Treyjusalar græddu vel á EM-ævintýri Íslands Sigurður Mikael Jónsson skrifar 27. apríl 2018 08:00 Geir Þorsteinsson, þáverandi formaður KSÍ, ásamt Þorvaldi Ólafssyni, eiganda Errea á Íslandi með EM treyjuna. Vísir/ernir Þrátt fyrir áhyggjur af kaupum Íslendinga á ódýrum eftirlíkingum af íslenska landsliðsbúningnum, skilaði árangur íslenska landsliðsins á EM í knattspyrnu sumarið 2016 í mikilli tekju- og hagnaðaraukningu hjá umboðsaðila Errea á Íslandi. Sölutekjur hækkuðu um 82 prósent milli milli 2015 og 2016 á meðan hagnaðurinn nær fjórfaldaðist. Svipuð afkoma birtist í ársreikningi eins helsta söluaðila íslensku landsliðstreyjunnar EM-árið mikla. Fréttablaðið greindi frá því í gær að Errea á Íslandi og KSÍ hafa áhyggjur af mikilli sölu á ódýrum eftirlíkingum af landsliðsbúningnum á netverslunum á borð við Ali Express í aðdraganda HM í sumar. Kínversku eftirlíkingarnar eru rúmlega sexfalt ódýrari en frumgerðin sem seld er hér á landi og sagði Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, í blaðinu í gær að verið væri að skoða aðgerðir til að koma böndum á eftirlíkingaflóðið. Sömu áhyggjur voru uppi í aðdraganda EM 2016 þegar leitað var leiða til að fá tollinn til að stöðva innflutninginn.Íslenski landsliðsbúningurinn var ein heitasta söluvara sumarsins 2016. Sölu- og umboðsaðilar nutu góðs af því þrátt fyrir eftirlíkingar.Vísir/vilhelmSport Company ehf. er umboðsaðili Errea á Íslandi en fyrirtækið sem og KSÍ verða af tekjum þegar eftirlíkingar verða fyrir valinu hjá kaupendum. Um töluverða fjármuni getur verið að tefla enda má sjá EM-áhrifin bersýnilega á uppgjöri Sport Company ehf. árið 2016. Tekjur af sölu námu ríflega 317 milljónum króna árið 2016 samanborið við 174 milljónir árið 2015. Tekjur hækkuðu því um 82 prósent milli ára sem væntanlega má að mestu rekja til eftirspurnar og sölu á íslensku landsliðstreyjunni. Hagnaður félagsins fór sömuleiðis úr 5,8 milljónum árið 2015 í rúmar 27 milljónir EM-árið 2016. Hækkun um 366 prósent. Gagnrýnt hefur verið að treyjan sé of dýr og því margir sem láti freistast af mun ódýrari eftirlíkingum á kínversku netversluninni. Þegar mesta EM-æðið reið yfir landið voru treyjurnar þó oft illfáanlegar og ljóst að salan var mikil. Eitt þeirra fyrirtækja sem selja treyjurnar er fótboltavöruverslunin Jói Útherji. EM-æðið 2016 skilaði sér líka í bættri afkomu fyrirtækisins samkvæmt ársreikningi. Tekjur fóru í tæpar 220 milljónir samanborið við 166 milljónir árið áður og hagnaður úr 6,9 milljónum í 21,5 milljónir. Birtist í Fréttablaðinu EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Eftirlíking af nýju treyjunni komin í sölu Rétt rúmur sólahringur er síðan KSÍ og Errea afhjúpuðu nýju landsliðstreyju íslensku landsliðanna í fótbolta. Fór hún í sölu í verslunum í gær og eru eftirlíkingar af henni strax komnar í sölu. 16. mars 2018 16:15 „Mun ódýrari“ treyjur kynntar til leiks í nýrri fatalínu KSÍ og Errea á næstu vikum Í fatalínunni verður m.a. að finna ódýrari gerðir af stuðningsmannastreyjum en mörgum þykir nýkynnt landsliðstreyja Íslands nokkuð dýr, sérstaklega þar sem sama verð er á treyjum í fullorðins- og barnastærðum. 18. mars 2018 15:00 Skoða aðgerðir gegn ódýrum eftirlíkingum Eftirlíkingar af íslensku landsliðstreyjunni seldar hræódýrt á Ali Express og mörg hundruð pantanir verið gerðar. Sjöfalt ódýrari en frumgerðin á Íslandi. Framkvæmdastjóri KSÍ segir að verið sé að skoða aðgerðir gegn eftirlíkingum. 26. apríl 2018 06:00 Mest lesið Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Sjá meira
