Cintamani klæðir Liechtensteina á Ólympíuleikunum Grétar Þór Sigurðsson skrifar 16. febrúar 2018 07:00 Lið Liechtenstein í skærgulum úlpum frá Cintamani. Vísir/EPA Íslenska fyrirtækið Cintamani hefur hafið samstarf við Ólympíusamband Liechtenstein. Allir keppendur og starfsmenn Ólympíunefndarinnar klæðast fatnaði fyrirtækisins á Vetrarólympíuleikunum sem nú standa yfir í Pyeongchang í Suður-Kóreu. Samstarfið nær þó ekki til sérhæfðari fatnaðar, líkt og skíðagalla, sem íþróttafólkið notast við í keppninni sjálfri. Að sögn framkvæmdastjóra Cintamani, Einars Karls Birgissonar, þá var nokkur aðdragandi að samstarfinu. Landsliðsfólk frá Liechtenstein sem var hér við keppni á Smáþjóðaleikum 2015 hafi gefið sig á tal við starfsfólk Cintamani og spurt hvort áhugi væri á því að klæða upp landsliðið á næstu Vetrarólympíuleikum. „Við vorum á þessum tíma að hanna nýja vörulínu svo þetta kom skemmtilega inn í okkar vinnu. Við unnum þetta með þeim og það var mjög áhugavert og skemmtilegt,“ segir Einar Karl. Í hópi Liechtensteina má meðal annars finna skíðakonuna Tinu Weirather. Tina er af miklu skíðafólki komin, af þeim níu Ólympíumedalíum sem Liechtenstein hefur unnið eru sex innan fjölskyldu Tinu. Hún hefur enn fremur komist á verðlaunapall á ófáum Heimsbikarmótum. „Við erum að vonast til þess að hún vinni eitthvað, það væri mjög gaman ef það mundi nást mynd af fatnaðinum á verðlaunapalli á Ólympíuleikum,“ bætir Einar Karl við að lokum. Nú þegar hefur klæðnaður fyrirtækisins ratað fyrir augu almennings. Við setningarathöfnina var hópurinn frá Liechtenstein klæddur úlpum, buxum, húfum og vettlingum fyrirtækisins er hann gekk inn á Ólympíuleikvanginn. Mest lesið Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Fleiri fréttir Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sjá meira
Íslenska fyrirtækið Cintamani hefur hafið samstarf við Ólympíusamband Liechtenstein. Allir keppendur og starfsmenn Ólympíunefndarinnar klæðast fatnaði fyrirtækisins á Vetrarólympíuleikunum sem nú standa yfir í Pyeongchang í Suður-Kóreu. Samstarfið nær þó ekki til sérhæfðari fatnaðar, líkt og skíðagalla, sem íþróttafólkið notast við í keppninni sjálfri. Að sögn framkvæmdastjóra Cintamani, Einars Karls Birgissonar, þá var nokkur aðdragandi að samstarfinu. Landsliðsfólk frá Liechtenstein sem var hér við keppni á Smáþjóðaleikum 2015 hafi gefið sig á tal við starfsfólk Cintamani og spurt hvort áhugi væri á því að klæða upp landsliðið á næstu Vetrarólympíuleikum. „Við vorum á þessum tíma að hanna nýja vörulínu svo þetta kom skemmtilega inn í okkar vinnu. Við unnum þetta með þeim og það var mjög áhugavert og skemmtilegt,“ segir Einar Karl. Í hópi Liechtensteina má meðal annars finna skíðakonuna Tinu Weirather. Tina er af miklu skíðafólki komin, af þeim níu Ólympíumedalíum sem Liechtenstein hefur unnið eru sex innan fjölskyldu Tinu. Hún hefur enn fremur komist á verðlaunapall á ófáum Heimsbikarmótum. „Við erum að vonast til þess að hún vinni eitthvað, það væri mjög gaman ef það mundi nást mynd af fatnaðinum á verðlaunapalli á Ólympíuleikum,“ bætir Einar Karl við að lokum. Nú þegar hefur klæðnaður fyrirtækisins ratað fyrir augu almennings. Við setningarathöfnina var hópurinn frá Liechtenstein klæddur úlpum, buxum, húfum og vettlingum fyrirtækisins er hann gekk inn á Ólympíuleikvanginn.
Mest lesið Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Fleiri fréttir Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sjá meira