Viðskipti innlent

Gjaldeyrisforði minnkaði og krónan veiktist um 0,7 prósent

Daníel Freyr Birkisson skrifar
Gjaldeyrisforðinn minnkaði á árinu vegna uppgreiðslna á erlendum lánum ríkissjóðs og kaupa á aflandskrónueignum.
Gjaldeyrisforðinn minnkaði á árinu vegna uppgreiðslna á erlendum lánum ríkissjóðs og kaupa á aflandskrónueignum. Vísir/Andri Marínó
Gengi krónunnar veiktist um 0,7 prósent frá upphafi og til loka 2017 og dróst velta á millibankamarkaði saman um 42 prósent frá fyrra ári. Seðlabankinn beitti inngripum á gjaldeyrismarkaði, þá einkum á fyrri hluta ársins, og dró með því úr sveiflum í gengi krónunnar.

Í tilkynningu frá Seðlabanka Íslands kemur fram að hrein gjaldeyriskaup bankans á millibankamarkaði hafi numið 70,3 milljörðum króna. Sveiflur í gengi krónunnar urðu mun meiri en fyrri ár og má rekja það til losunar fjármagnshafta og mismunandi væntinga um gengisþróun framan af ári.

Þá segir að mikilvæg skref hafi verið stigin við losun fjármagnshafta en veittar voru almennar undanþágur frá flestum takmörkunum á fjármagsnflutninga með breytingunum á reglugerð í mars.

Gjaldeyrisforðinn minnkaði á árinu vegna uppgreiðslna á erlendum lánum ríkissjóðs og kaupa á aflandskrónueignum. Segir þó að hann sé enn stór í sögulegu samhengi en í árslok nam hann jafnvirði 27 prósent af vergri landsframleiðslu (VLF).


Tengdar fréttir

Óbreyttir stýrivextir

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 4,25%.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×