Treyjusalar græddu vel á EM-ævintýri Íslands Sigurður Mikael Jónsson skrifar 27. apríl 2018 08:00 Geir Þorsteinsson, þáverandi formaður KSÍ, ásamt Þorvaldi Ólafssyni, eiganda Errea á Íslandi með EM treyjuna. Vísir/ernir Þrátt fyrir áhyggjur af kaupum Íslendinga á ódýrum eftirlíkingum af íslenska landsliðsbúningnum, skilaði árangur íslenska landsliðsins á EM í knattspyrnu sumarið 2016 í mikilli tekju- og hagnaðaraukningu hjá umboðsaðila Errea á Íslandi. Sölutekjur hækkuðu um 82 prósent milli milli 2015 og 2016 á meðan hagnaðurinn nær fjórfaldaðist. Svipuð afkoma birtist í ársreikningi eins helsta söluaðila íslensku landsliðstreyjunnar EM-árið mikla. Fréttablaðið greindi frá því í gær að Errea á Íslandi og KSÍ hafa áhyggjur af mikilli sölu á ódýrum eftirlíkingum af landsliðsbúningnum á netverslunum á borð við Ali Express í aðdraganda HM í sumar. Kínversku eftirlíkingarnar eru rúmlega sexfalt ódýrari en frumgerðin sem seld er hér á landi og sagði Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, í blaðinu í gær að verið væri að skoða aðgerðir til að koma böndum á eftirlíkingaflóðið. Sömu áhyggjur voru uppi í aðdraganda EM 2016 þegar leitað var leiða til að fá tollinn til að stöðva innflutninginn.Íslenski landsliðsbúningurinn var ein heitasta söluvara sumarsins 2016. Sölu- og umboðsaðilar nutu góðs af því þrátt fyrir eftirlíkingar.Vísir/vilhelmSport Company ehf. er umboðsaðili Errea á Íslandi en fyrirtækið sem og KSÍ verða af tekjum þegar eftirlíkingar verða fyrir valinu hjá kaupendum. Um töluverða fjármuni getur verið að tefla enda má sjá EM-áhrifin bersýnilega á uppgjöri Sport Company ehf. árið 2016. Tekjur af sölu námu ríflega 317 milljónum króna árið 2016 samanborið við 174 milljónir árið 2015. Tekjur hækkuðu því um 82 prósent milli ára sem væntanlega má að mestu rekja til eftirspurnar og sölu á íslensku landsliðstreyjunni. Hagnaður félagsins fór sömuleiðis úr 5,8 milljónum árið 2015 í rúmar 27 milljónir EM-árið 2016. Hækkun um 366 prósent. Gagnrýnt hefur verið að treyjan sé of dýr og því margir sem láti freistast af mun ódýrari eftirlíkingum á kínversku netversluninni. Þegar mesta EM-æðið reið yfir landið voru treyjurnar þó oft illfáanlegar og ljóst að salan var mikil. Eitt þeirra fyrirtækja sem selja treyjurnar er fótboltavöruverslunin Jói Útherji. EM-æðið 2016 skilaði sér líka í bættri afkomu fyrirtækisins samkvæmt ársreikningi. Tekjur fóru í tæpar 220 milljónir samanborið við 166 milljónir árið áður og hagnaður úr 6,9 milljónum í 21,5 milljónir. Birtist í Fréttablaðinu EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Eftirlíking af nýju treyjunni komin í sölu Rétt rúmur sólahringur er síðan KSÍ og Errea afhjúpuðu nýju landsliðstreyju íslensku landsliðanna í fótbolta. Fór hún í sölu í verslunum í gær og eru eftirlíkingar af henni strax komnar í sölu. 16. mars 2018 16:15 „Mun ódýrari“ treyjur kynntar til leiks í nýrri fatalínu KSÍ og Errea á næstu vikum Í fatalínunni verður m.a. að finna ódýrari gerðir af stuðningsmannastreyjum en mörgum þykir nýkynnt landsliðstreyja Íslands nokkuð dýr, sérstaklega þar sem sama verð er á treyjum í fullorðins- og barnastærðum. 18. mars 2018 15:00 Skoða aðgerðir gegn ódýrum eftirlíkingum Eftirlíkingar af íslensku landsliðstreyjunni seldar hræódýrt á Ali Express og mörg hundruð pantanir verið gerðar. Sjöfalt ódýrari en frumgerðin á Íslandi. Framkvæmdastjóri KSÍ segir að verið sé að skoða aðgerðir gegn eftirlíkingum. 26. apríl 2018 06:00 Mest lesið Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Viðskipti innlent Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Sjá meira
Þrátt fyrir áhyggjur af kaupum Íslendinga á ódýrum eftirlíkingum af íslenska landsliðsbúningnum, skilaði árangur íslenska landsliðsins á EM í knattspyrnu sumarið 2016 í mikilli tekju- og hagnaðaraukningu hjá umboðsaðila Errea á Íslandi. Sölutekjur hækkuðu um 82 prósent milli milli 2015 og 2016 á meðan hagnaðurinn nær fjórfaldaðist. Svipuð afkoma birtist í ársreikningi eins helsta söluaðila íslensku landsliðstreyjunnar EM-árið mikla. Fréttablaðið greindi frá því í gær að Errea á Íslandi og KSÍ hafa áhyggjur af mikilli sölu á ódýrum eftirlíkingum af landsliðsbúningnum á netverslunum á borð við Ali Express í aðdraganda HM í sumar. Kínversku eftirlíkingarnar eru rúmlega sexfalt ódýrari en frumgerðin sem seld er hér á landi og sagði Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, í blaðinu í gær að verið væri að skoða aðgerðir til að koma böndum á eftirlíkingaflóðið. Sömu áhyggjur voru uppi í aðdraganda EM 2016 þegar leitað var leiða til að fá tollinn til að stöðva innflutninginn.Íslenski landsliðsbúningurinn var ein heitasta söluvara sumarsins 2016. Sölu- og umboðsaðilar nutu góðs af því þrátt fyrir eftirlíkingar.Vísir/vilhelmSport Company ehf. er umboðsaðili Errea á Íslandi en fyrirtækið sem og KSÍ verða af tekjum þegar eftirlíkingar verða fyrir valinu hjá kaupendum. Um töluverða fjármuni getur verið að tefla enda má sjá EM-áhrifin bersýnilega á uppgjöri Sport Company ehf. árið 2016. Tekjur af sölu námu ríflega 317 milljónum króna árið 2016 samanborið við 174 milljónir árið 2015. Tekjur hækkuðu því um 82 prósent milli ára sem væntanlega má að mestu rekja til eftirspurnar og sölu á íslensku landsliðstreyjunni. Hagnaður félagsins fór sömuleiðis úr 5,8 milljónum árið 2015 í rúmar 27 milljónir EM-árið 2016. Hækkun um 366 prósent. Gagnrýnt hefur verið að treyjan sé of dýr og því margir sem láti freistast af mun ódýrari eftirlíkingum á kínversku netversluninni. Þegar mesta EM-æðið reið yfir landið voru treyjurnar þó oft illfáanlegar og ljóst að salan var mikil. Eitt þeirra fyrirtækja sem selja treyjurnar er fótboltavöruverslunin Jói Útherji. EM-æðið 2016 skilaði sér líka í bættri afkomu fyrirtækisins samkvæmt ársreikningi. Tekjur fóru í tæpar 220 milljónir samanborið við 166 milljónir árið áður og hagnaður úr 6,9 milljónum í 21,5 milljónir.
Birtist í Fréttablaðinu EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Eftirlíking af nýju treyjunni komin í sölu Rétt rúmur sólahringur er síðan KSÍ og Errea afhjúpuðu nýju landsliðstreyju íslensku landsliðanna í fótbolta. Fór hún í sölu í verslunum í gær og eru eftirlíkingar af henni strax komnar í sölu. 16. mars 2018 16:15 „Mun ódýrari“ treyjur kynntar til leiks í nýrri fatalínu KSÍ og Errea á næstu vikum Í fatalínunni verður m.a. að finna ódýrari gerðir af stuðningsmannastreyjum en mörgum þykir nýkynnt landsliðstreyja Íslands nokkuð dýr, sérstaklega þar sem sama verð er á treyjum í fullorðins- og barnastærðum. 18. mars 2018 15:00 Skoða aðgerðir gegn ódýrum eftirlíkingum Eftirlíkingar af íslensku landsliðstreyjunni seldar hræódýrt á Ali Express og mörg hundruð pantanir verið gerðar. Sjöfalt ódýrari en frumgerðin á Íslandi. Framkvæmdastjóri KSÍ segir að verið sé að skoða aðgerðir gegn eftirlíkingum. 26. apríl 2018 06:00 Mest lesið Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Viðskipti innlent Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Sjá meira
Eftirlíking af nýju treyjunni komin í sölu Rétt rúmur sólahringur er síðan KSÍ og Errea afhjúpuðu nýju landsliðstreyju íslensku landsliðanna í fótbolta. Fór hún í sölu í verslunum í gær og eru eftirlíkingar af henni strax komnar í sölu. 16. mars 2018 16:15
„Mun ódýrari“ treyjur kynntar til leiks í nýrri fatalínu KSÍ og Errea á næstu vikum Í fatalínunni verður m.a. að finna ódýrari gerðir af stuðningsmannastreyjum en mörgum þykir nýkynnt landsliðstreyja Íslands nokkuð dýr, sérstaklega þar sem sama verð er á treyjum í fullorðins- og barnastærðum. 18. mars 2018 15:00
Skoða aðgerðir gegn ódýrum eftirlíkingum Eftirlíkingar af íslensku landsliðstreyjunni seldar hræódýrt á Ali Express og mörg hundruð pantanir verið gerðar. Sjöfalt ódýrari en frumgerðin á Íslandi. Framkvæmdastjóri KSÍ segir að verið sé að skoða aðgerðir gegn eftirlíkingum. 26. apríl 2018 06:00