Cintamani klæðir Liechtensteina á Ólympíuleikunum Grétar Þór Sigurðsson skrifar 16. febrúar 2018 07:00 Lið Liechtenstein í skærgulum úlpum frá Cintamani. Vísir/EPA Íslenska fyrirtækið Cintamani hefur hafið samstarf við Ólympíusamband Liechtenstein. Allir keppendur og starfsmenn Ólympíunefndarinnar klæðast fatnaði fyrirtækisins á Vetrarólympíuleikunum sem nú standa yfir í Pyeongchang í Suður-Kóreu. Samstarfið nær þó ekki til sérhæfðari fatnaðar, líkt og skíðagalla, sem íþróttafólkið notast við í keppninni sjálfri. Að sögn framkvæmdastjóra Cintamani, Einars Karls Birgissonar, þá var nokkur aðdragandi að samstarfinu. Landsliðsfólk frá Liechtenstein sem var hér við keppni á Smáþjóðaleikum 2015 hafi gefið sig á tal við starfsfólk Cintamani og spurt hvort áhugi væri á því að klæða upp landsliðið á næstu Vetrarólympíuleikum. „Við vorum á þessum tíma að hanna nýja vörulínu svo þetta kom skemmtilega inn í okkar vinnu. Við unnum þetta með þeim og það var mjög áhugavert og skemmtilegt,“ segir Einar Karl. Í hópi Liechtensteina má meðal annars finna skíðakonuna Tinu Weirather. Tina er af miklu skíðafólki komin, af þeim níu Ólympíumedalíum sem Liechtenstein hefur unnið eru sex innan fjölskyldu Tinu. Hún hefur enn fremur komist á verðlaunapall á ófáum Heimsbikarmótum. „Við erum að vonast til þess að hún vinni eitthvað, það væri mjög gaman ef það mundi nást mynd af fatnaðinum á verðlaunapalli á Ólympíuleikum,“ bætir Einar Karl við að lokum. Nú þegar hefur klæðnaður fyrirtækisins ratað fyrir augu almennings. Við setningarathöfnina var hópurinn frá Liechtenstein klæddur úlpum, buxum, húfum og vettlingum fyrirtækisins er hann gekk inn á Ólympíuleikvanginn. Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Íslenska fyrirtækið Cintamani hefur hafið samstarf við Ólympíusamband Liechtenstein. Allir keppendur og starfsmenn Ólympíunefndarinnar klæðast fatnaði fyrirtækisins á Vetrarólympíuleikunum sem nú standa yfir í Pyeongchang í Suður-Kóreu. Samstarfið nær þó ekki til sérhæfðari fatnaðar, líkt og skíðagalla, sem íþróttafólkið notast við í keppninni sjálfri. Að sögn framkvæmdastjóra Cintamani, Einars Karls Birgissonar, þá var nokkur aðdragandi að samstarfinu. Landsliðsfólk frá Liechtenstein sem var hér við keppni á Smáþjóðaleikum 2015 hafi gefið sig á tal við starfsfólk Cintamani og spurt hvort áhugi væri á því að klæða upp landsliðið á næstu Vetrarólympíuleikum. „Við vorum á þessum tíma að hanna nýja vörulínu svo þetta kom skemmtilega inn í okkar vinnu. Við unnum þetta með þeim og það var mjög áhugavert og skemmtilegt,“ segir Einar Karl. Í hópi Liechtensteina má meðal annars finna skíðakonuna Tinu Weirather. Tina er af miklu skíðafólki komin, af þeim níu Ólympíumedalíum sem Liechtenstein hefur unnið eru sex innan fjölskyldu Tinu. Hún hefur enn fremur komist á verðlaunapall á ófáum Heimsbikarmótum. „Við erum að vonast til þess að hún vinni eitthvað, það væri mjög gaman ef það mundi nást mynd af fatnaðinum á verðlaunapalli á Ólympíuleikum,“ bætir Einar Karl við að lokum. Nú þegar hefur klæðnaður fyrirtækisins ratað fyrir augu almennings. Við setningarathöfnina var hópurinn frá Liechtenstein klæddur úlpum, buxum, húfum og vettlingum fyrirtækisins er hann gekk inn á Ólympíuleikvanginn.
Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira