Viðskipti innlent

Breytt framkvæmdastjórn Samskipa

Daníel Freyr Birkisson skrifar
Gunnar Kvaran hefur, ásamt Birgi Gunnarssyni, tekið sæti í framkvæmdastjórn Samskipa.
Gunnar Kvaran hefur, ásamt Birgi Gunnarssyni, tekið sæti í framkvæmdastjórn Samskipa. vísir/ernir

Um áramótin tók gildi nýtt skipurit Samskipa en millilandasvið var þá lagt af og í stað þess koma þrjú ný svið, rekstrarsvið, innflutningssvið og útflutningssvið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

Í kjölfar breytinganna hefur Guðmundur Þór Guðmundsson verið ráðinn framkvæmdastjóri rekstrarsviðs en hann gegndi áður starfi framkvæmdastjóra millilandasviðs. Þá verða Birgir Gunnarsson og Gunnar Kvaran, sem stýrt hafa innflutnings- og útflutningsdeildum Samskipa, framkvæmdastjórar innflutningssviðs og útflutningssviðs og taka um leið sæti í framkvæmdastjórn.

Hlutverk rekstrarsviðs er að tryggja skilvirka, áreiðanlega og hagkvæma þjónustu í grunnkerfum Samskipa, auka kostnaðarvitund og rekstrarlega færni og leggja með þeim hætti grunn að samkeppnishæfni fyrirtækisins. Innflutnings- og útflutningssvið bera svo hvort um sig, líkt og innanlandssvið, ábyrgð á tekjumyndun félagsins, þjónustu við viðskiptavini og þróun þjónustunnar í samræmi við þarfir viðskiptavina á hverjum tíma.

Birgir Gunnarsson. samskip

Birgir Gunnarsson hefur starfað hjá Samskipum frá 2008, síðast sem forstöðumaður innflutningsdeildar frá 2017.

Þar áður var hann forstöðumaður Íslandsdeildar Samskipa í Hollandi og þar á undan viðskiptastjóri í útflutningsdeild Samskipa.

Hann er menntaður sjávarútvegsfræðingur frá Háskólanum á Akureyri þaðan sem hann útskrifaðist árið 2000. Maki Birgis er Ásthildur Björnsdóttir hjúkrunarfræðingur og eiga þau tvær dætur.

Gunnar Kvaran, sem nú tekur sæti framkvæmdastjórn og stýrir útflutningssviði, hefur starfað hjá Samskipum óslitið frá 1995. Frá 2007 hefur Gunnar verið forstöðumaður útflutningsdeildar. Þar áður var hann forstöðumaður á skrifstofum Samskipa í Bandaríkjunum. Gunnar er menntaður kennari frá Kennaraháskóla Íslands 1997. Maki hans er Ásdís Björk Jónsdóttir kennari og eiga þau þrjár dætur.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
KVIKA
0,78
4
241.107
HAGA
0,58
1
252
REITIR
0,33
4
31.487
ARION
0,25
3
15.919
REGINN
0,12
1
242

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
BRIM
-2,77
9
131.656
SKEL
-1,15
1
11.580
SYN
-0,94
4
25.388
FESTI
-0,59
1
25
VIS
-0,39
2
196
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.