Ívar um fjarveru landsliðskvenna: „Þetta er mjög slæmt mál“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 31. janúar 2018 13:00 Ívar Ásgrímsson þarf að glíma við öðruvísi vandamál en sumir landsliðsþjálfarar. vísir/ernir Eins og kom fram fyrr í dag verður íslenska kvennalandsliðið án fimm leikmanna sem gefa ekki kost á sér í næsta verkefni stelpnanna okkar. Þær eiga fyrir höndum útileiki á móti Svartfjallalandi og Bosníu í undankeppni EM 2019. Í fréttatilkynningu frá KKÍ segir að Ragna Margrét Brynjarsdóttir, Stjörnunni, Hallveig Jónsdóttir, Val og Keflvíkingarnir Thelma Dís Ágústsdóttir, Birna Valgerðir Benónýsdóttir og Embla Kristínardóttir gefa ekki kost á sér í verkefnið. „Það eru próf í háskólanum sem koma í veg fyrir að þær komist. Ragna Margrét er til dæmis í Mastersnámi og það er lokapróf í einu fagi á sama tíma þannig hún getur ekki farið í svona langt ferðalag,“ segir Ívar Ásgrímsson, landsliðsþjálfari, við Vísi. Stelpurnar fara út 5. febrúar og koma ekki heim fyrr en 15. febrúar þannig um tíu daga ferð er að ræða sem virðist of mikið fyrir háskólanemana, sér í lagi þegar um að próf er að ræða. „Þetta er ekki eins og við vildum hafa það. Þetta er tæpur hálfur mánuður sem við erum úti. Þetta er bara eins og að fara á stórmót. Fyrsta ferðalagið er sólarhringur og svo er leikur á laugardegi og miðvikudegi og ekki förum við heim á milli,“ segir Ívar. „Við vildum líka fara út aðeins fyrr til að mæta þar leikmönnunum sem spila erlendis í staðinn fyrir að fá þær heim og ná nokkrum æfingum áður en við færum út.“ Þessi fjarvera lykilmanna er dæmi um ískaldan veruleika sumra íslenskra landsliða þar sem leikmenn verða, eða ákveða, að taka námið fram yfir sjálft íslenska landsliðið. „Þetta er bara mjög slæmt mál og umhugsunarefnið. Við erum í undankeppni Evrópumótsins og KKÍ er búið að leggja mikinn pening og metnað í verkefnið. Ef leikmenn sjá sér svo ekki fært að taka þátt af heilum hug þarf að skoða hvað á að gera,“ segir Ívar Ásgrímsson. Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Fimm landsliðskonur gáfu ekki kost á sér í Evrópuleiki körfuboltalandsliðsins Ívar Ásgrímsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í körfubolta, valdi einn nýliða í tólf manna landsliðshóp sinn fyrir tvo leiki í undankeppni EM 2019 en leikirnir fara fram í febrúar. 31. janúar 2018 12:02 Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Í beinni: Ísland - Frakkland | Lokaleikur strákanna á EM Körfubolti Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Enski boltinn Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Ísland - Frakkland | Lokaleikur strákanna á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Nýi kani Keflavíkur spilaði með Maryland, Marquette og í sumardeild NBA Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu Sjá meira
Eins og kom fram fyrr í dag verður íslenska kvennalandsliðið án fimm leikmanna sem gefa ekki kost á sér í næsta verkefni stelpnanna okkar. Þær eiga fyrir höndum útileiki á móti Svartfjallalandi og Bosníu í undankeppni EM 2019. Í fréttatilkynningu frá KKÍ segir að Ragna Margrét Brynjarsdóttir, Stjörnunni, Hallveig Jónsdóttir, Val og Keflvíkingarnir Thelma Dís Ágústsdóttir, Birna Valgerðir Benónýsdóttir og Embla Kristínardóttir gefa ekki kost á sér í verkefnið. „Það eru próf í háskólanum sem koma í veg fyrir að þær komist. Ragna Margrét er til dæmis í Mastersnámi og það er lokapróf í einu fagi á sama tíma þannig hún getur ekki farið í svona langt ferðalag,“ segir Ívar Ásgrímsson, landsliðsþjálfari, við Vísi. Stelpurnar fara út 5. febrúar og koma ekki heim fyrr en 15. febrúar þannig um tíu daga ferð er að ræða sem virðist of mikið fyrir háskólanemana, sér í lagi þegar um að próf er að ræða. „Þetta er ekki eins og við vildum hafa það. Þetta er tæpur hálfur mánuður sem við erum úti. Þetta er bara eins og að fara á stórmót. Fyrsta ferðalagið er sólarhringur og svo er leikur á laugardegi og miðvikudegi og ekki förum við heim á milli,“ segir Ívar. „Við vildum líka fara út aðeins fyrr til að mæta þar leikmönnunum sem spila erlendis í staðinn fyrir að fá þær heim og ná nokkrum æfingum áður en við færum út.“ Þessi fjarvera lykilmanna er dæmi um ískaldan veruleika sumra íslenskra landsliða þar sem leikmenn verða, eða ákveða, að taka námið fram yfir sjálft íslenska landsliðið. „Þetta er bara mjög slæmt mál og umhugsunarefnið. Við erum í undankeppni Evrópumótsins og KKÍ er búið að leggja mikinn pening og metnað í verkefnið. Ef leikmenn sjá sér svo ekki fært að taka þátt af heilum hug þarf að skoða hvað á að gera,“ segir Ívar Ásgrímsson.
Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Fimm landsliðskonur gáfu ekki kost á sér í Evrópuleiki körfuboltalandsliðsins Ívar Ásgrímsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í körfubolta, valdi einn nýliða í tólf manna landsliðshóp sinn fyrir tvo leiki í undankeppni EM 2019 en leikirnir fara fram í febrúar. 31. janúar 2018 12:02 Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Í beinni: Ísland - Frakkland | Lokaleikur strákanna á EM Körfubolti Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Enski boltinn Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Ísland - Frakkland | Lokaleikur strákanna á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Nýi kani Keflavíkur spilaði með Maryland, Marquette og í sumardeild NBA Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu Sjá meira
Fimm landsliðskonur gáfu ekki kost á sér í Evrópuleiki körfuboltalandsliðsins Ívar Ásgrímsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í körfubolta, valdi einn nýliða í tólf manna landsliðshóp sinn fyrir tvo leiki í undankeppni EM 2019 en leikirnir fara fram í febrúar. 31. janúar 2018 12:02