Markaðsmisnotkun í Glitni: Orðalag bankamanna beri ekki að skilja of bókstaflega 18. janúar 2018 15:00 Málið er afar umfangsmikið. Vísir/Anton Ákveðin orðanotkun myndaðist í daglegum samskiptum starfsmanna Glitnis sem beri ekki alltaf að taka bókstaflega. Þetta er meðal þess sem kom fram í aðalmeðferð í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þannig sé oft um að ræða grín í orðalagi sem komi fram í samskiptum starfsmanna eigin viðskipta Glitnis við starfsmenn verðbréfamiðlunar. Meðal gagna í málinu er símasamtal Jónasar Guðmundssonar, fyrrverandi starfsmanns eigin viðskipta Glitnis og Stefáns Hrafns Jónssonar, fyrrverandi starfsmanns verðbréfamiðlunar bankans. Þar er haft eftir Jónasi: „Djöfull ertu erfiður maður, veistu ekki að ég er að reyna að hækka markaðinn?“Ýmsir frasar notaðir Í skýrslu sinni fyrir dómi í gær bar Jónas fyrir sig að líklega væri um grín að ræða og tók Stefán Hrafn undir þá skýringu þegar hann bar vitni fyrir dómi í dag. Sveinbjörn Sveinbjörnsson, sem einnig bar vitni í dag, sagði einnig að um ákveðna menningu væri að ræða þegar hann var spurður um símtal milli hans og Jónasar. Þar segir Jónas: „Þurfum við ekki aðeins að reyna að hækka þetta?“ og Sveinbjörn svarar „Já ég held það, mér líst þannig á það.“ Sveinbjörn sagði að þeir Jónas hefðu verið góðir félagar og þekkst áður en þeir byrjuðu að vinna saman. „Þegar ég er að tala við Jónas, eða hvern sem er, þá eru alls konar frasar notaðir til að átta sig á hvort sá aðili sé kaupandi eða seljandi eða hvaða „view“ hann hefur á markaðinn.“ Dómsmál Markaðsmisnotkun í Glitni Tengdar fréttir Markaðsmisnotkun í Glitni: „Ég er alveg sammála því að þetta sé óheppilegt“ Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis og einn ákærðu í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis, sagði fyrir dómi í morgun að hann hafi reynt eftir bestu getu að bregðast við breyttum aðstæðum á markaði í tíð sinni sem forstjóri bankans. 18. janúar 2018 10:42 Markaðsmisnotkun í Glitni: Segir stjórn bankans hafa samþykkt lánveitingarnar Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis og einn ákærðu í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis, sagði fyrir dómi í morgun að frágangur lánveitinga til fjórtán einkahlutafélaga í eigu jafnmargra starfsmanna glitnis hafi ekki verið til fyrirmyndar. 18. janúar 2018 12:08 Markaðsmisnotkun í Glitni: Talaði um að komast að niðurstöðu með „Lalla“ Eina skiptið sem ég hitti Lárus var þegar ég var nýr í deildinni þá tók hann í hendina á mér og bauð mig velkominn. Ég átti engin önnur samskipti við hann þegar ég var þarna, segir Valgarð Valgarðsson, einn ákærðu. 17. janúar 2018 14:11 Mest lesið „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Sjá meira
Ákveðin orðanotkun myndaðist í daglegum samskiptum starfsmanna Glitnis sem beri ekki alltaf að taka bókstaflega. Þetta er meðal þess sem kom fram í aðalmeðferð í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þannig sé oft um að ræða grín í orðalagi sem komi fram í samskiptum starfsmanna eigin viðskipta Glitnis við starfsmenn verðbréfamiðlunar. Meðal gagna í málinu er símasamtal Jónasar Guðmundssonar, fyrrverandi starfsmanns eigin viðskipta Glitnis og Stefáns Hrafns Jónssonar, fyrrverandi starfsmanns verðbréfamiðlunar bankans. Þar er haft eftir Jónasi: „Djöfull ertu erfiður maður, veistu ekki að ég er að reyna að hækka markaðinn?“Ýmsir frasar notaðir Í skýrslu sinni fyrir dómi í gær bar Jónas fyrir sig að líklega væri um grín að ræða og tók Stefán Hrafn undir þá skýringu þegar hann bar vitni fyrir dómi í dag. Sveinbjörn Sveinbjörnsson, sem einnig bar vitni í dag, sagði einnig að um ákveðna menningu væri að ræða þegar hann var spurður um símtal milli hans og Jónasar. Þar segir Jónas: „Þurfum við ekki aðeins að reyna að hækka þetta?“ og Sveinbjörn svarar „Já ég held það, mér líst þannig á það.“ Sveinbjörn sagði að þeir Jónas hefðu verið góðir félagar og þekkst áður en þeir byrjuðu að vinna saman. „Þegar ég er að tala við Jónas, eða hvern sem er, þá eru alls konar frasar notaðir til að átta sig á hvort sá aðili sé kaupandi eða seljandi eða hvaða „view“ hann hefur á markaðinn.“
Dómsmál Markaðsmisnotkun í Glitni Tengdar fréttir Markaðsmisnotkun í Glitni: „Ég er alveg sammála því að þetta sé óheppilegt“ Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis og einn ákærðu í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis, sagði fyrir dómi í morgun að hann hafi reynt eftir bestu getu að bregðast við breyttum aðstæðum á markaði í tíð sinni sem forstjóri bankans. 18. janúar 2018 10:42 Markaðsmisnotkun í Glitni: Segir stjórn bankans hafa samþykkt lánveitingarnar Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis og einn ákærðu í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis, sagði fyrir dómi í morgun að frágangur lánveitinga til fjórtán einkahlutafélaga í eigu jafnmargra starfsmanna glitnis hafi ekki verið til fyrirmyndar. 18. janúar 2018 12:08 Markaðsmisnotkun í Glitni: Talaði um að komast að niðurstöðu með „Lalla“ Eina skiptið sem ég hitti Lárus var þegar ég var nýr í deildinni þá tók hann í hendina á mér og bauð mig velkominn. Ég átti engin önnur samskipti við hann þegar ég var þarna, segir Valgarð Valgarðsson, einn ákærðu. 17. janúar 2018 14:11 Mest lesið „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Sjá meira
Markaðsmisnotkun í Glitni: „Ég er alveg sammála því að þetta sé óheppilegt“ Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis og einn ákærðu í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis, sagði fyrir dómi í morgun að hann hafi reynt eftir bestu getu að bregðast við breyttum aðstæðum á markaði í tíð sinni sem forstjóri bankans. 18. janúar 2018 10:42
Markaðsmisnotkun í Glitni: Segir stjórn bankans hafa samþykkt lánveitingarnar Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis og einn ákærðu í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis, sagði fyrir dómi í morgun að frágangur lánveitinga til fjórtán einkahlutafélaga í eigu jafnmargra starfsmanna glitnis hafi ekki verið til fyrirmyndar. 18. janúar 2018 12:08
Markaðsmisnotkun í Glitni: Talaði um að komast að niðurstöðu með „Lalla“ Eina skiptið sem ég hitti Lárus var þegar ég var nýr í deildinni þá tók hann í hendina á mér og bauð mig velkominn. Ég átti engin önnur samskipti við hann þegar ég var þarna, segir Valgarð Valgarðsson, einn ákærðu. 17. janúar 2018 14:11