Samkaup kaupir tólf verslanir Baskó Sylvía Hall skrifar 18. nóvember 2018 11:49 Gunnar Egill Sigurðsson, framkvæmdarstjóri verslunarsviðs Samkaupa, segir að öllu starfsfólki verði boðin áfram vinna hjá fyrirtækinu. Fréttablaðið/Anton Brink Samkaup hafa keypt tólf verslanir Baskó á höfuðborgarsvæðinu, þar á meðal verslanir undir merkjum Iceland og valdar verslanir þar sem nú eru reknar 10–11 verslanir og hefur samkeppniseftirlitið heimilað kaupin. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu. Verslanirnar sem um ræðir eru verslanir 10 - 11 í Lágmúla, Grímsbæ, Hjarðarhaga, Laugalæk, Borgartúni og Hafnarfirði. Þá voru einnig verslanir Iceland í Glæsibæ, Engihjalla, Vesturbergi og Arnarbakka og háskólaverslanirnar í Háskóla Íslands og Háskóla í Reykjavík keyptar. Öllu starfsfólki boðin vinna áfram „Við hjá Samkaupum erum gríðarlega ánægð með niðurstöðuna enda eru þau heilla skref fyrir neytendur en kaupin munu auka á samkeppni á dagvörumarkaði á höfuðborgarsvæðinu“ segir Ómar Valdimarsson, forstjóri Samkaupa. „Það má búast við töluverðum breytingum á verslununum sem við munum skýra frá síðar. Fyrst af öllu ætlum við að fara yfir kaupin með því góða fólki sem starfar hjá okkur og kynna fyrir þeim hvaða breytingar koma til með að eiga sér stað. Það er samt ljóst að öllu starfsfólki verður boðin áfram vinna hjá Samkaupum,“ segir Gunnar Egill Sigurðsson, framkvæmdastjóri verslunarsviðs Samkaupa.Segir kaupin styrkja stöðu Samkaupa á höfuðborgarsvæðinu „Samkaup er leiðandi fyrirtæki í viðskiptaháttum, vörugæðum og þjónustu sem og virkur þátttakandi í nærsamfélaginu. Kaupin á verslunum Basko styrkja stöðu Samkaupa á höfuðborgarsvæðinu og færa okkur enn nær íbúum þar,“ segir Ómar. Jafnframt er búið að undirrita samning þess eðlis að Samkaup festi kaup á verslunum Iceland á Akureyri og í Reykjanesbæ. Málið er á borði Samkeppniseftirlitsins og vænta má úrskurðar á næsta ári. „Grunnurinn í þjónustu Samkaupa er fjölbreytni og sveigjanleiki til þess að uppfylla hinar ýmsu þarfir viðskiptavina sem og tengsl við viðskiptavini í öllum byggðum landsins,“ segir að lokum í fréttatilkynningunni. Neytendur Samkeppnismál Viðskipti Tengdar fréttir Samkaup kaupir hluta verslana Basko Basko rekur verslanir undir merkjum 10-11, Iceland, Háskólabúðarinnar og Inspired By Iceland. 6. apríl 2018 14:39 Mest lesið Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira
Samkaup hafa keypt tólf verslanir Baskó á höfuðborgarsvæðinu, þar á meðal verslanir undir merkjum Iceland og valdar verslanir þar sem nú eru reknar 10–11 verslanir og hefur samkeppniseftirlitið heimilað kaupin. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu. Verslanirnar sem um ræðir eru verslanir 10 - 11 í Lágmúla, Grímsbæ, Hjarðarhaga, Laugalæk, Borgartúni og Hafnarfirði. Þá voru einnig verslanir Iceland í Glæsibæ, Engihjalla, Vesturbergi og Arnarbakka og háskólaverslanirnar í Háskóla Íslands og Háskóla í Reykjavík keyptar. Öllu starfsfólki boðin vinna áfram „Við hjá Samkaupum erum gríðarlega ánægð með niðurstöðuna enda eru þau heilla skref fyrir neytendur en kaupin munu auka á samkeppni á dagvörumarkaði á höfuðborgarsvæðinu“ segir Ómar Valdimarsson, forstjóri Samkaupa. „Það má búast við töluverðum breytingum á verslununum sem við munum skýra frá síðar. Fyrst af öllu ætlum við að fara yfir kaupin með því góða fólki sem starfar hjá okkur og kynna fyrir þeim hvaða breytingar koma til með að eiga sér stað. Það er samt ljóst að öllu starfsfólki verður boðin áfram vinna hjá Samkaupum,“ segir Gunnar Egill Sigurðsson, framkvæmdastjóri verslunarsviðs Samkaupa.Segir kaupin styrkja stöðu Samkaupa á höfuðborgarsvæðinu „Samkaup er leiðandi fyrirtæki í viðskiptaháttum, vörugæðum og þjónustu sem og virkur þátttakandi í nærsamfélaginu. Kaupin á verslunum Basko styrkja stöðu Samkaupa á höfuðborgarsvæðinu og færa okkur enn nær íbúum þar,“ segir Ómar. Jafnframt er búið að undirrita samning þess eðlis að Samkaup festi kaup á verslunum Iceland á Akureyri og í Reykjanesbæ. Málið er á borði Samkeppniseftirlitsins og vænta má úrskurðar á næsta ári. „Grunnurinn í þjónustu Samkaupa er fjölbreytni og sveigjanleiki til þess að uppfylla hinar ýmsu þarfir viðskiptavina sem og tengsl við viðskiptavini í öllum byggðum landsins,“ segir að lokum í fréttatilkynningunni.
Neytendur Samkeppnismál Viðskipti Tengdar fréttir Samkaup kaupir hluta verslana Basko Basko rekur verslanir undir merkjum 10-11, Iceland, Háskólabúðarinnar og Inspired By Iceland. 6. apríl 2018 14:39 Mest lesið Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira
Samkaup kaupir hluta verslana Basko Basko rekur verslanir undir merkjum 10-11, Iceland, Háskólabúðarinnar og Inspired By Iceland. 6. apríl 2018 14:39