Hótelið er fimm stjörnu og um fimmtán mínútum frá miðbæ Split. Þar liggur þetta hótel við sjóinn, ströndina og snekkjurnar. Veðrið er líka gott og því væsir ekki um okkar menn.
Þeir voru eðlilega í góðu skapi er þeir hittu fjölmiðlamenn á hótelinu upp úr hádegi. Svo fengu þeir nokkra klukkutíma í frí sem þeir gátu nýtt í að hitta ættingja og vini sem þegar voru farnir að streyma upp á hótel er fjölmiðlamenn bar að garði.
Í kvöld er svo æfing í keppnishöllinni þar sem unnið verður að því að leggja sterkt lið Króata annað kvöld.

