Lagt til að nánast allur hagnaður Íslandsbanka verði greiddur í arð til ríkisins Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. febrúar 2018 10:13 Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka. Vísir/Ernir Ársuppgjör Íslandsbanka fyrir árið 2017 liggur nú fyrir og kemur fram í tilkynningu frá bankanum að hagnaður eftir skatta á liðnu ári hafi verið 13,2 milljarðar króna samanborið við 20,2 milljarða árið áður. Þá mun stjórn bankans leggja til á aðalfundi þann 22. mars næstkomandi að greiða 13 milljarða króna í arðgreiðslu til ríkisins sem er eini hluthafi Íslandsbanka. Samkvæmt upplýsingum frá bankanum leyfir góð eiginfjár- og lausafjárstaða bankans honum að greiða út þennan arð til eiganda síns en tillagan er háð því að hún verði samþykkt á aðalfundi. Hagnaður bankans dregst saman um sjö milljarða króna á milli ára en munurinn skýrist aðallega af einskiptistekjum af sölu Borgunar á hlut í Visa Europe árið 2016. Arðsemi eigin fjár Íslandsbanka var 7,5 prósent á árinu samanborið við 10,2 prósent árið 2016. Hagnaður af reglulegri starfsemi bankans var 13,8 milljarða króna en var 15,1 milljarður króna árið 2016. Arðsemi eigin fjár af reglulegri starfsemi miðað við 15 prósent eiginfjárhlutfall þáttar 1 (CET1) var 10,3 prósent á árinu 2017, borið saman við 10,7 prósent árið 2016. Hreinar vaxtatekjur voru 30,0 milljarðar kr. (2016: 31,8 milljarðar króna), sem er 5,7 prósent lækkun á milli ára. Vaxtamunur var 2,9 prósent (2016: 3,1 prósent). Hreinar þóknanatekjur voru 13,8 milljarðar króna árið 2017 en voru 13,7 milljarðar árið 2016, sem er 0,2% hækkun milli ára. Stjórnunarkostnaður var 27 milljarðar króna, örlítið hærri en árið 2016. Þegar einskiptiskostnaður er undanskilinn hækkar kostnaður um 4,5 prósent sem þýðir raunhækkun um 2,7 prósent sé tillit tekið til verðbólgu. „Þetta má aðallega rekja til fjárfestingar í tæknibúnaði þar á meðal Sopra kerfinu sem mun leysa af hólmi eldri grunnkerfi innlána og greiðslumiðlunar. Höfuðstöðvar bankans voru sameinaðar í nýjum höfuðstöðvum í Norðurturni í Kópavogi sem hafði tímabundinn viðbótarkostnað í för með sér,“ segir í tilkynningu frá bankanum. Heildareignir voru 1.036 milljarðar króna og útlán til viðskiptavina og lausafjársafn bankans voru samtals 92 prósent af stærð efnahagsreiknings við lok tímabilsins. „Árið 2017 var tímabil breytinga og uppbyggingar fyrir okkur hjá Íslandsbanka. Við innleiddum nýtt skipulag, fullkláruðum flutning í nýjar höfuðstöðvar og endurnýjuðum grunnkerfi bankans. Við héldum áfram að undirbúa bankann fyrir breytt alþjóðlegt regluverk, tæknilegar áskoranir og að takast á við nýja keppinauta á markaði. Þrátt fyrir þessar miklu breytingar gekk rekstur bankans mjög vel á árinu. Lánasafn bankans óx um 9,8% og námu ný lán 199 milljörðum króna og skilaði bankinn 13,2 milljarði króna hagnaði eftir skatta með arðsemi af reglulegri starfsemi upp á 10,3% sem er í samræmi við okkar markmið. Lánshæfismat bankans hækkaði og stigum við frekari skref í átt að hagstæðari fjármagnsskipan með fyrstu víkjandi skuldabréfaútgáfu íslensks fjármálafyrirtækis á erlendum markaði frá árinu 2008,“ segir Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka. Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sjá meira
Ársuppgjör Íslandsbanka fyrir árið 2017 liggur nú fyrir og kemur fram í tilkynningu frá bankanum að hagnaður eftir skatta á liðnu ári hafi verið 13,2 milljarðar króna samanborið við 20,2 milljarða árið áður. Þá mun stjórn bankans leggja til á aðalfundi þann 22. mars næstkomandi að greiða 13 milljarða króna í arðgreiðslu til ríkisins sem er eini hluthafi Íslandsbanka. Samkvæmt upplýsingum frá bankanum leyfir góð eiginfjár- og lausafjárstaða bankans honum að greiða út þennan arð til eiganda síns en tillagan er háð því að hún verði samþykkt á aðalfundi. Hagnaður bankans dregst saman um sjö milljarða króna á milli ára en munurinn skýrist aðallega af einskiptistekjum af sölu Borgunar á hlut í Visa Europe árið 2016. Arðsemi eigin fjár Íslandsbanka var 7,5 prósent á árinu samanborið við 10,2 prósent árið 2016. Hagnaður af reglulegri starfsemi bankans var 13,8 milljarða króna en var 15,1 milljarður króna árið 2016. Arðsemi eigin fjár af reglulegri starfsemi miðað við 15 prósent eiginfjárhlutfall þáttar 1 (CET1) var 10,3 prósent á árinu 2017, borið saman við 10,7 prósent árið 2016. Hreinar vaxtatekjur voru 30,0 milljarðar kr. (2016: 31,8 milljarðar króna), sem er 5,7 prósent lækkun á milli ára. Vaxtamunur var 2,9 prósent (2016: 3,1 prósent). Hreinar þóknanatekjur voru 13,8 milljarðar króna árið 2017 en voru 13,7 milljarðar árið 2016, sem er 0,2% hækkun milli ára. Stjórnunarkostnaður var 27 milljarðar króna, örlítið hærri en árið 2016. Þegar einskiptiskostnaður er undanskilinn hækkar kostnaður um 4,5 prósent sem þýðir raunhækkun um 2,7 prósent sé tillit tekið til verðbólgu. „Þetta má aðallega rekja til fjárfestingar í tæknibúnaði þar á meðal Sopra kerfinu sem mun leysa af hólmi eldri grunnkerfi innlána og greiðslumiðlunar. Höfuðstöðvar bankans voru sameinaðar í nýjum höfuðstöðvum í Norðurturni í Kópavogi sem hafði tímabundinn viðbótarkostnað í för með sér,“ segir í tilkynningu frá bankanum. Heildareignir voru 1.036 milljarðar króna og útlán til viðskiptavina og lausafjársafn bankans voru samtals 92 prósent af stærð efnahagsreiknings við lok tímabilsins. „Árið 2017 var tímabil breytinga og uppbyggingar fyrir okkur hjá Íslandsbanka. Við innleiddum nýtt skipulag, fullkláruðum flutning í nýjar höfuðstöðvar og endurnýjuðum grunnkerfi bankans. Við héldum áfram að undirbúa bankann fyrir breytt alþjóðlegt regluverk, tæknilegar áskoranir og að takast á við nýja keppinauta á markaði. Þrátt fyrir þessar miklu breytingar gekk rekstur bankans mjög vel á árinu. Lánasafn bankans óx um 9,8% og námu ný lán 199 milljörðum króna og skilaði bankinn 13,2 milljarði króna hagnaði eftir skatta með arðsemi af reglulegri starfsemi upp á 10,3% sem er í samræmi við okkar markmið. Lánshæfismat bankans hækkaði og stigum við frekari skref í átt að hagstæðari fjármagnsskipan með fyrstu víkjandi skuldabréfaútgáfu íslensks fjármálafyrirtækis á erlendum markaði frá árinu 2008,“ segir Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka.
Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sjá meira