milljarðar króna árið 2017 en voru 13,7 milljarðar árið 2016, sem er 0,2% hækkun milli ára. Stjórnunarkostnaður var 27 milljarðar króna, örlítið hærri en árið 2016. Þegar einskiptiskostnaður er undanskilinn hækkar kostnaður um 4,5 prósent sem þýðir raunhækkun um 2,7 prósent sé tillit tekið til verðbólgu. „Þetta má aðallega rekja til fjárfestingar í tæknibúnaði þar á meðal Sopra kerfinu sem mun leysa af hólmi eldri grunnkerfi innlána og greiðslumiðlunar. Höfuðstöðvar bankans voru sameinaðar í nýjum höfuðstöðvum í Norðurturni í Kópavogi sem hafði tímabundinn viðbótarkostnað í för með sér,“ segir í tilkynningu frá bankanum. Heildareignir voru 1.036 milljarðar króna og útlán til viðskiptavina og lausafjársafn bankans voru samtals 92 prósent af stærð efnahagsreiknings við lok tímabilsins. „Árið 2017 var tímabil breytinga og uppbyggingar fyrir okkur hjá Íslandsbanka. Við innleiddum nýtt skipulag, fullkláruðum flutning í nýjar höfuðstöðvar og endurnýjuðum grunnkerfi bankans. Við héldum áfram að undirbúa bankann fyrir breytt alþjóðlegt regluverk, tæknilegar áskoranir og að takast á við nýja keppinauta á markaði. Þrátt fyrir þessar miklu breytingar gekk rekstur bankans mjög vel á árinu. Lánasafn bankans óx um 9,8% og námu ný lán 199 milljörðum króna og skilaði bankinn 13,2 milljarði króna hagnaði eftir skatta með arðsemi af reglulegri starfsemi upp á 10,3% sem er í samræmi við okkar markmið. Lánshæfismat bankans hækkaði og stigum við frekari skref í átt að hagstæðari fjármagnsskipan með fyrstu víkjandi skuldabréfaútgáfu íslensks fjármálafyrirtækis á erlendum markaði frá árinu 2008,“ segir Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka.
Mest lesið Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Viðskipti innlent Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Atvinnulíf Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Sjá meira