Flytur lykilfólk til Parísar vegna Brexit Þorbjörn Þórðarson skrifar 26. júní 2018 16:30 City, fjármálahverfið í Lundúnum. Vísir/EPA Bank of America hefur hraðað undirbúningi sínum vegna Brexit með því að flytja þrjá háttsetta stjórnendur frá höfuðstöðvum bankans í Lundúnum til Parísar þar sem til stendur að efla fjárfestingabankastarfsemi í frönsku höfuðborginni. Sanaz Zaimi, sem stýrir alþjóðlegri deild Bank of America fyrir skuldabréf, gjaldmiðla og hrávörur, mun flytja til Parísar til að stýra nýjum skrifstofum bankans þar en starfsemi bankans í borginni verður aukin verulega samkvæmt minnisblaði sem Financial Times hefur séð. FT greinir frá því að breytingin sér til marks um að stjórnendur alþjóðlegra stórfyrirtækja séu í auknum mæli að flytja bæði fólk og starfsemi frá Bretlandi þar sem hægt gangi að fá niðurstöðu í viðræður um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu (Brexit) og eyða þar með þeirri óvissu sem fylgir útgöngunni. FT segir að stjórnendur margra fyrirtækja séu hreinlega að missa þolinmæðina. Skilmálar Brexit eiga að liggja fyrir í mars á næsta ári en engin niðurstaða er hins vegar komin í mörg heit pólitísk deilumál sem varða útgönguna. Um 4.500 manns starfa hjá Banka of America (BofA) í Lundúnum en bankinn hefur valið Dyflina sem evrópskar höfuðstöðvar sínar eftir Brexit og tilnefnt fyrrverandi fjármálastjóra bankans, Bruce Thompson, til að stýra skrifstofunni í Dyflinni. París kemur svo til með að hýsa fjárfestingarbankastarfsemi BofA og er bankinn um þessar mundir að opna nýjar skrifstofur í borginni þar sem hundruð starfsmanna í sölu og miðlun munu koma til með að vera staðsettir. Margir þeirra munu flytja frá Lundúnum. Nýju skrifstofurnar eru nálægt Elysée frönsku forsetahöllinni en geta þær hýst allt að 1.000 starfsmenn. FT hefur eftir einum stjórnanda hjá BofA í ensku höfuðborginni að bankinn virðist einbeittur í því að hraða áformum vegna Brexit til að vera á undan keppinautum sínum. Greint var frá því í síðasta mánuði að Goldman Sachs hefði nú þegar flutt helming þeirra 200 starfsmanna sem kæmu til með að flytja frá Lundúnum eftir Brexit.Frétt FT. Mest lesið Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Viðskipti innlent Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Nálgast samkomulag um TikTok Viðskipti erlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Fleiri fréttir Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Sjá meira
Bank of America hefur hraðað undirbúningi sínum vegna Brexit með því að flytja þrjá háttsetta stjórnendur frá höfuðstöðvum bankans í Lundúnum til Parísar þar sem til stendur að efla fjárfestingabankastarfsemi í frönsku höfuðborginni. Sanaz Zaimi, sem stýrir alþjóðlegri deild Bank of America fyrir skuldabréf, gjaldmiðla og hrávörur, mun flytja til Parísar til að stýra nýjum skrifstofum bankans þar en starfsemi bankans í borginni verður aukin verulega samkvæmt minnisblaði sem Financial Times hefur séð. FT greinir frá því að breytingin sér til marks um að stjórnendur alþjóðlegra stórfyrirtækja séu í auknum mæli að flytja bæði fólk og starfsemi frá Bretlandi þar sem hægt gangi að fá niðurstöðu í viðræður um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu (Brexit) og eyða þar með þeirri óvissu sem fylgir útgöngunni. FT segir að stjórnendur margra fyrirtækja séu hreinlega að missa þolinmæðina. Skilmálar Brexit eiga að liggja fyrir í mars á næsta ári en engin niðurstaða er hins vegar komin í mörg heit pólitísk deilumál sem varða útgönguna. Um 4.500 manns starfa hjá Banka of America (BofA) í Lundúnum en bankinn hefur valið Dyflina sem evrópskar höfuðstöðvar sínar eftir Brexit og tilnefnt fyrrverandi fjármálastjóra bankans, Bruce Thompson, til að stýra skrifstofunni í Dyflinni. París kemur svo til með að hýsa fjárfestingarbankastarfsemi BofA og er bankinn um þessar mundir að opna nýjar skrifstofur í borginni þar sem hundruð starfsmanna í sölu og miðlun munu koma til með að vera staðsettir. Margir þeirra munu flytja frá Lundúnum. Nýju skrifstofurnar eru nálægt Elysée frönsku forsetahöllinni en geta þær hýst allt að 1.000 starfsmenn. FT hefur eftir einum stjórnanda hjá BofA í ensku höfuðborginni að bankinn virðist einbeittur í því að hraða áformum vegna Brexit til að vera á undan keppinautum sínum. Greint var frá því í síðasta mánuði að Goldman Sachs hefði nú þegar flutt helming þeirra 200 starfsmanna sem kæmu til með að flytja frá Lundúnum eftir Brexit.Frétt FT.
Mest lesið Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Viðskipti innlent Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Nálgast samkomulag um TikTok Viðskipti erlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Fleiri fréttir Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Sjá meira