Bilunin stóð í tuttugu mínútur og svo aftur í fimmtíu mínútur Atli Ísleifsson skrifar 2. febrúar 2018 11:31 Friðrik Þór Snorrason segir ekki algengt að svona bilun komi upp. RB/Vísir Friðrik Þór Snorrason, forstjóri Reiknistofu bankanna, segir að bilun hafi orðið í búnaði sem hafi svo haft keðjuverkandi áhrif sem varð til þess að landsmenn gátu ekki notast við greiðslukort eða hraðbanka á tímabili í gær. Hann segir að gripið hafi verið til ráðstafana og að fullur skilningur sé á hvað hafi gerst. Friðrik Þór segir að bilunin hafi komið upp í tvígang í gær. „Annars vegar klukkan 13 og svo aftur rétt eftir klukkan 17. Fyrra atvikið varði í tuttugu mínútur og það síðara í fimmtíu mínútur.“Ráða yfirleitt vel við álagið Hann segir að það hafi verið mánaðarmót og líkt og um öll mánaðarmót þá hafi verið mikið álag á kerfi Reiknistofu bankanna og viðskiptabankanna. „Að öllu jöfnu þá ráðum við vel við það álag, en ofan í þetta álag kom bilun í búnaði sem takmarkaði mjög afkastagetuna við afgreiðslu greiðslna og hafði keðjuverkandi áhrif.“ Friðrik Þór segir að seinna atvikið, það er það sem varð skömmu eftir klukkan 17, hafi komið á mjög kunnuglegum tíma, að vinnudegi loknum og fjölmargir hafi verið staddir í verslunum. Þetta hafi valdið truflunum í heimildargjöf debetkorta, afgreiðslukerfi bankanna og í hraðbönkum. „Þess vegna hafði þetta mjög mikil óþægindi í för með sér og þykir mjög leitt.“Óalgengt að svona komi upp Friðrik segir að ekki algengt að svona komi fyrir. „Sem betur fer er það mjög óalgengt. En þetta getur gerst og þá yfirleitt í mun skemmri tíma en varð í gær.“ Í tilkynningu frá RB kemur fram að færslur sem framkvæmdar voru oftar en einu sinni verði leiðréttar af RB í dag. Viðskiptavinir sem ekki geta beðið geti heins vegar leitað til síns viðskiptabanka. Neytendur Tengdar fréttir Bilun í posum og hraðbönkum Landsmenn urðu margir hverjir varir við bilanir í posum og hraðbönkum á öðrum tímanum í dag. 1. febrúar 2018 14:35 Mest lesið Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Bláa lónið kaupir Hoffell og stefnir á baðlón Viðskipti innlent Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur „Lafufu“ geti verið hættuleg Neytendur Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Viðskipti innlent Bird skellt í lás Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sjá meira
Friðrik Þór Snorrason, forstjóri Reiknistofu bankanna, segir að bilun hafi orðið í búnaði sem hafi svo haft keðjuverkandi áhrif sem varð til þess að landsmenn gátu ekki notast við greiðslukort eða hraðbanka á tímabili í gær. Hann segir að gripið hafi verið til ráðstafana og að fullur skilningur sé á hvað hafi gerst. Friðrik Þór segir að bilunin hafi komið upp í tvígang í gær. „Annars vegar klukkan 13 og svo aftur rétt eftir klukkan 17. Fyrra atvikið varði í tuttugu mínútur og það síðara í fimmtíu mínútur.“Ráða yfirleitt vel við álagið Hann segir að það hafi verið mánaðarmót og líkt og um öll mánaðarmót þá hafi verið mikið álag á kerfi Reiknistofu bankanna og viðskiptabankanna. „Að öllu jöfnu þá ráðum við vel við það álag, en ofan í þetta álag kom bilun í búnaði sem takmarkaði mjög afkastagetuna við afgreiðslu greiðslna og hafði keðjuverkandi áhrif.“ Friðrik Þór segir að seinna atvikið, það er það sem varð skömmu eftir klukkan 17, hafi komið á mjög kunnuglegum tíma, að vinnudegi loknum og fjölmargir hafi verið staddir í verslunum. Þetta hafi valdið truflunum í heimildargjöf debetkorta, afgreiðslukerfi bankanna og í hraðbönkum. „Þess vegna hafði þetta mjög mikil óþægindi í för með sér og þykir mjög leitt.“Óalgengt að svona komi upp Friðrik segir að ekki algengt að svona komi fyrir. „Sem betur fer er það mjög óalgengt. En þetta getur gerst og þá yfirleitt í mun skemmri tíma en varð í gær.“ Í tilkynningu frá RB kemur fram að færslur sem framkvæmdar voru oftar en einu sinni verði leiðréttar af RB í dag. Viðskiptavinir sem ekki geta beðið geti heins vegar leitað til síns viðskiptabanka.
Neytendur Tengdar fréttir Bilun í posum og hraðbönkum Landsmenn urðu margir hverjir varir við bilanir í posum og hraðbönkum á öðrum tímanum í dag. 1. febrúar 2018 14:35 Mest lesið Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Bláa lónið kaupir Hoffell og stefnir á baðlón Viðskipti innlent Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur „Lafufu“ geti verið hættuleg Neytendur Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Viðskipti innlent Bird skellt í lás Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sjá meira
Bilun í posum og hraðbönkum Landsmenn urðu margir hverjir varir við bilanir í posum og hraðbönkum á öðrum tímanum í dag. 1. febrúar 2018 14:35