Handbolti

Arnór: Spenntir að sjá hvar við stöndum

Henry Birgir Gunnarsson í Split skrifar
Arnór á æfingu landsliðsins í gær.
Arnór á æfingu landsliðsins í gær. vísir/ernir
Reynsluboltinn Arnór Atlason er mættur á enn eitt stórmótið með íslenska landsliðinu í handknattleik og er vel gíraður.

„Tilfinningin er góð enda er þetta alltaf spenanndi. Það er mikil eftirvænting þegar kemur að stórmótum. Við erum búnir að bíða eftir þessu síðan við tryggðum okkur inn síðasta sumar. Við erum spenntir að sjá hvar við stöndum,“ segir hinn 33 ára gamli Arnór þá nýkominn af enn einni landsliðsæfingunni. Hann er nýbúinn að spila sinn 200. landsleik og fleiri bætast við á næstu dögum.

Meiðsli hafa farið frekar illa með Akureyringinn síðustu ár en hann hefur alltaf harkað af sér og mætt á stórmótin með landsliðinu. Hann vill ekki gefa út neinar yfirlýsingar um hvort þetta verði hans síðasta.

„Maður tekur bara eitt verkefni í einu og svo verður þjálfarinn að meta það hvort maður sé að gera eitthvað gagn. Ég held áfram á meðan ég geri eitthvað gagn.“

Arnór hefur ekki spilað mikið í vetur vegna meiðsla en er að koma til Króatíu í fínu standi.

„Ég meiddist síðast í nóvember og var frá í mánuð. Spilaði svo mikið í síðustu þremur leikjunum fyrir jól. Eigum við ekki að segja að ég hafi fengið góðan mánuð til þess að undirbúa mig líkamlega fyrir þetta mót,“ segir Arnór léttur en hann vildi ekki vera með neinar stórar yfirlýsingar um hvaða væntingar hann gerði til liðsins á þessu móti.

Viðtalið í heild sinni má sjá hér að neðan.

Leikur Íslands og Svíþjóðar hefst klukkan 17.15 og er í beinni textalýsingu á Vísi.




Tengdar fréttir

Finnur alltaf fyrir stórmótsfiðringi

Heimsmethafinn Guðjón Valur Sigurðsson er á sínu 21. stórmóti á löngum og glæsilegum ferli. Hann er fullur tilhlökkunar fyrir fyrsta leik sem er gegn skemmtilegu liði Svía.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×