Aðalmeðferð í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis hafin Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. janúar 2018 09:40 Lárus Welding mætir í dómsal í morgun. Vísir/Anton Brink Aðalmeðferð er hafin í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis í Héraðsdómi Reykjavíkur. Ákæra í málinu var gefin út í mars fyrir tveimur árum og málið þingfest mánuði síðar. Fimm eru ákærðir í málinu. Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, er ákærður fyrir markaðsmisnotkun og umboðssvik. Þá er Jóhannes Baldursson, sem var framkvæmdastjóri markaðsviðskipta bankans, ákærður fyrir markaðsmisnotkun. Þeir Valgarð Már Valgarðsson, Jónas Guðmundsson og Pétur Jónsson, fyrrverandi starfsmenn eigin viðskipta Glitnis, einnig ákærðir fyrir markaðsmisnotkun. Verjendur og skjólstæðingar gera allt klárt fyrir aðalmeðferðina í morgun.Vísir/Anton BrinkTeknar verða skýrslur af fjórum ákærðu í dag og svo Lárusi Welding á morgun. Hann er þó mættur í dómssal og fylgist með því sem fram fer. Þegar málið var þingfest í apríl 2016 neituðu fimmmenningarnir allir sök. Málinu svipar mjög til tveggja annarra markaðsmisnotkunarmála sem sérstakur saksóknari, nú héraðssaksóknari, höfðaði á hendur stjórnendum í hinum stóru bönkunum tveimur fyrir hrun, Kaupþingi og Landsbankanum. Fylgst verður með gangi mála í dómsal á Vísi en tæplega 50 vitni munu koma fyrir dóminn. Áætlað er að skýrslutökur standi yfir til 24. janúar, þá verði gert nokkurra daga hlé áður en aðalmeðferð lýkur með málflutningi 1. og 2. febrúar miðað við dagskrá dómstólsins.Nánar má kynna sér efni ákærunnar hér. Markaðsmisnotkun í Glitni Mest lesið Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Atvinnulíf Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Neytendur Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Viðskipti innlent Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Steinar Waage opnar á Akureyri Viðskipti innlent Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Sjá meira
Aðalmeðferð er hafin í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis í Héraðsdómi Reykjavíkur. Ákæra í málinu var gefin út í mars fyrir tveimur árum og málið þingfest mánuði síðar. Fimm eru ákærðir í málinu. Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, er ákærður fyrir markaðsmisnotkun og umboðssvik. Þá er Jóhannes Baldursson, sem var framkvæmdastjóri markaðsviðskipta bankans, ákærður fyrir markaðsmisnotkun. Þeir Valgarð Már Valgarðsson, Jónas Guðmundsson og Pétur Jónsson, fyrrverandi starfsmenn eigin viðskipta Glitnis, einnig ákærðir fyrir markaðsmisnotkun. Verjendur og skjólstæðingar gera allt klárt fyrir aðalmeðferðina í morgun.Vísir/Anton BrinkTeknar verða skýrslur af fjórum ákærðu í dag og svo Lárusi Welding á morgun. Hann er þó mættur í dómssal og fylgist með því sem fram fer. Þegar málið var þingfest í apríl 2016 neituðu fimmmenningarnir allir sök. Málinu svipar mjög til tveggja annarra markaðsmisnotkunarmála sem sérstakur saksóknari, nú héraðssaksóknari, höfðaði á hendur stjórnendum í hinum stóru bönkunum tveimur fyrir hrun, Kaupþingi og Landsbankanum. Fylgst verður með gangi mála í dómsal á Vísi en tæplega 50 vitni munu koma fyrir dóminn. Áætlað er að skýrslutökur standi yfir til 24. janúar, þá verði gert nokkurra daga hlé áður en aðalmeðferð lýkur með málflutningi 1. og 2. febrúar miðað við dagskrá dómstólsins.Nánar má kynna sér efni ákærunnar hér.
Markaðsmisnotkun í Glitni Mest lesið Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Atvinnulíf Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Neytendur Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Viðskipti innlent Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Steinar Waage opnar á Akureyri Viðskipti innlent Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Sjá meira