Lagt til að nánast allur hagnaður Íslandsbanka verði greiddur í arð til ríkisins Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. febrúar 2018 10:13 Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka. Vísir/Ernir Ársuppgjör Íslandsbanka fyrir árið 2017 liggur nú fyrir og kemur fram í tilkynningu frá bankanum að hagnaður eftir skatta á liðnu ári hafi verið 13,2 milljarðar króna samanborið við 20,2 milljarða árið áður. Þá mun stjórn bankans leggja til á aðalfundi þann 22. mars næstkomandi að greiða 13 milljarða króna í arðgreiðslu til ríkisins sem er eini hluthafi Íslandsbanka. Samkvæmt upplýsingum frá bankanum leyfir góð eiginfjár- og lausafjárstaða bankans honum að greiða út þennan arð til eiganda síns en tillagan er háð því að hún verði samþykkt á aðalfundi. Hagnaður bankans dregst saman um sjö milljarða króna á milli ára en munurinn skýrist aðallega af einskiptistekjum af sölu Borgunar á hlut í Visa Europe árið 2016. Arðsemi eigin fjár Íslandsbanka var 7,5 prósent á árinu samanborið við 10,2 prósent árið 2016. Hagnaður af reglulegri starfsemi bankans var 13,8 milljarða króna en var 15,1 milljarður króna árið 2016. Arðsemi eigin fjár af reglulegri starfsemi miðað við 15 prósent eiginfjárhlutfall þáttar 1 (CET1) var 10,3 prósent á árinu 2017, borið saman við 10,7 prósent árið 2016. Hreinar vaxtatekjur voru 30,0 milljarðar kr. (2016: 31,8 milljarðar króna), sem er 5,7 prósent lækkun á milli ára. Vaxtamunur var 2,9 prósent (2016: 3,1 prósent). Hreinar þóknanatekjur voru 13,8 milljarðar króna árið 2017 en voru 13,7 milljarðar árið 2016, sem er 0,2% hækkun milli ára. Stjórnunarkostnaður var 27 milljarðar króna, örlítið hærri en árið 2016. Þegar einskiptiskostnaður er undanskilinn hækkar kostnaður um 4,5 prósent sem þýðir raunhækkun um 2,7 prósent sé tillit tekið til verðbólgu. „Þetta má aðallega rekja til fjárfestingar í tæknibúnaði þar á meðal Sopra kerfinu sem mun leysa af hólmi eldri grunnkerfi innlána og greiðslumiðlunar. Höfuðstöðvar bankans voru sameinaðar í nýjum höfuðstöðvum í Norðurturni í Kópavogi sem hafði tímabundinn viðbótarkostnað í för með sér,“ segir í tilkynningu frá bankanum. Heildareignir voru 1.036 milljarðar króna og útlán til viðskiptavina og lausafjársafn bankans voru samtals 92 prósent af stærð efnahagsreiknings við lok tímabilsins. „Árið 2017 var tímabil breytinga og uppbyggingar fyrir okkur hjá Íslandsbanka. Við innleiddum nýtt skipulag, fullkláruðum flutning í nýjar höfuðstöðvar og endurnýjuðum grunnkerfi bankans. Við héldum áfram að undirbúa bankann fyrir breytt alþjóðlegt regluverk, tæknilegar áskoranir og að takast á við nýja keppinauta á markaði. Þrátt fyrir þessar miklu breytingar gekk rekstur bankans mjög vel á árinu. Lánasafn bankans óx um 9,8% og námu ný lán 199 milljörðum króna og skilaði bankinn 13,2 milljarði króna hagnaði eftir skatta með arðsemi af reglulegri starfsemi upp á 10,3% sem er í samræmi við okkar markmið. Lánshæfismat bankans hækkaði og stigum við frekari skref í átt að hagstæðari fjármagnsskipan með fyrstu víkjandi skuldabréfaútgáfu íslensks fjármálafyrirtækis á erlendum markaði frá árinu 2008,“ segir Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka. Mest lesið „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða Viðskipti innlent Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir Viðskipti innlent SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent Guðrún til Landsbankans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Sjá meira
Ársuppgjör Íslandsbanka fyrir árið 2017 liggur nú fyrir og kemur fram í tilkynningu frá bankanum að hagnaður eftir skatta á liðnu ári hafi verið 13,2 milljarðar króna samanborið við 20,2 milljarða árið áður. Þá mun stjórn bankans leggja til á aðalfundi þann 22. mars næstkomandi að greiða 13 milljarða króna í arðgreiðslu til ríkisins sem er eini hluthafi Íslandsbanka. Samkvæmt upplýsingum frá bankanum leyfir góð eiginfjár- og lausafjárstaða bankans honum að greiða út þennan arð til eiganda síns en tillagan er háð því að hún verði samþykkt á aðalfundi. Hagnaður bankans dregst saman um sjö milljarða króna á milli ára en munurinn skýrist aðallega af einskiptistekjum af sölu Borgunar á hlut í Visa Europe árið 2016. Arðsemi eigin fjár Íslandsbanka var 7,5 prósent á árinu samanborið við 10,2 prósent árið 2016. Hagnaður af reglulegri starfsemi bankans var 13,8 milljarða króna en var 15,1 milljarður króna árið 2016. Arðsemi eigin fjár af reglulegri starfsemi miðað við 15 prósent eiginfjárhlutfall þáttar 1 (CET1) var 10,3 prósent á árinu 2017, borið saman við 10,7 prósent árið 2016. Hreinar vaxtatekjur voru 30,0 milljarðar kr. (2016: 31,8 milljarðar króna), sem er 5,7 prósent lækkun á milli ára. Vaxtamunur var 2,9 prósent (2016: 3,1 prósent). Hreinar þóknanatekjur voru 13,8 milljarðar króna árið 2017 en voru 13,7 milljarðar árið 2016, sem er 0,2% hækkun milli ára. Stjórnunarkostnaður var 27 milljarðar króna, örlítið hærri en árið 2016. Þegar einskiptiskostnaður er undanskilinn hækkar kostnaður um 4,5 prósent sem þýðir raunhækkun um 2,7 prósent sé tillit tekið til verðbólgu. „Þetta má aðallega rekja til fjárfestingar í tæknibúnaði þar á meðal Sopra kerfinu sem mun leysa af hólmi eldri grunnkerfi innlána og greiðslumiðlunar. Höfuðstöðvar bankans voru sameinaðar í nýjum höfuðstöðvum í Norðurturni í Kópavogi sem hafði tímabundinn viðbótarkostnað í för með sér,“ segir í tilkynningu frá bankanum. Heildareignir voru 1.036 milljarðar króna og útlán til viðskiptavina og lausafjársafn bankans voru samtals 92 prósent af stærð efnahagsreiknings við lok tímabilsins. „Árið 2017 var tímabil breytinga og uppbyggingar fyrir okkur hjá Íslandsbanka. Við innleiddum nýtt skipulag, fullkláruðum flutning í nýjar höfuðstöðvar og endurnýjuðum grunnkerfi bankans. Við héldum áfram að undirbúa bankann fyrir breytt alþjóðlegt regluverk, tæknilegar áskoranir og að takast á við nýja keppinauta á markaði. Þrátt fyrir þessar miklu breytingar gekk rekstur bankans mjög vel á árinu. Lánasafn bankans óx um 9,8% og námu ný lán 199 milljörðum króna og skilaði bankinn 13,2 milljarði króna hagnaði eftir skatta með arðsemi af reglulegri starfsemi upp á 10,3% sem er í samræmi við okkar markmið. Lánshæfismat bankans hækkaði og stigum við frekari skref í átt að hagstæðari fjármagnsskipan með fyrstu víkjandi skuldabréfaútgáfu íslensks fjármálafyrirtækis á erlendum markaði frá árinu 2008,“ segir Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka.
Mest lesið „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða Viðskipti innlent Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir Viðskipti innlent SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent Guðrún til Landsbankans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Sjá meira