„Horfið á hvernig verið er að fara með þessa konu“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. mars 2018 08:06 Steinunn Valdís Óskarsdóttir og Rannveig Rist voru meðal þeirra sem deildu reynslu sinni á degi Ungra Athafnakvenna. Steinunn Valdís Óskarsdóttir, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, telur að Íslendingar eigi að fylkja sér að baki Katrínu Olgu Jóhannesdóttur, formanni Viðskiptaráðs. Tilefnið eru fréttir af því að Katrín hafi verið felld í stjórnarkjöri Icelandair fyrir helgi, en hún hafði setið í stjórn félagsins frá árinu 2009. Hópur hluthafa er sagður hafa verið ósáttur við þá ákvörðun Katrínar að selja hlut sinn í Icelandair Group árið 2016 og því hafi hún ekki hlotið endurkjör. Steinunn Valdís tók þátt í umræðum á vegum Ungra athafnakvenna sem fram fóru í Hörpu á laugardag. Í máli sínu tæpti hún á fyrrnefndu stjórnarkjöri sem hún sagði vera „æpandi dæmi“ um misréttið sem hún segir þrífast í íslensku viðskiptalífi. „Það var enginn að tala um það karlar hefðu selt hlutabréf á svipuðum tíma, forstjórar Haga eða hverjir sem það eru þarna úti. Hún bara lá vel við höggi,“ segir Steinunn Valdís.„Vekur það eingöngu reiði þegar kona selur?“ Margrét Kristmannsdóttir, framkvæmdastjóri PFAFF, tók í sama streng á bloggsíðu sinni í gær þar sem hún útlistaði sölur karlkyns stjórnenda á hlutabréfum á síðustu árum. Dæmin sem Margrét tekur eru: 2015: Stjórnarformaður Nýherja selur hlutabréf fyrir 130 milljónir 2016: Stjórnarmaður í Marel selur fyrir 124 milljónir 2016: Helstu stjórnendur Haga selja fyrir hundruð millljóna 2017: Helstu stjórnendur og stjórnarmenn N1 selja fyrir hundruð milljóna 2017: Stjórnarformaður TM selur fyrir 172 milljónir „Vekur það eingöngu reiði þegar kona selur fyrir 9 milljónir sem er örhlutur í samanburði við upphæð strákanna?“ spurði Margrét og bætti við að „áhugavert [verði] að fylgjast með hvort að sala strákanna muni hafa áhrif á stöðu þeirra.“Katrín Olga hafi ógnað Steinunn Valdís telur að Katrín hljóti þessa meðferð ekki síst vegna þess að „hún er að ógna. Hún er komin í gegnum glerþakið,“ eins og Steinunn orðaði það. Katrín hafi til að mynda talað fyrir því að konur í viðskiptalífinu stigi fram undir merkjum #MeToo og greini frá því ofbeldi og þeirri áreitni sem þær hafi orðið fyrir, líkt og aðrar stéttir hafa gert. „Og horfið á hvernig verið er að fara með þessa konu, þessa dagana. Við eigum að mótmæla þessu. Við eigum að standa með þessari konu. Hún er örugglega í sárum einhvers staðar heima hjá sér og það er enginn að sinna henni,“ sagði Steinunn og uppskar lófatak fyrir vikið. Ummæli Steinunnar má sjá í spilaranum hér að neðan þegar um 25 mínútur eru liðnar af myndbandinu. Tengdar fréttir Tvö ný kosin í stjórnina Þau Guðmundur Hafsteinsson og Heiðrún Jónsdóttir koma ný inn í stjórn Icelandair Group. 9. mars 2018 07:00 Mest lesið Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Sjá meira
Steinunn Valdís Óskarsdóttir, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, telur að Íslendingar eigi að fylkja sér að baki Katrínu Olgu Jóhannesdóttur, formanni Viðskiptaráðs. Tilefnið eru fréttir af því að Katrín hafi verið felld í stjórnarkjöri Icelandair fyrir helgi, en hún hafði setið í stjórn félagsins frá árinu 2009. Hópur hluthafa er sagður hafa verið ósáttur við þá ákvörðun Katrínar að selja hlut sinn í Icelandair Group árið 2016 og því hafi hún ekki hlotið endurkjör. Steinunn Valdís tók þátt í umræðum á vegum Ungra athafnakvenna sem fram fóru í Hörpu á laugardag. Í máli sínu tæpti hún á fyrrnefndu stjórnarkjöri sem hún sagði vera „æpandi dæmi“ um misréttið sem hún segir þrífast í íslensku viðskiptalífi. „Það var enginn að tala um það karlar hefðu selt hlutabréf á svipuðum tíma, forstjórar Haga eða hverjir sem það eru þarna úti. Hún bara lá vel við höggi,“ segir Steinunn Valdís.„Vekur það eingöngu reiði þegar kona selur?“ Margrét Kristmannsdóttir, framkvæmdastjóri PFAFF, tók í sama streng á bloggsíðu sinni í gær þar sem hún útlistaði sölur karlkyns stjórnenda á hlutabréfum á síðustu árum. Dæmin sem Margrét tekur eru: 2015: Stjórnarformaður Nýherja selur hlutabréf fyrir 130 milljónir 2016: Stjórnarmaður í Marel selur fyrir 124 milljónir 2016: Helstu stjórnendur Haga selja fyrir hundruð millljóna 2017: Helstu stjórnendur og stjórnarmenn N1 selja fyrir hundruð milljóna 2017: Stjórnarformaður TM selur fyrir 172 milljónir „Vekur það eingöngu reiði þegar kona selur fyrir 9 milljónir sem er örhlutur í samanburði við upphæð strákanna?“ spurði Margrét og bætti við að „áhugavert [verði] að fylgjast með hvort að sala strákanna muni hafa áhrif á stöðu þeirra.“Katrín Olga hafi ógnað Steinunn Valdís telur að Katrín hljóti þessa meðferð ekki síst vegna þess að „hún er að ógna. Hún er komin í gegnum glerþakið,“ eins og Steinunn orðaði það. Katrín hafi til að mynda talað fyrir því að konur í viðskiptalífinu stigi fram undir merkjum #MeToo og greini frá því ofbeldi og þeirri áreitni sem þær hafi orðið fyrir, líkt og aðrar stéttir hafa gert. „Og horfið á hvernig verið er að fara með þessa konu, þessa dagana. Við eigum að mótmæla þessu. Við eigum að standa með þessari konu. Hún er örugglega í sárum einhvers staðar heima hjá sér og það er enginn að sinna henni,“ sagði Steinunn og uppskar lófatak fyrir vikið. Ummæli Steinunnar má sjá í spilaranum hér að neðan þegar um 25 mínútur eru liðnar af myndbandinu.
Tengdar fréttir Tvö ný kosin í stjórnina Þau Guðmundur Hafsteinsson og Heiðrún Jónsdóttir koma ný inn í stjórn Icelandair Group. 9. mars 2018 07:00 Mest lesið Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Sjá meira
Tvö ný kosin í stjórnina Þau Guðmundur Hafsteinsson og Heiðrún Jónsdóttir koma ný inn í stjórn Icelandair Group. 9. mars 2018 07:00