Ráðstöfun stöðugleikaeigna að mestu lokið með sölu Lyfju Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 7. febrúar 2018 20:20 Samkomulag er um það milli stjórnar Lindarhvols og fjármála- og efnahagsráðuneytisins að fella við niður samning sem ráðuneytið gerði við félagið í apríl 2016. Vísir/GVA Félagið Lindarhvoll ehf., sem stofnað var til að annast umsýslu, fullnustu og sölu svokallaðra stöðugleikaeigna, lauk á dögunum opnu söluferli Lyfju hf. með undirritun kaupsamnings við SID ehf. Þetta kemur fram í frétt á vef stjórnarráðsins en SID ehf er í eigu SIA III, Þarabakka ehf. og Kasks ehf. Þann 17. nóvember árið 2016 var tilkynnt um að Hagar hf. hefðu keypt Lyfju af Lindarhvoli en samkeppniseftirlitið hafnaði samruna Haga og Lyfju þann 17.júlí á síðasta ári. Í frétt stjórnarráðsins segir að með sölunni á Lyfju sé ráðstöfun stöðugleikaeigna í umsýslu Lindarhvols lokið. Félagið hefur með sölunni komið langstærstum hluta þeirra eigna sem því var falin umsýsla með í laust fé.Eftirstandandi virði endurheimt með tíð og tíma Samkomulag er um það milli stjórnar Lindarhvols og fjármála- og efnahagsráðuneytisins að fella við niður samning sem ráðuneytið gerði við félagið í apríl 2016 um úrvinnslu og umsýslu stöðugleikaeigna frá og með deginum í dag. Í kjölfarið verður Lindarhvoli ehf. slitið. Þær takmörkuðu stöðugleikaeignir sem eftir standa eru að stærstum hluta kröfur í þrotabú og önnur innheimtumál, lánasamningar, fjársópseignir og skuldabréf Kaupþings, auk afkomuskiptasamnings sem tengist sölu á Arion banka. Er talið að þær séu þess eðlis að virði þeirra verði best endurheimt með tíð og tíma. Umsýslu og eftirliti með umræddum eignum verður áfram sinnt í umboði ríkissjóðs og mun andvirði þeirra skila sér inn á stöðugleikareikning ríkissjóðs. Andvirði þeirra stöðugleikaeigna sem búið er að innleysa nemur alls um 207,5 milljörðum króna en þá eru frátalin framlög vegna viðskiptabanka og aðrar óinnleystar eignir. Þessari fjárhæð hefur lögum samkvæmt verið ráðstafað inn á stöðugleikareikning í eigu ríkissjóðs í Seðlabanka Íslands og þær nýttar til að greiða niður útistandandi skuldir ríkissjóðs, til að mæta tekjutapi vegna sérstaks skatts á fjármálafyrirtæki og til að fjármagna lífeyrisskuldbindingar. Tengdar fréttir Samruni Lyfju og Haga hefði skaðað samkeppni á hreinlætis- og snyrtivörumarkaði Telur Samkeppniseftirlitið að samruninn hefði raskað samkeppni á þessum mörkuðum umtalsvert. 18. júlí 2017 12:32 Samkeppniseftirlitið hafnar samruna Haga og Lyfju Fram kemur í tilkynningu frá Högum að niðurstaðan sé vonbrigði og muni félagið taka hana til sérstakrar skoðunar næstu daga. 17. júlí 2017 16:47 Söluferli Lyfju skýrist á næstu vikum Stjórn Lindarhvols, eignarhaldsfélags sem heldur utan um stöðugleikaeignir sem voru framseldar til ríkisins, mun á næstu vikum ákveða hvort aftur verði boðað til opins söluferlis á lyfjakeðjunni Lyfju. 20. september 2017 09:00 Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira
Félagið Lindarhvoll ehf., sem stofnað var til að annast umsýslu, fullnustu og sölu svokallaðra stöðugleikaeigna, lauk á dögunum opnu söluferli Lyfju hf. með undirritun kaupsamnings við SID ehf. Þetta kemur fram í frétt á vef stjórnarráðsins en SID ehf er í eigu SIA III, Þarabakka ehf. og Kasks ehf. Þann 17. nóvember árið 2016 var tilkynnt um að Hagar hf. hefðu keypt Lyfju af Lindarhvoli en samkeppniseftirlitið hafnaði samruna Haga og Lyfju þann 17.júlí á síðasta ári. Í frétt stjórnarráðsins segir að með sölunni á Lyfju sé ráðstöfun stöðugleikaeigna í umsýslu Lindarhvols lokið. Félagið hefur með sölunni komið langstærstum hluta þeirra eigna sem því var falin umsýsla með í laust fé.Eftirstandandi virði endurheimt með tíð og tíma Samkomulag er um það milli stjórnar Lindarhvols og fjármála- og efnahagsráðuneytisins að fella við niður samning sem ráðuneytið gerði við félagið í apríl 2016 um úrvinnslu og umsýslu stöðugleikaeigna frá og með deginum í dag. Í kjölfarið verður Lindarhvoli ehf. slitið. Þær takmörkuðu stöðugleikaeignir sem eftir standa eru að stærstum hluta kröfur í þrotabú og önnur innheimtumál, lánasamningar, fjársópseignir og skuldabréf Kaupþings, auk afkomuskiptasamnings sem tengist sölu á Arion banka. Er talið að þær séu þess eðlis að virði þeirra verði best endurheimt með tíð og tíma. Umsýslu og eftirliti með umræddum eignum verður áfram sinnt í umboði ríkissjóðs og mun andvirði þeirra skila sér inn á stöðugleikareikning ríkissjóðs. Andvirði þeirra stöðugleikaeigna sem búið er að innleysa nemur alls um 207,5 milljörðum króna en þá eru frátalin framlög vegna viðskiptabanka og aðrar óinnleystar eignir. Þessari fjárhæð hefur lögum samkvæmt verið ráðstafað inn á stöðugleikareikning í eigu ríkissjóðs í Seðlabanka Íslands og þær nýttar til að greiða niður útistandandi skuldir ríkissjóðs, til að mæta tekjutapi vegna sérstaks skatts á fjármálafyrirtæki og til að fjármagna lífeyrisskuldbindingar.
Tengdar fréttir Samruni Lyfju og Haga hefði skaðað samkeppni á hreinlætis- og snyrtivörumarkaði Telur Samkeppniseftirlitið að samruninn hefði raskað samkeppni á þessum mörkuðum umtalsvert. 18. júlí 2017 12:32 Samkeppniseftirlitið hafnar samruna Haga og Lyfju Fram kemur í tilkynningu frá Högum að niðurstaðan sé vonbrigði og muni félagið taka hana til sérstakrar skoðunar næstu daga. 17. júlí 2017 16:47 Söluferli Lyfju skýrist á næstu vikum Stjórn Lindarhvols, eignarhaldsfélags sem heldur utan um stöðugleikaeignir sem voru framseldar til ríkisins, mun á næstu vikum ákveða hvort aftur verði boðað til opins söluferlis á lyfjakeðjunni Lyfju. 20. september 2017 09:00 Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira
Samruni Lyfju og Haga hefði skaðað samkeppni á hreinlætis- og snyrtivörumarkaði Telur Samkeppniseftirlitið að samruninn hefði raskað samkeppni á þessum mörkuðum umtalsvert. 18. júlí 2017 12:32
Samkeppniseftirlitið hafnar samruna Haga og Lyfju Fram kemur í tilkynningu frá Högum að niðurstaðan sé vonbrigði og muni félagið taka hana til sérstakrar skoðunar næstu daga. 17. júlí 2017 16:47
Söluferli Lyfju skýrist á næstu vikum Stjórn Lindarhvols, eignarhaldsfélags sem heldur utan um stöðugleikaeignir sem voru framseldar til ríkisins, mun á næstu vikum ákveða hvort aftur verði boðað til opins söluferlis á lyfjakeðjunni Lyfju. 20. september 2017 09:00