Íslenski boltinn

Landsliðskonur flúðu Ítalíu eftir brot á samningum | Látnar búa í óíbúðarhæfu húsi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Berglind Björg Þorvaldsdóttir.
Berglind Björg Þorvaldsdóttir. Vísir/Anton

Íslensku landsliðskonurnar Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Arna Sif Ásgrímsdóttir hafa spilað sinn síðasta leik fyrir ítalska félagið Verona.

Morgunblaðið segir frá því í morgun að báðar séu þær staddar á Íslandi og voru þannig ekki með Verona liðinu í fyrsta leiknum eftir jólafrí.

Stelpurnar vildu ekki tjá sig um málið við Sindra Sverrisson á Morgunblaðinu en vísuðu á Leikmannasamtök Íslands. Þar ræddi Kristinn Björgúlfsson, framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands mál þeirra Berglindar og Örnu.

„Það liggur alveg ljóst fyrir að það er búið að brjóta samninga við þær í bak og fyrir, og það er bara verið að reyna finna lausn á því hvernig hægt er að leysa þetta,“ sagði Kristinn við Morgunblaðið og bætti svo við:

„Brotin felast meðal annars í því að launagreiðslur hafa borist seint, húsnæði var útvegað seint auk þess sem það var engan veginn íbúarhæft, og fleira. Vandamálið er kannski að það sem okkur finnst í lagi finnst þeim ekki í lagi,“ sagði Kristinn.

Báðar mun þær Berglind og Arna Sif væntanlega spila í Pepsi deild kvenna næsta sumar. Berglind ætlaði alltaf að spila með Breiðabliki en valið hjá Örnu Sif stendur á milli þess að leika áfram með Val eða ganga í raðir Þórs/KA, hennar uppeldisfélags.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.