Gæti stefnt í offramboð af nýju íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 11. desember 2018 19:30 Það gæti stefnt í offramboð á nýju íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt nýrri hagsjá Landsbankans, þrátt fyrir umframeftirspurn eftir húsnæði. Hagfræðingur segir engar haldbærar tölur liggja fyrir um raunverulega húsnæðisþörf á markaði. Mikil uppbygging íbúðarhúsnæðis stendur yfir víða um höfuðborgarsvæðið en það er aftur á móti spursmál hvort allar þessar nýju íbúðir komi til með að mæta þeirri þörf sem er til staðar. Samkvæmt tölum frá Samtökum iðnaðarins voru um 4.900 íbúðir í byggingu á höfuðborgarsvæðinu í haust. Nýjum íbúðum fer jafnt og þétt fjölgandi og er reiknað með að lokið verði við byggingu samtals um 4.300 íbúða á árunum 2018 og 2019. „Framboðið hefur stóraukist, á sama tíma er verið að tala um að það þurfi að byggja fyrir sérstaka hópa, það er verið að tala um það við kjarasamningsborðið. Og ég hef bara einfaldlega áhyggjur af því að ef það fer mikið í gang á þeim vettvangi að þá verði bara allt of mikið af íbúðum til sölu vegna þess að það gengur bara ekkert allt of vel að selja þær íbúðir sem nú þegar er búið að byggja og væntanlega verður það sama uppi á teningnum með þær íbúðir sem koma inn á markaðinn á næstu mánuðum,“ segir Ari Skúlason, hagfræðingur hjá hagdeild Landsbankans. Meðalstærð nýrra seldra íbúða á fyrstu tíu mánuðum þessa árs var um 103 fermetrar og meðalverð á fermetra um 521 þúsund krónur. Meðalverð fyrir nýja íbúð var því tæpar 54 milljónir sem óhætt er að segja að sé töluvert hærra en margir ráða við. „Það er alveg augljóst að það vantar minni íbúðir en minni íbúðir eru líka tiltölulega dýrar og ég reikna með því að hugmyndafræðin með það sem er verið að tala um við samningaborðið sé að reyna að byggja íbúðir sem eru minni og líka miklu miklu ódýrari. En hvort að það tekst er svo allt önnur saga,“ segir Ari. „Heildarmynd af þessum markaði sem er algjörlega treystandi, hún er ekki til.“ Húsnæðismál Mest lesið Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Fær íshellaferð ekki endurgreidda Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Sjá meira
Það gæti stefnt í offramboð á nýju íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt nýrri hagsjá Landsbankans, þrátt fyrir umframeftirspurn eftir húsnæði. Hagfræðingur segir engar haldbærar tölur liggja fyrir um raunverulega húsnæðisþörf á markaði. Mikil uppbygging íbúðarhúsnæðis stendur yfir víða um höfuðborgarsvæðið en það er aftur á móti spursmál hvort allar þessar nýju íbúðir komi til með að mæta þeirri þörf sem er til staðar. Samkvæmt tölum frá Samtökum iðnaðarins voru um 4.900 íbúðir í byggingu á höfuðborgarsvæðinu í haust. Nýjum íbúðum fer jafnt og þétt fjölgandi og er reiknað með að lokið verði við byggingu samtals um 4.300 íbúða á árunum 2018 og 2019. „Framboðið hefur stóraukist, á sama tíma er verið að tala um að það þurfi að byggja fyrir sérstaka hópa, það er verið að tala um það við kjarasamningsborðið. Og ég hef bara einfaldlega áhyggjur af því að ef það fer mikið í gang á þeim vettvangi að þá verði bara allt of mikið af íbúðum til sölu vegna þess að það gengur bara ekkert allt of vel að selja þær íbúðir sem nú þegar er búið að byggja og væntanlega verður það sama uppi á teningnum með þær íbúðir sem koma inn á markaðinn á næstu mánuðum,“ segir Ari Skúlason, hagfræðingur hjá hagdeild Landsbankans. Meðalstærð nýrra seldra íbúða á fyrstu tíu mánuðum þessa árs var um 103 fermetrar og meðalverð á fermetra um 521 þúsund krónur. Meðalverð fyrir nýja íbúð var því tæpar 54 milljónir sem óhætt er að segja að sé töluvert hærra en margir ráða við. „Það er alveg augljóst að það vantar minni íbúðir en minni íbúðir eru líka tiltölulega dýrar og ég reikna með því að hugmyndafræðin með það sem er verið að tala um við samningaborðið sé að reyna að byggja íbúðir sem eru minni og líka miklu miklu ódýrari. En hvort að það tekst er svo allt önnur saga,“ segir Ari. „Heildarmynd af þessum markaði sem er algjörlega treystandi, hún er ekki til.“
Húsnæðismál Mest lesið Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Fær íshellaferð ekki endurgreidda Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent