Papco segir upp fólki vegna komu Costco Haraldur Guðmundsson skrifar 15. ágúst 2017 06:00 Papco segja heljarinnar salernispappírssölu í Costco. vísir/ernir Sala Papco á salernispappír og öðrum hreinlætisvörum hefur dregist saman um allt að 30 prósent frá opnun Costco í Garðabæ í maí. Fyrirtækið, sem er eini framleiðandi landsins á hreinlætispappír, hefur síðan þá sagt sex starfsmönnum upp störfum eða einni fullmannaðri vakt í framleiðslu. „Staðan er sú að það er alveg heljarinnar sala búin að fara í gegnum Costco og það hefur mikil áhrif á okkur sem íslenskan framleiðanda. Þetta hefur áhrif á okkar framleiðslu og starfsemi og við höfum þurft að aðlagast þessu,“ segir Alexander Kárason, aðstoðarframkvæmdastjóri Papco, í samtali við Fréttablaðið.Alexander Kárason, aðstoðarframkvæmdastjóri Papco.vísir/ernirPapco selur vörur í heildsölu til verslana, fyrirtækja og stofnana. Um 35 manns vinna nú hjá fyrirtækinu. Costco hefur að sögn Alexanders ekki keypt vörur af Papco til smásölu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur sala á hreinlætisvörum í öðrum verslunum hér á landi dregist töluvert saman frá opnuninni í Kauptúni. „Það versta er að í Costco eru vörur seldar undir kostnaðarverði út úr búð. Það er eitthvað sem er ekki hægt að nálgast því pappírinn er náttúrulega á heimsmarkaðsverði eins og olía og stál. Samkeppni er fín og við höfum átt í mikilli samkeppni við innfluttan pappír síðustu ár og áratugi. Erlendi pappírinn hefur þannig stýrt verðlagningunni. Það sem er óskiljandi fyrir okkur er að pappírinn er töluvert ódýrari hjá Costco hér á landi heldur en hjá verslunum fyrirtækisins í Bretlandi,“ segir Alexander. Richard Kristinsson, framkvæmdastjóri Mjallar Friggjar, sem framleiðir uppþvottalög, þvottaefni og aðrar hreinlætisvörur, óttast ekki að koma Costco hafi langvarandi áhrif á rekstur fyrirtækisins. „Við erum lítið á neytendamarkaði og að því leytinu til hefur þetta engin áhrif á okkur. Þetta hefur smávægileg áhrif þegar kemur að minni fyrirtækjum sem hafa verið að versla við okkur en fara og kaupa sambærilega vöru í Costco. Hins vegar hefur komið upp að pakkningastærðir og annað hjá Costco hentar ekki og þá hafa margir komið aftur til okkar. Langvarandi og stórvægileg áhrif gagnvart okkur verða því mjög lítil,“ segir Richard. Costco Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Sala Papco á salernispappír og öðrum hreinlætisvörum hefur dregist saman um allt að 30 prósent frá opnun Costco í Garðabæ í maí. Fyrirtækið, sem er eini framleiðandi landsins á hreinlætispappír, hefur síðan þá sagt sex starfsmönnum upp störfum eða einni fullmannaðri vakt í framleiðslu. „Staðan er sú að það er alveg heljarinnar sala búin að fara í gegnum Costco og það hefur mikil áhrif á okkur sem íslenskan framleiðanda. Þetta hefur áhrif á okkar framleiðslu og starfsemi og við höfum þurft að aðlagast þessu,“ segir Alexander Kárason, aðstoðarframkvæmdastjóri Papco, í samtali við Fréttablaðið.Alexander Kárason, aðstoðarframkvæmdastjóri Papco.vísir/ernirPapco selur vörur í heildsölu til verslana, fyrirtækja og stofnana. Um 35 manns vinna nú hjá fyrirtækinu. Costco hefur að sögn Alexanders ekki keypt vörur af Papco til smásölu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur sala á hreinlætisvörum í öðrum verslunum hér á landi dregist töluvert saman frá opnuninni í Kauptúni. „Það versta er að í Costco eru vörur seldar undir kostnaðarverði út úr búð. Það er eitthvað sem er ekki hægt að nálgast því pappírinn er náttúrulega á heimsmarkaðsverði eins og olía og stál. Samkeppni er fín og við höfum átt í mikilli samkeppni við innfluttan pappír síðustu ár og áratugi. Erlendi pappírinn hefur þannig stýrt verðlagningunni. Það sem er óskiljandi fyrir okkur er að pappírinn er töluvert ódýrari hjá Costco hér á landi heldur en hjá verslunum fyrirtækisins í Bretlandi,“ segir Alexander. Richard Kristinsson, framkvæmdastjóri Mjallar Friggjar, sem framleiðir uppþvottalög, þvottaefni og aðrar hreinlætisvörur, óttast ekki að koma Costco hafi langvarandi áhrif á rekstur fyrirtækisins. „Við erum lítið á neytendamarkaði og að því leytinu til hefur þetta engin áhrif á okkur. Þetta hefur smávægileg áhrif þegar kemur að minni fyrirtækjum sem hafa verið að versla við okkur en fara og kaupa sambærilega vöru í Costco. Hins vegar hefur komið upp að pakkningastærðir og annað hjá Costco hentar ekki og þá hafa margir komið aftur til okkar. Langvarandi og stórvægileg áhrif gagnvart okkur verða því mjög lítil,“ segir Richard.
Costco Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira