Ætla að nýta sjóði VR til íbúðakaupa Kristinn Ingi Jónsson skrifar 7. febrúar 2018 07:30 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Vísir/Stefán Forsvarsmenn VR hyggjast nýta digra sjóði stéttarfélagsins til þess að koma á fót leigufélagi sem myndi leigja íbúðir á 15 til 30 prósenta lægra verði en gengur og gerist á almennum leigumarkaði. Ekki hefur verið ákveðið hve miklu fjármagni verður varið í kaup á íbúðum en það mun meðal annars ráðast af því hvort félagið fái meðfjárfesta, til dæmis banka, lífeyrissjóði eða félagasamtök, til þess að leggja félaginu til fé. Stéttarfélagið á eignir upp á tólf milljarða króna sem ávaxtaðar eru með meðal annars kaupum á skuldabréfum og hlutabréfum. Standa eignirnar undir sjóðum félagsins, svo sem sjúkrasjóði, varasjóði og starfsmenntasjóði, sem félagsmenn geta sótt um styrki úr. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist þegar hafa fundað með nokkrum bönkum og lífeyrissjóðum. Jákvætt svar hafi þegar fengist frá einum banka en kjörin sem bankinn hafi boðið hafi þó ekki verið í samræmi við hans vonir. „Við viljum auðvitað fá meðfjárfesta með okkur í verkefnið. En ef markaðurinn streitist á móti hugmyndum okkar – um að koma á fót eðlilegum og sanngjörnum leigumarkaði – þá munum við örugglega á endanum gera þetta sjálf,“ nefnir hann. „Við munum aldrei setja alla okkar fjármuni í verkefnið en við munum sannarlega geta nýtt hluta af okkar sjóðum.Gefa ekki peninga Eigum við frekar að kaupa hlutabréf í smásölufyrirtæki? Eigum við þannig að vera í mótsögn við sjálf okkur, sem stéttarfélag, þar sem við erum að semja um betri kjör og hærri laun, og eiga hlutabréf þar sem ávöxtunarkrafan er hærri álagning og lægra kaupgjald? Hvar eiga mörk sjóðasöfnunar og stéttabaráttunnar að liggja þegar við getum ekki nýtt sjóðina okkar í góða ávöxtun?“ spyr Ragnar Þór. Félagið ætli sér síður en svo að gefa peninga. „Við erum fremur að tala um að fá góða, hóflega og ásættanlega ávöxtun fyrir félagssjóði okkar í stað þess að fara með peningana okkar á hlutabréfamarkað og vera þannig í mótsögn við tilgang okkar.“ Ragnar Þór segir að ekki liggi fyrir á þessari stundu hve miklum fjármunum verður varið í stofnun leigufélagsins, ef af áformunum verður. „Ef við myndum, í dæmaskyni, setja 1,5 til 2 milljarða króna í verkefnið og fengjum öfluga meðfjárfesta með okkur, þá sé ég fyrir mér að við gætum keypt 160 til 200 íbúðir. Ef við gerum þetta ein gætum við kannski keypt 80 til 100 íbúðir. Það er mitt mat. En auðvitað mun það ráðast af því hvað félagsmenn okkar eru tilbúnir til að setja mikið fé í þetta,“ segir Ragnar Þór. Stjórn og trúnaðarráð stéttarfélagsins þurfi að leggja blessun sína yfir áformin. Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Mest lesið Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Sjá meira
Forsvarsmenn VR hyggjast nýta digra sjóði stéttarfélagsins til þess að koma á fót leigufélagi sem myndi leigja íbúðir á 15 til 30 prósenta lægra verði en gengur og gerist á almennum leigumarkaði. Ekki hefur verið ákveðið hve miklu fjármagni verður varið í kaup á íbúðum en það mun meðal annars ráðast af því hvort félagið fái meðfjárfesta, til dæmis banka, lífeyrissjóði eða félagasamtök, til þess að leggja félaginu til fé. Stéttarfélagið á eignir upp á tólf milljarða króna sem ávaxtaðar eru með meðal annars kaupum á skuldabréfum og hlutabréfum. Standa eignirnar undir sjóðum félagsins, svo sem sjúkrasjóði, varasjóði og starfsmenntasjóði, sem félagsmenn geta sótt um styrki úr. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist þegar hafa fundað með nokkrum bönkum og lífeyrissjóðum. Jákvætt svar hafi þegar fengist frá einum banka en kjörin sem bankinn hafi boðið hafi þó ekki verið í samræmi við hans vonir. „Við viljum auðvitað fá meðfjárfesta með okkur í verkefnið. En ef markaðurinn streitist á móti hugmyndum okkar – um að koma á fót eðlilegum og sanngjörnum leigumarkaði – þá munum við örugglega á endanum gera þetta sjálf,“ nefnir hann. „Við munum aldrei setja alla okkar fjármuni í verkefnið en við munum sannarlega geta nýtt hluta af okkar sjóðum.Gefa ekki peninga Eigum við frekar að kaupa hlutabréf í smásölufyrirtæki? Eigum við þannig að vera í mótsögn við sjálf okkur, sem stéttarfélag, þar sem við erum að semja um betri kjör og hærri laun, og eiga hlutabréf þar sem ávöxtunarkrafan er hærri álagning og lægra kaupgjald? Hvar eiga mörk sjóðasöfnunar og stéttabaráttunnar að liggja þegar við getum ekki nýtt sjóðina okkar í góða ávöxtun?“ spyr Ragnar Þór. Félagið ætli sér síður en svo að gefa peninga. „Við erum fremur að tala um að fá góða, hóflega og ásættanlega ávöxtun fyrir félagssjóði okkar í stað þess að fara með peningana okkar á hlutabréfamarkað og vera þannig í mótsögn við tilgang okkar.“ Ragnar Þór segir að ekki liggi fyrir á þessari stundu hve miklum fjármunum verður varið í stofnun leigufélagsins, ef af áformunum verður. „Ef við myndum, í dæmaskyni, setja 1,5 til 2 milljarða króna í verkefnið og fengjum öfluga meðfjárfesta með okkur, þá sé ég fyrir mér að við gætum keypt 160 til 200 íbúðir. Ef við gerum þetta ein gætum við kannski keypt 80 til 100 íbúðir. Það er mitt mat. En auðvitað mun það ráðast af því hvað félagsmenn okkar eru tilbúnir til að setja mikið fé í þetta,“ segir Ragnar Þór. Stjórn og trúnaðarráð stéttarfélagsins þurfi að leggja blessun sína yfir áformin.
Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Mest lesið Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Sjá meira