Björn Brynjúlfur Björnsson er nýr formaður Félags viðskipta- og hagfræðinga (FVH) en ný stjórn tók við stjórnartaumunum í félaginu á dögunum.
Í stjórninni sitja tíu einstaklingar og í tilkynningu frá félaginu kemur fram að fjórir nýir hafi tekið sæti í stjórninni fyrir starfsárið 2018 til 2019.
Stjórnina skipa:
Björn Brynjúlfur Björnsson, formaður
Vala Hrönn Guðmundsdóttir, varaformaður
Ásdís Kristjánsdóttir
Hallur Jónasson
Herdís Helga Arnalds
Íris Hrannardóttir
Lilja Gylfadóttir
Magnús Þorlákur Lúðvíksson
Sölvi H Blöndal
Þórarinn Hjálmarsson
Í tilkynningu segir að Katrín Amni Friðriksdóttir hafi jafnframt tekið við starfi framkvæmdastjóra félagsins. Þar er ferill hennar einnig rakinn, en hún er sögð hafa starfað við markaðsmál og ráðgjöf undanfarin ár. Þar áður hafi hún verið markaðsstjóri Heilsuhússins og Lyfju. Katrín er með BS-próf í hagfræði frá Háskóla Íslands og meistarapróf í lúxusstjórnun frá Domus Academy í Mílanó.
Sem fyrr segir er Björn Brynjúlfur Björnsson nýr formaður félagsins og tók hann við því hlutverki af Dögg Hjaltalín. Björn er sjálfstætt starfandi og var áður hagfræðingur og aðstoðarframkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands. Þar áður starfaði hann fyrir ráðgjafarfyrirtækið McKinsey & Company. Björn er með BS-próf í verkfræði frá Háskóla Íslands og meistarapróf í hagfræði frá University of Oxford.
Ný stjórn og framkvæmdastjóri FVH
Stefán Ó. Jónsson skrifar

Mest lesið

Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér
Viðskipti innlent


Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum
Viðskipti innlent

Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista
Viðskipti innlent


Um forvitna yfirmanninn
Atvinnulíf

Kaffi heldur áfram að hækka í verði
Neytendur

Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu
Viðskipti innlent

Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna
Viðskipti innlent

Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum
Viðskipti innlent