Pöntun Emirates bjargaði smíði Airbus risaþotunnar Kristján Már Unnarsson skrifar 18. janúar 2018 20:30 Emirates er langstærsti flugrekandi A380 og fékk nýlega sína 100. þotu afhenta. Mynd/Airbus. Framleiðslu stærstu farþegaþotu heims, Airbus A380, var bjargað í dag þegar Emirates-flugfélagið pantaði allt að 36 eintök. Airbus hefði að öðrum kosti hætt smíði risaþotunnar vegna sölutregðu. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2 og sýndar myndir úr verksmiðjum Airbus í Toulouse í Frakklandi. Ekki eru nema tíu ár frá því Airbus A380 þotan var tekin í notkun. Þessi stærsta farþegaþota heims getur tekið allt að 850 farþega á tveimur hæðum en algengast er að hún sé innréttuð með um 500 sætum. Sem flaggskipi Airbus var henni ætlað að skáka júmbó-þotum Boeing og sýna umheiminum að evrópski flugvélaframleiðandinn væri kominn fram úr þeim bandaríska. Þróunarkostnaður vélarinnar varð hins vegar nærri þrefalt meiri en upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir, tafir urðu á framleiðslu hennar, en það sem verra var: Þegar hún loksins var tilbúin höfðu flugfélög misst áhuga á að reka fjögurra hreyfla þotur þegar fram komu hagkvæmari tveggja hreyfla stórar breiðþotur.Stjórnarformaður Emirates, Sjeik Ahmed bin Saeed Al Maktoum, og John Leahy, sölustjóri Airbus, undirrituðu samningana í höfuðstöðvum flugfélagsins í Dubai í morgun.Mynd/Airbus.Af samtals 317 seldum þar til í dag höfðu 222 eintök verið afhent til 13 flugfélaga. Pantanir reyndust mun færri en Airbus hafði vonast til og síðustu tvö ár barst engin ný pöntun. Það stefndi því í að smíði þotunnar yrði hætt og staðfesti Airbus í síðustu viku að fyrirtækið ætti ekki annan kost en að loka framleiðslulínunni ef ekki seldust fleiri vélar. Í dag birtist svo bjargvætturinn í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, Emirates-flugfélagið í Dubai, sem skrifaði undir skuldbindandi samninga um 20 þotur með valkosti um 16 aðrar til viðbótar. Samkvæmt verðlista kostar hvert eintak um 45 milljarða króna en samningurinn tryggir að risaþotan verður framleidd að minnsta kosti í tíu ár í viðbót. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Risaþotan loksins komin í loftið A380 risaþota frá samevrópsku flugvélasmiðjunni Airbus fór í loftið frá flugvelli í Toulouse í Frakklandi dag. Þetta var fyrsta tilraunaflug vélarinnar af fjórum í vikunni með áhöfn og farþega innanborðs. Flugið tekur sjö klukkustundir en farþegarnir, sem voru allir starfsmenn Airbus, munu gera prófanir á vélinni, sem er ein þeirra stærstu í heimi. 4. september 2006 13:10 Tafir á afhendingu risaþota frá Airbus Mörg af stærstu flugfélögum í heimi munu vera að endurskoða pantanir sínar á A380 risaþotum eftir að stjórn EADS, móðurfélags evrópska flugvélaframleiðandans Airbus, greindi frá því að afhending á risaþotunum myndi dragast fram á haustið 2007. 4. október 2006 09:01 Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 „Svolítið blind á það hversu mikið forréttindafólk við erum“ Sjá meira
Framleiðslu stærstu farþegaþotu heims, Airbus A380, var bjargað í dag þegar Emirates-flugfélagið pantaði allt að 36 eintök. Airbus hefði að öðrum kosti hætt smíði risaþotunnar vegna sölutregðu. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2 og sýndar myndir úr verksmiðjum Airbus í Toulouse í Frakklandi. Ekki eru nema tíu ár frá því Airbus A380 þotan var tekin í notkun. Þessi stærsta farþegaþota heims getur tekið allt að 850 farþega á tveimur hæðum en algengast er að hún sé innréttuð með um 500 sætum. Sem flaggskipi Airbus var henni ætlað að skáka júmbó-þotum Boeing og sýna umheiminum að evrópski flugvélaframleiðandinn væri kominn fram úr þeim bandaríska. Þróunarkostnaður vélarinnar varð hins vegar nærri þrefalt meiri en upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir, tafir urðu á framleiðslu hennar, en það sem verra var: Þegar hún loksins var tilbúin höfðu flugfélög misst áhuga á að reka fjögurra hreyfla þotur þegar fram komu hagkvæmari tveggja hreyfla stórar breiðþotur.Stjórnarformaður Emirates, Sjeik Ahmed bin Saeed Al Maktoum, og John Leahy, sölustjóri Airbus, undirrituðu samningana í höfuðstöðvum flugfélagsins í Dubai í morgun.Mynd/Airbus.Af samtals 317 seldum þar til í dag höfðu 222 eintök verið afhent til 13 flugfélaga. Pantanir reyndust mun færri en Airbus hafði vonast til og síðustu tvö ár barst engin ný pöntun. Það stefndi því í að smíði þotunnar yrði hætt og staðfesti Airbus í síðustu viku að fyrirtækið ætti ekki annan kost en að loka framleiðslulínunni ef ekki seldust fleiri vélar. Í dag birtist svo bjargvætturinn í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, Emirates-flugfélagið í Dubai, sem skrifaði undir skuldbindandi samninga um 20 þotur með valkosti um 16 aðrar til viðbótar. Samkvæmt verðlista kostar hvert eintak um 45 milljarða króna en samningurinn tryggir að risaþotan verður framleidd að minnsta kosti í tíu ár í viðbót. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Risaþotan loksins komin í loftið A380 risaþota frá samevrópsku flugvélasmiðjunni Airbus fór í loftið frá flugvelli í Toulouse í Frakklandi dag. Þetta var fyrsta tilraunaflug vélarinnar af fjórum í vikunni með áhöfn og farþega innanborðs. Flugið tekur sjö klukkustundir en farþegarnir, sem voru allir starfsmenn Airbus, munu gera prófanir á vélinni, sem er ein þeirra stærstu í heimi. 4. september 2006 13:10 Tafir á afhendingu risaþota frá Airbus Mörg af stærstu flugfélögum í heimi munu vera að endurskoða pantanir sínar á A380 risaþotum eftir að stjórn EADS, móðurfélags evrópska flugvélaframleiðandans Airbus, greindi frá því að afhending á risaþotunum myndi dragast fram á haustið 2007. 4. október 2006 09:01 Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 „Svolítið blind á það hversu mikið forréttindafólk við erum“ Sjá meira
Risaþotan loksins komin í loftið A380 risaþota frá samevrópsku flugvélasmiðjunni Airbus fór í loftið frá flugvelli í Toulouse í Frakklandi dag. Þetta var fyrsta tilraunaflug vélarinnar af fjórum í vikunni með áhöfn og farþega innanborðs. Flugið tekur sjö klukkustundir en farþegarnir, sem voru allir starfsmenn Airbus, munu gera prófanir á vélinni, sem er ein þeirra stærstu í heimi. 4. september 2006 13:10
Tafir á afhendingu risaþota frá Airbus Mörg af stærstu flugfélögum í heimi munu vera að endurskoða pantanir sínar á A380 risaþotum eftir að stjórn EADS, móðurfélags evrópska flugvélaframleiðandans Airbus, greindi frá því að afhending á risaþotunum myndi dragast fram á haustið 2007. 4. október 2006 09:01