Þrátt fyrir áhyggjur af kaupum Íslendinga á ódýrum eftirlíkingum af íslenska landsliðsbúningnum, skilaði árangur íslenska landsliðsins á EM í knattspyrnu sumarið 2016 í mikilli tekju- og hagnaðaraukningu hjá umboðsaðila Errea á Íslandi. Sölutekjur hækkuðu um 82 prósent milli milli 2015 og 2016 á meðan hagnaðurinn nær fjórfaldaðist. Svipuð afkoma birtist í ársreikningi eins helsta söluaðila íslensku landsliðstreyjunnar EM-árið mikla. Fréttablaðið greindi frá því í gær að Errea á Íslandi og KSÍ hafa áhyggjur af mikilli sölu á ódýrum eftirlíkingum af landsliðsbúningnum á netverslunum á borð við Ali Express í aðdraganda HM í sumar. Kínversku eftirlíkingarnar eru rúmlega sexfalt ódýrari en frumgerðin sem seld er hér á landi og sagði Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, í blaðinu í gær að verið væri að skoða aðgerðir til að koma böndum á eftirlíkingaflóðið. Sömu áhyggjur voru uppi í aðdraganda EM 2016 þegar leitað var leiða til að fá tollinn til að stöðva innflutninginn.Íslenski landsliðsbúningurinn var ein heitasta söluvara sumarsins 2016. Sölu- og umboðsaðilar nutu góðs af því þrátt fyrir eftirlíkingar.Vísir/vilhelmSport Company ehf. er umboðsaðili Errea á Íslandi en fyrirtækið sem og KSÍ verða af tekjum þegar eftirlíkingar verða fyrir valinu hjá kaupendum. Um töluverða fjármuni getur verið að tefla enda má sjá EM-áhrifin bersýnilega á uppgjöri Sport Company ehf. árið 2016. Tekjur af sölu námu ríflega 317 milljónum króna árið 2016 samanborið við 174 milljónir árið 2015. Tekjur hækkuðu því um 82 prósent milli ára sem væntanlega má að mestu rekja til eftirspurnar og sölu á íslensku landsliðstreyjunni. Hagnaður félagsins fór sömuleiðis úr 5,8 milljónum árið 2015 í rúmar 27 milljónir EM-árið 2016. Hækkun um 366 prósent. Gagnrýnt hefur verið að treyjan sé of dýr og því margir sem láti freistast af mun ódýrari eftirlíkingum á kínversku netversluninni. Þegar mesta EM-æðið reið yfir landið voru treyjurnar þó oft illfáanlegar og ljóst að salan var mikil. Eitt þeirra fyrirtækja sem selja treyjurnar er fótboltavöruverslunin Jói Útherji. EM-æðið 2016 skilaði sér líka í bættri afkomu fyrirtækisins samkvæmt ársreikningi. Tekjur fóru í tæpar 220 milljónir samanborið við 166 milljónir árið áður og hagnaður úr 6,9 milljónum í 21,5 milljónir.
Birtist í Fréttablaðinu EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Eftirlíking af nýju treyjunni komin í sölu Rétt rúmur sólahringur er síðan KSÍ og Errea afhjúpuðu nýju landsliðstreyju íslensku landsliðanna í fótbolta. Fór hún í sölu í verslunum í gær og eru eftirlíkingar af henni strax komnar í sölu. 16. mars 2018 16:15 „Mun ódýrari“ treyjur kynntar til leiks í nýrri fatalínu KSÍ og Errea á næstu vikum Í fatalínunni verður m.a. að finna ódýrari gerðir af stuðningsmannastreyjum en mörgum þykir nýkynnt landsliðstreyja Íslands nokkuð dýr, sérstaklega þar sem sama verð er á treyjum í fullorðins- og barnastærðum. 18. mars 2018 15:00 Skoða aðgerðir gegn ódýrum eftirlíkingum Eftirlíkingar af íslensku landsliðstreyjunni seldar hræódýrt á Ali Express og mörg hundruð pantanir verið gerðar. Sjöfalt ódýrari en frumgerðin á Íslandi. Framkvæmdastjóri KSÍ segir að verið sé að skoða aðgerðir gegn eftirlíkingum. 26. apríl 2018 06:00 Mest lesið Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Sjá meira
Eftirlíking af nýju treyjunni komin í sölu Rétt rúmur sólahringur er síðan KSÍ og Errea afhjúpuðu nýju landsliðstreyju íslensku landsliðanna í fótbolta. Fór hún í sölu í verslunum í gær og eru eftirlíkingar af henni strax komnar í sölu. 16. mars 2018 16:15
„Mun ódýrari“ treyjur kynntar til leiks í nýrri fatalínu KSÍ og Errea á næstu vikum Í fatalínunni verður m.a. að finna ódýrari gerðir af stuðningsmannastreyjum en mörgum þykir nýkynnt landsliðstreyja Íslands nokkuð dýr, sérstaklega þar sem sama verð er á treyjum í fullorðins- og barnastærðum. 18. mars 2018 15:00
Skoða aðgerðir gegn ódýrum eftirlíkingum Eftirlíkingar af íslensku landsliðstreyjunni seldar hræódýrt á Ali Express og mörg hundruð pantanir verið gerðar. Sjöfalt ódýrari en frumgerðin á Íslandi. Framkvæmdastjóri KSÍ segir að verið sé að skoða aðgerðir gegn eftirlíkingum. 26. apríl 2018 06:00
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent