Viðskipti innlent

Cintamani klæðir Liechtensteina á Ólympíuleikunum

Grétar Þór Sigurðsson skrifar
Lið Liechtenstein í skærgulum úlpum frá Cintamani.
Lið Liechtenstein í skærgulum úlpum frá Cintamani. Vísir/EPA

Íslenska fyrirtækið Cintamani hefur hafið samstarf við Ólympíusamband Liechtenstein. Allir keppendur og starfsmenn Ólympíunefndarinnar klæðast fatnaði fyrirtækisins á Vetrarólympíuleikunum sem nú standa yfir í Pyeongchang í Suður-Kóreu. Samstarfið nær þó ekki til sérhæfðari fatnaðar, líkt og skíðagalla, sem íþróttafólkið notast við í keppninni sjálfri.

Að sögn framkvæmdastjóra Cintamani, Einars Karls Birgissonar, þá var nokkur aðdragandi að samstarfinu. Landsliðsfólk frá Liechtenstein sem var hér við keppni á Smáþjóðaleikum 2015 hafi gefið sig á tal við starfsfólk Cintamani og spurt hvort áhugi væri á því að klæða upp landsliðið á næstu Vetrarólympíuleikum. „Við vorum á þessum tíma að hanna nýja vörulínu svo þetta kom skemmtilega inn í okkar vinnu. Við unnum þetta með þeim og það var mjög áhugavert og skemmtilegt,“ segir Einar Karl.

Í hópi Liechtensteina má meðal annars finna skíðakonuna Tinu Weirather. Tina er af miklu skíðafólki komin, af þeim níu Ólympíumedalíum sem Liechtenstein hefur unnið eru sex innan fjölskyldu Tinu. Hún hefur enn fremur komist á verðlaunapall á ófáum Heimsbikarmótum. „Við erum að vonast til þess að hún vinni eitthvað, það væri mjög gaman ef það mundi nást mynd af fatnaðinum á verðlaunapalli á Ólympíuleikum,“ bætir Einar Karl við að lokum.

Nú þegar hefur klæðnaður fyrirtækisins ratað fyrir augu almennings. Við setningarathöfnina var hópurinn frá Liechtenstein klæddur úlpum, buxum, húfum og vettlingum fyrirtækisins er hann gekk inn á Ólympíuleikvanginn.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
2,8
8
18.571
MARL
1,56
56
1.809.084
LEQ
1,37
1
1.549
EIM
0,57
6
22.188
ARION
0,5
12
152.139

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
GRND
-2,46
7
55.714
EIK
-2,24
7
75.346
REITIR
-1,86
12
277.872
SIMINN
-1,77
8
142.210
FESTI
-1,74
5
116.070
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.