Teikn á lofti um aukna verðbólgu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 4. febrúar 2018 17:22 Kristrún Frostadóttir, aðalhagfræðingur Kviku, segir brýnt að horfa til annarra áhrifaþátta en verið hefur til að meta verðbólguhorfur. Kvika Það er ekkert óeðlilegt að aðflutt vinnuafl, sem hefur verið öryggisventill Íslendinga, krefjist í auknum mæli bættra kjara í ljósi þess að það getur sótt sér betri tækifæri annars staðar. Íslendingar þurfa að aðlaga sig að aðstæðum og þróun sem er í gangi erlendis en ekki öfugt. Þetta segir Kristrún Frostadóttir, aðalhagfræðingur Kviku, var gestur Kristjáns Kristjánssonar í þjóðmálaþættinum Sprengisandi. Tilefnið var grein sem hún skrifaði í Vísbendingu, vikurit um viðskipti og efnahagsmál, en greinin hefur vakið mikla athygli. Kveikjan að grein Kristrúnar voru birting talna um vísitölu neysluverðs sem hækkaði um 2,4% á árinu 2017. Of mikið hefur verið einblínt á sömu þættina þegar verðbólguhorfur eru metnar. Undanfarið hafa kjarasamningar, húsnæðismarkaðurinn og olíuverð farið hátt í umræðunni en Kristrún segir brýnt að horfa einnig til annarra þátta sem skipti sköpum þegar komi að verðbólguspá. Kristrún bendir á að síðastliðin ár hafi margir þættir lagst með okkur, þættir á borð við lága alþjóðlega verðbólgu, lágt olíuverð, styrkingu krónunnar, erlent vinnuafl og ferðaþjónustuna. Nú séu margir þessara þátta að þróast í aðra og óhagstæðari átt. Erlent vinnuafl var og er gríðarlegur öryggisventill fyrir Íslendinga, að sögn Kristrúnar. Eftir að hafa rýnt í launatölur í byggingageiranum hafi það blasað við að launum þessa hóps hafi verið haldið niðri og það þrátt fyrir gríðarlega manneklu.Erlent verkafólk hefur reynst Íslendingum vel. Fréttablaðið/Pjetur„Í dag erum við með um fimmtán þúsund manns í vinnuaflinu sem koma frá austur Evrópu. Þetta er mjög há tala og hefur aldrei verið jafn há,“ segir Kristrún. Kristrún segir að áhugaverð þróun eigi sér stað í Póllandi nú um mundir. Hagvöxtur sé blússandi, atvinnuleysi hafi ekki verið jafn lágt frá falli Kommúnismans og að launavöxtur sé mikill. Á sama tíma og Íslendingar flytji inn Pólverja þá flytja Pólverjar inn Úkraínumenn til að mæta eftirspurninni eftir starfskrafti. Auk þessa alls sé kaupmáttur Pólverja sem búa á hinum Norðurlöndunum miklu meiri en þeirra sem hér búa. „Ef við erum raunsæ þá þarf stór hluti að koma erlendis frá. Ég er ekkert endilega að spá því að þessu fólki muni fækka en ef við erum að sjá svona mikla fjölgun þá er ekkert óeðlilegt að þetta fólk geri meiri kröfur, sérstaklega ef það verður meðvitaðra um að það er kannski verið að borga þeim lægri laun en líka vegna þess að það getur sótt sér betri tækifæri annars staðar.“ Ef Íslendingar mæta ekki þörfum þessa vinnuafls sem mikið mæðir á þá hægir á húsnæðismarkaðnum sem mun í kjölfarið valda verðbólgu. „Við erum oft blind á þessi stóru áföll sem hafa svo ofboðslega mikil áhrif á okkur,“ segir Kristrún.Eigum að endurhugsa hvar við gefum í og hvar við stígum á bremsunaKristrún leggur þunga áherslu á að við endurskoðum áherslur okkar í launamálum. Í starfsgeira eins og byggingaiðnaðinum þar sem mannekla er mikil þurfi að hækka laun en aðrar stéttir þar sem ekki er skortur á starfsfólki þurfi að halda aftur af launahækkunum. „…því eðli málsins samkvæmt, þá ættu laun og hækkanir að fylgja framleiðninni.“Í myndspilaranum hér að neðan er hægt að hlusta á viðtalið í heild sinni. Húsnæðismál Tengdar fréttir Kristrún nýr aðalhagfræðingur Kviku Kristrún Mjöll Frostadóttir hefur verið ráðin aðalhagfræðingur Kviku banka og mun hún hefja störf um miðjan janúar næstkomandi. 15. desember 2017 09:36 Mest lesið Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Sjá meira
Það er ekkert óeðlilegt að aðflutt vinnuafl, sem hefur verið öryggisventill Íslendinga, krefjist í auknum mæli bættra kjara í ljósi þess að það getur sótt sér betri tækifæri annars staðar. Íslendingar þurfa að aðlaga sig að aðstæðum og þróun sem er í gangi erlendis en ekki öfugt. Þetta segir Kristrún Frostadóttir, aðalhagfræðingur Kviku, var gestur Kristjáns Kristjánssonar í þjóðmálaþættinum Sprengisandi. Tilefnið var grein sem hún skrifaði í Vísbendingu, vikurit um viðskipti og efnahagsmál, en greinin hefur vakið mikla athygli. Kveikjan að grein Kristrúnar voru birting talna um vísitölu neysluverðs sem hækkaði um 2,4% á árinu 2017. Of mikið hefur verið einblínt á sömu þættina þegar verðbólguhorfur eru metnar. Undanfarið hafa kjarasamningar, húsnæðismarkaðurinn og olíuverð farið hátt í umræðunni en Kristrún segir brýnt að horfa einnig til annarra þátta sem skipti sköpum þegar komi að verðbólguspá. Kristrún bendir á að síðastliðin ár hafi margir þættir lagst með okkur, þættir á borð við lága alþjóðlega verðbólgu, lágt olíuverð, styrkingu krónunnar, erlent vinnuafl og ferðaþjónustuna. Nú séu margir þessara þátta að þróast í aðra og óhagstæðari átt. Erlent vinnuafl var og er gríðarlegur öryggisventill fyrir Íslendinga, að sögn Kristrúnar. Eftir að hafa rýnt í launatölur í byggingageiranum hafi það blasað við að launum þessa hóps hafi verið haldið niðri og það þrátt fyrir gríðarlega manneklu.Erlent verkafólk hefur reynst Íslendingum vel. Fréttablaðið/Pjetur„Í dag erum við með um fimmtán þúsund manns í vinnuaflinu sem koma frá austur Evrópu. Þetta er mjög há tala og hefur aldrei verið jafn há,“ segir Kristrún. Kristrún segir að áhugaverð þróun eigi sér stað í Póllandi nú um mundir. Hagvöxtur sé blússandi, atvinnuleysi hafi ekki verið jafn lágt frá falli Kommúnismans og að launavöxtur sé mikill. Á sama tíma og Íslendingar flytji inn Pólverja þá flytja Pólverjar inn Úkraínumenn til að mæta eftirspurninni eftir starfskrafti. Auk þessa alls sé kaupmáttur Pólverja sem búa á hinum Norðurlöndunum miklu meiri en þeirra sem hér búa. „Ef við erum raunsæ þá þarf stór hluti að koma erlendis frá. Ég er ekkert endilega að spá því að þessu fólki muni fækka en ef við erum að sjá svona mikla fjölgun þá er ekkert óeðlilegt að þetta fólk geri meiri kröfur, sérstaklega ef það verður meðvitaðra um að það er kannski verið að borga þeim lægri laun en líka vegna þess að það getur sótt sér betri tækifæri annars staðar.“ Ef Íslendingar mæta ekki þörfum þessa vinnuafls sem mikið mæðir á þá hægir á húsnæðismarkaðnum sem mun í kjölfarið valda verðbólgu. „Við erum oft blind á þessi stóru áföll sem hafa svo ofboðslega mikil áhrif á okkur,“ segir Kristrún.Eigum að endurhugsa hvar við gefum í og hvar við stígum á bremsunaKristrún leggur þunga áherslu á að við endurskoðum áherslur okkar í launamálum. Í starfsgeira eins og byggingaiðnaðinum þar sem mannekla er mikil þurfi að hækka laun en aðrar stéttir þar sem ekki er skortur á starfsfólki þurfi að halda aftur af launahækkunum. „…því eðli málsins samkvæmt, þá ættu laun og hækkanir að fylgja framleiðninni.“Í myndspilaranum hér að neðan er hægt að hlusta á viðtalið í heild sinni.
Húsnæðismál Tengdar fréttir Kristrún nýr aðalhagfræðingur Kviku Kristrún Mjöll Frostadóttir hefur verið ráðin aðalhagfræðingur Kviku banka og mun hún hefja störf um miðjan janúar næstkomandi. 15. desember 2017 09:36 Mest lesið Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Sjá meira
Kristrún nýr aðalhagfræðingur Kviku Kristrún Mjöll Frostadóttir hefur verið ráðin aðalhagfræðingur Kviku banka og mun hún hefja störf um miðjan janúar næstkomandi. 15. desember 2017 09:36