Breytt framkvæmdastjórn Samskipa Daníel Freyr Birkisson skrifar 2. janúar 2018 09:49 Gunnar Kvaran hefur, ásamt Birgi Gunnarssyni, tekið sæti í framkvæmdastjórn Samskipa. vísir/ernir Um áramótin tók gildi nýtt skipurit Samskipa en millilandasvið var þá lagt af og í stað þess koma þrjú ný svið, rekstrarsvið, innflutningssvið og útflutningssvið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Í kjölfar breytinganna hefur Guðmundur Þór Guðmundsson verið ráðinn framkvæmdastjóri rekstrarsviðs en hann gegndi áður starfi framkvæmdastjóra millilandasviðs. Þá verða Birgir Gunnarsson og Gunnar Kvaran, sem stýrt hafa innflutnings- og útflutningsdeildum Samskipa, framkvæmdastjórar innflutningssviðs og útflutningssviðs og taka um leið sæti í framkvæmdastjórn. Hlutverk rekstrarsviðs er að tryggja skilvirka, áreiðanlega og hagkvæma þjónustu í grunnkerfum Samskipa, auka kostnaðarvitund og rekstrarlega færni og leggja með þeim hætti grunn að samkeppnishæfni fyrirtækisins. Innflutnings- og útflutningssvið bera svo hvort um sig, líkt og innanlandssvið, ábyrgð á tekjumyndun félagsins, þjónustu við viðskiptavini og þróun þjónustunnar í samræmi við þarfir viðskiptavina á hverjum tíma.Birgir Gunnarsson.samskipBirgir Gunnarsson hefur starfað hjá Samskipum frá 2008, síðast sem forstöðumaður innflutningsdeildar frá 2017. Þar áður var hann forstöðumaður Íslandsdeildar Samskipa í Hollandi og þar á undan viðskiptastjóri í útflutningsdeild Samskipa. Hann er menntaður sjávarútvegsfræðingur frá Háskólanum á Akureyri þaðan sem hann útskrifaðist árið 2000. Maki Birgis er Ásthildur Björnsdóttir hjúkrunarfræðingur og eiga þau tvær dætur. Gunnar Kvaran, sem nú tekur sæti framkvæmdastjórn og stýrir útflutningssviði, hefur starfað hjá Samskipum óslitið frá 1995. Frá 2007 hefur Gunnar verið forstöðumaður útflutningsdeildar. Þar áður var hann forstöðumaður á skrifstofum Samskipa í Bandaríkjunum. Gunnar er menntaður kennari frá Kennaraháskóla Íslands 1997. Maki hans er Ásdís Björk Jónsdóttir kennari og eiga þau þrjár dætur. Ráðningar Mest lesið Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Viðskipti innlent Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Sjá meira
Um áramótin tók gildi nýtt skipurit Samskipa en millilandasvið var þá lagt af og í stað þess koma þrjú ný svið, rekstrarsvið, innflutningssvið og útflutningssvið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Í kjölfar breytinganna hefur Guðmundur Þór Guðmundsson verið ráðinn framkvæmdastjóri rekstrarsviðs en hann gegndi áður starfi framkvæmdastjóra millilandasviðs. Þá verða Birgir Gunnarsson og Gunnar Kvaran, sem stýrt hafa innflutnings- og útflutningsdeildum Samskipa, framkvæmdastjórar innflutningssviðs og útflutningssviðs og taka um leið sæti í framkvæmdastjórn. Hlutverk rekstrarsviðs er að tryggja skilvirka, áreiðanlega og hagkvæma þjónustu í grunnkerfum Samskipa, auka kostnaðarvitund og rekstrarlega færni og leggja með þeim hætti grunn að samkeppnishæfni fyrirtækisins. Innflutnings- og útflutningssvið bera svo hvort um sig, líkt og innanlandssvið, ábyrgð á tekjumyndun félagsins, þjónustu við viðskiptavini og þróun þjónustunnar í samræmi við þarfir viðskiptavina á hverjum tíma.Birgir Gunnarsson.samskipBirgir Gunnarsson hefur starfað hjá Samskipum frá 2008, síðast sem forstöðumaður innflutningsdeildar frá 2017. Þar áður var hann forstöðumaður Íslandsdeildar Samskipa í Hollandi og þar á undan viðskiptastjóri í útflutningsdeild Samskipa. Hann er menntaður sjávarútvegsfræðingur frá Háskólanum á Akureyri þaðan sem hann útskrifaðist árið 2000. Maki Birgis er Ásthildur Björnsdóttir hjúkrunarfræðingur og eiga þau tvær dætur. Gunnar Kvaran, sem nú tekur sæti framkvæmdastjórn og stýrir útflutningssviði, hefur starfað hjá Samskipum óslitið frá 1995. Frá 2007 hefur Gunnar verið forstöðumaður útflutningsdeildar. Þar áður var hann forstöðumaður á skrifstofum Samskipa í Bandaríkjunum. Gunnar er menntaður kennari frá Kennaraháskóla Íslands 1997. Maki hans er Ásdís Björk Jónsdóttir kennari og eiga þau þrjár dætur.
Ráðningar Mest lesið Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Viðskipti innlent Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Sjá meira