Flytur lykilfólk til Parísar vegna Brexit Þorbjörn Þórðarson skrifar 26. júní 2018 16:30 City, fjármálahverfið í Lundúnum. Vísir/EPA Bank of America hefur hraðað undirbúningi sínum vegna Brexit með því að flytja þrjá háttsetta stjórnendur frá höfuðstöðvum bankans í Lundúnum til Parísar þar sem til stendur að efla fjárfestingabankastarfsemi í frönsku höfuðborginni. Sanaz Zaimi, sem stýrir alþjóðlegri deild Bank of America fyrir skuldabréf, gjaldmiðla og hrávörur, mun flytja til Parísar til að stýra nýjum skrifstofum bankans þar en starfsemi bankans í borginni verður aukin verulega samkvæmt minnisblaði sem Financial Times hefur séð. FT greinir frá því að breytingin sér til marks um að stjórnendur alþjóðlegra stórfyrirtækja séu í auknum mæli að flytja bæði fólk og starfsemi frá Bretlandi þar sem hægt gangi að fá niðurstöðu í viðræður um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu (Brexit) og eyða þar með þeirri óvissu sem fylgir útgöngunni. FT segir að stjórnendur margra fyrirtækja séu hreinlega að missa þolinmæðina. Skilmálar Brexit eiga að liggja fyrir í mars á næsta ári en engin niðurstaða er hins vegar komin í mörg heit pólitísk deilumál sem varða útgönguna. Um 4.500 manns starfa hjá Banka of America (BofA) í Lundúnum en bankinn hefur valið Dyflina sem evrópskar höfuðstöðvar sínar eftir Brexit og tilnefnt fyrrverandi fjármálastjóra bankans, Bruce Thompson, til að stýra skrifstofunni í Dyflinni. París kemur svo til með að hýsa fjárfestingarbankastarfsemi BofA og er bankinn um þessar mundir að opna nýjar skrifstofur í borginni þar sem hundruð starfsmanna í sölu og miðlun munu koma til með að vera staðsettir. Margir þeirra munu flytja frá Lundúnum. Nýju skrifstofurnar eru nálægt Elysée frönsku forsetahöllinni en geta þær hýst allt að 1.000 starfsmenn. FT hefur eftir einum stjórnanda hjá BofA í ensku höfuðborginni að bankinn virðist einbeittur í því að hraða áformum vegna Brexit til að vera á undan keppinautum sínum. Greint var frá því í síðasta mánuði að Goldman Sachs hefði nú þegar flutt helming þeirra 200 starfsmanna sem kæmu til með að flytja frá Lundúnum eftir Brexit.Frétt FT. Mest lesið Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ Viðskipti erlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Viðskipti innlent Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Viðskipti innlent Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Viðskipti innlent Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri Viðskipti innlent Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Sjá meira
Bank of America hefur hraðað undirbúningi sínum vegna Brexit með því að flytja þrjá háttsetta stjórnendur frá höfuðstöðvum bankans í Lundúnum til Parísar þar sem til stendur að efla fjárfestingabankastarfsemi í frönsku höfuðborginni. Sanaz Zaimi, sem stýrir alþjóðlegri deild Bank of America fyrir skuldabréf, gjaldmiðla og hrávörur, mun flytja til Parísar til að stýra nýjum skrifstofum bankans þar en starfsemi bankans í borginni verður aukin verulega samkvæmt minnisblaði sem Financial Times hefur séð. FT greinir frá því að breytingin sér til marks um að stjórnendur alþjóðlegra stórfyrirtækja séu í auknum mæli að flytja bæði fólk og starfsemi frá Bretlandi þar sem hægt gangi að fá niðurstöðu í viðræður um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu (Brexit) og eyða þar með þeirri óvissu sem fylgir útgöngunni. FT segir að stjórnendur margra fyrirtækja séu hreinlega að missa þolinmæðina. Skilmálar Brexit eiga að liggja fyrir í mars á næsta ári en engin niðurstaða er hins vegar komin í mörg heit pólitísk deilumál sem varða útgönguna. Um 4.500 manns starfa hjá Banka of America (BofA) í Lundúnum en bankinn hefur valið Dyflina sem evrópskar höfuðstöðvar sínar eftir Brexit og tilnefnt fyrrverandi fjármálastjóra bankans, Bruce Thompson, til að stýra skrifstofunni í Dyflinni. París kemur svo til með að hýsa fjárfestingarbankastarfsemi BofA og er bankinn um þessar mundir að opna nýjar skrifstofur í borginni þar sem hundruð starfsmanna í sölu og miðlun munu koma til með að vera staðsettir. Margir þeirra munu flytja frá Lundúnum. Nýju skrifstofurnar eru nálægt Elysée frönsku forsetahöllinni en geta þær hýst allt að 1.000 starfsmenn. FT hefur eftir einum stjórnanda hjá BofA í ensku höfuðborginni að bankinn virðist einbeittur í því að hraða áformum vegna Brexit til að vera á undan keppinautum sínum. Greint var frá því í síðasta mánuði að Goldman Sachs hefði nú þegar flutt helming þeirra 200 starfsmanna sem kæmu til með að flytja frá Lundúnum eftir Brexit.Frétt FT.
Mest lesið Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ Viðskipti erlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Viðskipti innlent Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Viðskipti innlent Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Viðskipti innlent Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri Viðskipti innlent Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Sjá meira