Samkeppnisyfirvöld rannsaka samstarf evrópskra matvörurisa Kristinn Ingi Jónsson skrifar 17. júlí 2018 06:00 Margar evrópskar matvörukeðjur sameinast um innkaup. Vísir/Getty Frönsk samkeppnisyfirvöld hyggjast taka til skoðunar hvort samstarf nokkurra stærstu matvörurisa í Evrópu á sviði innkaupa brjóti gegn samkeppnisreglum. Frá þessu greindu þau í gær. Lagt verður mat á samkeppnisleg áhrif samvinnunnar á bæði birgja og neytendur, að sögn franskra yfirvalda. Margar evrópskar matvörukeðjur hafa brugðist við breyttu samkeppnisumhverfi með því að sameinast um innkaup og ná fram, í krafti stærðar, sem hagstæðustum kjörum hjá birgjum. Fyrr í mánuðinum tilkynntu Tesco og Carrefour, stærstu matvörukeðjur álfunnar, um áform sín um að sameina markaðsstyrk sinn með því að kaupa sameiginlega inn vörur. Samstarf keðjanna gildir til þriggja ára. Áður höfðu Carrefour og Système U hafið innkaupasamstarf á heimamarkaði sínum í Frakklandi og það sama gildir jafnframt um keðjurnar Auchan, Casino, Shiever og Metro, að því er segir í frétt The Financial Times. Frönsk samkeppnisyfirvöld hyggjast rannsaka umrædd samstarfsverkefni en í tilkynningu sögðust þau ætla að ræða við helstu birgja og keppinauta matvörukeðjanna. „Rannsóknin kemur ekki á óvart, sagði Bruno Monteyne,“ greinandi hjá Bernstein. Í ljósi erfiðs rekstrarumhverfis matvöruverslana væri hins vegar ólíklegt að stjórnmálamenn myndu vilja leggja stein í götu þeirra. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Verslunarrisar mættir til leiks Viðskipti innlent Vill að Alþingi skipi rannsóknarnefnd vegna forsætisráðherra Viðskipti innlent Launin reyndust tæp hálf milljón á mánuði Viðskipti innlent 60 kílómetrar af Glamour komið í verslanir Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Áhersla á sjálfbærni í nýrri leigu og fagverslun BYKO Samstarf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Frönsk samkeppnisyfirvöld hyggjast taka til skoðunar hvort samstarf nokkurra stærstu matvörurisa í Evrópu á sviði innkaupa brjóti gegn samkeppnisreglum. Frá þessu greindu þau í gær. Lagt verður mat á samkeppnisleg áhrif samvinnunnar á bæði birgja og neytendur, að sögn franskra yfirvalda. Margar evrópskar matvörukeðjur hafa brugðist við breyttu samkeppnisumhverfi með því að sameinast um innkaup og ná fram, í krafti stærðar, sem hagstæðustum kjörum hjá birgjum. Fyrr í mánuðinum tilkynntu Tesco og Carrefour, stærstu matvörukeðjur álfunnar, um áform sín um að sameina markaðsstyrk sinn með því að kaupa sameiginlega inn vörur. Samstarf keðjanna gildir til þriggja ára. Áður höfðu Carrefour og Système U hafið innkaupasamstarf á heimamarkaði sínum í Frakklandi og það sama gildir jafnframt um keðjurnar Auchan, Casino, Shiever og Metro, að því er segir í frétt The Financial Times. Frönsk samkeppnisyfirvöld hyggjast rannsaka umrædd samstarfsverkefni en í tilkynningu sögðust þau ætla að ræða við helstu birgja og keppinauta matvörukeðjanna. „Rannsóknin kemur ekki á óvart, sagði Bruno Monteyne,“ greinandi hjá Bernstein. Í ljósi erfiðs rekstrarumhverfis matvöruverslana væri hins vegar ólíklegt að stjórnmálamenn myndu vilja leggja stein í götu þeirra.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Verslunarrisar mættir til leiks Viðskipti innlent Vill að Alþingi skipi rannsóknarnefnd vegna forsætisráðherra Viðskipti innlent Launin reyndust tæp hálf milljón á mánuði Viðskipti innlent 60 kílómetrar af Glamour komið í verslanir Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Áhersla á sjálfbærni í nýrri leigu og fagverslun BYKO Samstarf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira