Viðskipti innlent

Sprenging orðið í innflutningi á breska klósettpappír Costco

Haraldur Guðmundsson skrifar
Costco hefur flutt inn og selt breskan hreinlætispappír.
Costco hefur flutt inn og selt breskan hreinlætispappír. Fréttablaðið/Ernir

Innflutningur á salernispappír jókst um 61 prósent fyrstu sjö mánuðina eftir opnun Costco í Garðabæ miðað við sama tímabil árið á undan. Aukningin var upp á 748 tonn og má að mestu rekja til innflutnings frá Bretlandi sem stórjókst.

Nýjar tölur Hagstofu Íslands sýna að frá maíbyrjun til nóvemberloka í fyrra voru flutt hingað til lands 1.982 tonn af salernispappír. Yfir sömu mánuði 2016 nam magnið 1.233 tonnum. Í apríl í fyrra nam innflutningur frá Bretlandi 61 tonni en 194 tonnum í mánuðinum þar á eftir þegar verslun Costco var opnuð. Júní var stærsti einstaki mánuðurinn í fyrra en þá nam magnið frá Bretlandseyjum 364 tonnum eða 76 prósentum af heildarinnflutningi á salernispappír í þeim mánuði. Það land sem næst kom á eftir var Svíþjóð með 27 tonn.

Strax eftir opnun Costco hér á landi, sem er rekið af aðalskrifstofu bandaríska verslunarrisans í Bretlandi, í lok maí síðastliðins, fór að bera á miklum vinsældum Kirkland salernispappírsins sem verslunin selur.

Í frétt Fréttablaðsins um miðjan ágúst kom fram að sala íslenska framleiðslufyrirtækisins Papco á pappír og öðrum hreinlætisvörum hefði dregist saman um allt að 30 prósent. Um er að ræða eina framleiðanda landsins á hreinlætispappír sem hafði þá sagt sex starfsmönnum upp störfum, eða einni fullmannaðri vakt í framleiðslu.

Alexander Kárason, aðstoðarframkvæmdastjóri Papco, sagði þá í samtali við blaðið að Costco hefði haft mikil áhrif og Fréttablaðið vitnaði í heimildarmenn þess efnis að sala á hreinlætisvörum í öðrum verslunum hér á landi hefði dregist töluvert saman frá opnuninni í Kauptúni. Fullyrti Alexander að þær vörur væru seldar undir kostnaðarverði. Ekki náðist í stjórnendur Papco við vinnslu þessarar fréttar.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HEIMA
5,98
19
1.491.650
VIS
2,8
19
263.441
SIMINN
0,75
15
428.677
SJOVA
0,51
21
360.465
EIK
0,38
12
157.342

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
MAREL
-4,01
41
1.008.965
LEQ
-2,43
3
69.322
ICEAIR
-2,41
12
36.382
TM
-1,96
11
203.211
KVIKA
-1,94
7
168.078
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.