Glitnir greiðir tvo milljarða til ríkisins Hörður Ægisson skrifar 31. janúar 2018 09:00 Daglegum rekstri Glitnis verður hætt um mánaðamótin. Eignarhaldsfélagið Glitnir HoldCo, sem var stofnað eftir að slitabú Glitnis lauk nauðasamningum í árslok 2015, hefur gengið frá greiðslu upp á tvo milljarða króna til íslenska ríkisins. Voru fjármunirnir inntir af hendi til Lindarhvols, eignarhaldsfélags sem heldur utan um stöðugleikaeignir gömlu bankanna sem voru framseldar til ríkisins í ársbyrjun 2016, í síðasta mánuði. Greiðslan kemur til vegna þess að félagið nýtir ekki að fullu heimild sem það fékk til að draga frá allt að fimm milljarða króna af upphaflegu stöðugleikaframlagi sínu í því skyni að standa straum af rekstrarkostnaði sem stofnast til við starfsemi Glitnis á Íslandi til ársloka 2018. Innlendur rekstrarkostnaður Glitnis HoldCo hefur því numið samtals um þremur milljörðum króna á síðustu tveimur árum en félagið hefur selt nánast allar sínar eignir. Um síðustu áramót voru einungis 1,8 milljónir evra eftir af óseldum eignum og verður daglegum rekstri félagsins því hætt núna um mánaðamótin. Ólíkt Glitni HoldCo gera eignarhaldsfélögin LBI (gamli Landsbankinn) og Kaupþing hins vegar bæði ráð fyrir því að innlendur rekstrarkostnaður þeirra verði yfir fimm milljörðum á árunum 2016 til 2018. Ekki er því að vænta að félögin greiði slíkt viðbótarstöðugleikaframlag til ríkisins, líkt og Glitnir hefur gert. Eignarhaldsfélög gömlu bankanna áforma að greiða samtals marga milljarða króna í bónusgreiðslur til stjórnenda og lykilstarfsmanna, meðal annars ýmissa íslenskra starfsmanna, í samræmi við kaupaukakerfi sem hafa verið samþykkt. Þær bónusgreiðslur verða hins vegar að greiðast með erlendum eignum félaganna. Þetta var gert til að fyrirbyggja þann möguleika að stöðugleikaframlag kröfuhafa til stjórnvalda yrði minna en ella vegna milljarða bónusa til íslenskra starfsmanna þeirra eignarhaldsfélaga sem yrðu til eftir nauðasamninga gömlu bankanna.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Efnahagsmál Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Eldmóðurinn slokknar ekki þótt kertin séu orðin sjötíu Framúrskarandi fyrirtæki Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Sjá meira
Eignarhaldsfélagið Glitnir HoldCo, sem var stofnað eftir að slitabú Glitnis lauk nauðasamningum í árslok 2015, hefur gengið frá greiðslu upp á tvo milljarða króna til íslenska ríkisins. Voru fjármunirnir inntir af hendi til Lindarhvols, eignarhaldsfélags sem heldur utan um stöðugleikaeignir gömlu bankanna sem voru framseldar til ríkisins í ársbyrjun 2016, í síðasta mánuði. Greiðslan kemur til vegna þess að félagið nýtir ekki að fullu heimild sem það fékk til að draga frá allt að fimm milljarða króna af upphaflegu stöðugleikaframlagi sínu í því skyni að standa straum af rekstrarkostnaði sem stofnast til við starfsemi Glitnis á Íslandi til ársloka 2018. Innlendur rekstrarkostnaður Glitnis HoldCo hefur því numið samtals um þremur milljörðum króna á síðustu tveimur árum en félagið hefur selt nánast allar sínar eignir. Um síðustu áramót voru einungis 1,8 milljónir evra eftir af óseldum eignum og verður daglegum rekstri félagsins því hætt núna um mánaðamótin. Ólíkt Glitni HoldCo gera eignarhaldsfélögin LBI (gamli Landsbankinn) og Kaupþing hins vegar bæði ráð fyrir því að innlendur rekstrarkostnaður þeirra verði yfir fimm milljörðum á árunum 2016 til 2018. Ekki er því að vænta að félögin greiði slíkt viðbótarstöðugleikaframlag til ríkisins, líkt og Glitnir hefur gert. Eignarhaldsfélög gömlu bankanna áforma að greiða samtals marga milljarða króna í bónusgreiðslur til stjórnenda og lykilstarfsmanna, meðal annars ýmissa íslenskra starfsmanna, í samræmi við kaupaukakerfi sem hafa verið samþykkt. Þær bónusgreiðslur verða hins vegar að greiðast með erlendum eignum félaganna. Þetta var gert til að fyrirbyggja þann möguleika að stöðugleikaframlag kröfuhafa til stjórnvalda yrði minna en ella vegna milljarða bónusa til íslenskra starfsmanna þeirra eignarhaldsfélaga sem yrðu til eftir nauðasamninga gömlu bankanna.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Efnahagsmál Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Eldmóðurinn slokknar ekki þótt kertin séu orðin sjötíu Framúrskarandi fyrirtæki Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Sjá meira