Körfubolti

Kynntist loksins sigurtilfinningunni eftir 35 tapleiki í röð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Andrée Fares Michelsson.
Andrée Fares Michelsson. Vísir/Eyþór
Einn leikmaður fagnaði örugglega manna mest í Brauð og co. höllinni á Egilsstöðum í gærkvöldi þegar Höttur vann lið Þór Akureyri í æsispenanndi framlengdum leik.

Andrée Fares Michelsson átti fínan leik í gær og endaði með 13 stig, 5 fráköst og 5 stoðsendingar.

Andrée skoraði fimm af fyrstu sex stigum Hattar í framlengingunni þegar liðið breytti stöðunni úr 73-73 í 79-73 og það skipti mjög miklu máli að byrja framlenginguna svona vel.

Þessi tvítugi strákur var hinsvegar að kynnast sigurtilfinningu í fyrsta sinn í Domino´s deildinni og það þótt að það væru 476 dagar liðnir frá því að hann lék sinn fyrsta leik í deildinni 6. október 2016.

Andrée kom til Hattar í haust frá Snæfelli. Hann lék 21 deildarleik með Snæfell í fyrra og þeir töpuðust allir. Snæfell féll úr deildinni en Andrée ákvað að reyna fyrir sér hjá nýliðunum á Egilsstöðum.

Hattarliðið hafði síðan tapað fjórtán fyrstu leikjum sínum í deildinni í vetur. Andrée hafði því verið í tapliði í 35 fyrstu leikjum sínum í efstu deild á Íslandi.

Eins og sjá má á listanum hér fyrir neðan þá voru mörg þessara tapa mjög stór. 9 af 35 voru með 30 stigum eða meira, 19 af 35 voru með 20 stigum eða meira og 26 leikjanna töpuðust með 10 stigum eða meira.

Andrée Fares var með 11,7 stig, 1,8 fráköst og 1,7 stoðsendingar að meðaltali með Snæfelli í 21 leik á síðasta tímabili en á þessu tímabili er Andrée með 9,6 stig, 1,7 fráköst og 1,7 stoðsendingar að meðaltali með Hattarliðinu. Hann var með 6,0 í framlagi í leik í fyrra en er með 6,8 í framlagi í leik í vetur.

35 tapleikir Andrée Fares Michelssonar í röð:

2016-17 með Snæfelli

31 stigs tap á móti ÍR (65-96)- Skoraði 6 stig

21 stigs tap á móti Njarðvík (83-104)- Skoraði 17 stig

29 stiga tap á móti Keflavík (82-111)- Skoraði 5 stig

25 stiga tap á móti Þór Þorl. (85-110)- Skoraði 16 stig

59 stiga tap á móti Stjörnunni (51-110)- Skoraði 9 stig

43 stiga tap á móti Tindastól (57-100)- Skoraði 9 stig

3 stiga tap á móti Skallagrím (112-115)- Skoraði 34 stig

36 stiga tap á móti Grindavík (72-108)- Skoraði 6 stig

17 stiga tap á móti Haukum (78-95)- Skoraði 8 stig

36 stiga tap á móti KR (74-108)- Skoraði 15 stig

10 stiga tap á móti Þór Ak. (92-102)- Skoraði 19 stig

16 stiga tap á móti ÍR (82-98)- Skoraði 26 stig

29 stiga tap á móti Njarðvík (70-99)- Skoraði 0 stig

31 stigs tap á móti Þór Þorl. (68-99)- Skoraði 7 stig

24 stiga tap á móti Stjörnunni (77-101)- Skoraði 15 stig

45 stiga tap á móti Tindastól (59-104)- Skoraði 16 stig

3 stiga tap á moti Skallagrím (119-122)- Skoraði 13 stig

8 stiga tap á móti Grindavík (80-88)- Skoraði 9 stig

19 stiga tap á móti Haukum (83-102)- Skoraði 2 stig

20 stiga tap á móti KR (67-87)- Skoraði 13 stig

27 stiga tap á móti Þór Ak. (62-89)- Skoraði 1 stig

2017-18 með Hetti

24 stiga tap á móti ÍR (64-88) - Skoraði 10 stig

6 stiga tap á móti Val (93-99) - Skoraði 11 stig

8 stig tap á móti Þór Ak. (85-93) - Skoraði 6 stig

30 stiga tap á móti Grindavík (70-100) - Skoraði 7 stig

19 stiga tap á móti Haukum (86-105) - Skoraði 12 stig

26 stiga tap á móti Keflavík (66-92) - Skoraði 10 stig

29 stiga tap á móti Tindastól (62-91) - Skoraði 3 stig

9 stiga tap á móti Þór Þorl. (81-90) - Skoraði 12 stig

9 stiga tap á móti KR (81-90)- Skoraði 20 stig

9 stiga tap á móti Njarðvík (77-86) - Skoraði 4 stig

33 stiga tap á móti Stjörnunni (69-102)- Skoraði 14 stig

16 stiga tap á móti ÍR (74-90)- Skoraði 8 stig

8 stiga tap á móti Val (94-102)- Skoraði 4 stig

11 stiga sigur á Þór Ak. (86-75)- Skoraði 13 stig
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.