Körfubolti

Kristinn fær ekki að spila með Njarðvík

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Kristinn Pálsson
Kristinn Pálsson vísir/ernir

Kristinn Pálsson gekk til liðs við Njarðvík fyrr í vetur þegar hann kom heim úr háskólaboltanum. Nú má hann hins vegar ekki leika með Njarðvík vegna málsmeðferðar hjá FIBA.

Karfan.is greindi frá þessu í dag, en búist var við Kristni í leikmannahóp Njarðvíkinga sem eru um þessar mundir að spila við ÍR í Ljónagryfjunni. Hann má ekki taka þátt í leiknum því FIBA hefur afturkallað keppnisleyfi hans.

Ástæðan er sú að lið Stella Azzura, unglingalið sem Krisinn spilaði með á Ítalíu í tvö ár, er að heimta uppeldisgreiðslur fyrir leikmanninn frá Njarðvíkingum. Stjórnarmenn Njarðvíkur segja þær kröfur á engu byggðar og ef einhver ætti að fá uppeldisbætur þá væri það Njarðvík, enda leikmaðurinn upphaflega uppalinn á Suðurnesjum.

Málið þarf að fara í gegnum meðferð FIBA og á meðan það er opið þá má Kristinn ekki spila. Það ríkir þó von um að málsmeðferð gangi hratt fyrir sig og leikurinn í kvöld verði sá eini sem Kristinn missir af.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.