Innflæði erlends fjármagns dróst saman um þriðjung á fyrri árshelmingi Kristinn Ingi Jónsson skrifar 11. júlí 2018 07:00 Innflæði í skráð hlutabréf minnkaði á fyrri helmingi ársins. Vísir Innstreymi fjármagns vegna nýfjárfestingar var tæplega 30 milljarðar króna á fyrri helmingi ársins og dróst saman um þriðjung frá því á síðari helmingi síðasta árs þegar það nam um 45 milljörðum króna, samkvæmt tölum Seðlabanka Íslands. Útflæði fjármagns, sem áður kom inn sem nýfjárfesting, nam hátt í átta milljörðum á fyrri helmingi þessa árs. Innstreymi í skráð hlutabréf minnkaði verulega á fyrstu sex mánuðum þessa árs borið saman við síðustu sex mánuði síðasta árs. Innstreymið nam tæpum 11 milljörðum króna á fyrri helmingi 2018 en til samanburðar var það um 33 milljarðar á seinni helmingi 2017. Nýfjárfesting á innlendum skuldabréfamarkaði hefur verið hverfandi það sem af er ári eða aðeins um 100 milljónir króna en til samanburðar var hún um 10,9 milljarðar á síðustu sex mánuðum síðasta árs. Fjármagnsinnflæði í ríkisskuldabréf, vegna fjárfestinga erlendra fjárfesta, stöðvaðist nær alfarið eftir að Seðlabankinn kynnti innflæðishöftin til leiks sumarið 2016. Samkvæmt þeim þarf að binda 40 prósent af innflæði fjármagns vegna fjárfestinga í skuldabréfum í eitt ár á núll prósent vöxtum. Innflæðið jókst á ný eftir að fjármagnshöft á fólk, fyrirtæki og lífeyrissjóði voru afnumin í mars í fyrra en það hefur hins vegar verið umtalsvert minna en áður en höftunum var komið á og var hverfandi á fyrri helmingi þessa árs, eins og áður sagði. Á sama tíma og innstreymi í skráð hlutabréf og ríkisskuldabréf hefur dregist saman hefur innflæði í aðra fjárfestingu aukist en það nam hátt í 18 milljörðum á fyrstu sex mánuðum ársins. Til samanburðar var annað fjármagnsinnflæði samtals tæplega 11 milljarðar á síðustu sex mánuðum 2017. Fram kom í nýlegu svari Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, við fyrirspurn Þorsteins Sæmundssonar, þingmanns Miðflokksins, að hreint innflæði erlends fjármagns vegna skráðrar nýfjárfestingar hefði numið 79,7 milljörðum króna árið 2016 og 127,5 milljörðum króna á síðasta ári. Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Tengdar fréttir Veik rök fyrir innflæðishöftum Bandarískir hagfræðiprófessorar vilja að innflæðishöftin verði afnumin í skrefum. Rökin fyrir þeim séu veik við núverandi aðstæður. Koma megi í veg fyrir fjármálalegan óstöðugleika eftir öðrum leiðum. 7. júní 2018 06:00 Íslands skorar mjög hátt á „þetta reddast“ mælikvarðanum Ísland stendur öllum hinum Norðurlöndunum að baki í samkeppnishæfni samkvæmt úttekt IMD viðskiptaháskólans í Sviss á samkeppnishæfni ríkja. Ísland fellur niður um fjögur sæti milli ára og er í 24. sæti í úttektinni. 24. maí 2018 18:30 Án bindiskyldu "væri illmögulegt að vera hér með sjálfstæðan gjaldmiðil“ Bindiskylda á erlent fjármagn sem leitar á skuldabréfamarkaðinn er forsenda þess að hægt sé að hafa sjálfstæða peningastefnu með krónu. Þá hefur bindiskyldan stöðvað sókn í vaxtamunarviðskipti sem sýnir að hún virkar. Þetta segir prófessor í hagfræði og nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabankans. 11. apríl 2018 19:45 Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Sjá meira
Innstreymi fjármagns vegna nýfjárfestingar var tæplega 30 milljarðar króna á fyrri helmingi ársins og dróst saman um þriðjung frá því á síðari helmingi síðasta árs þegar það nam um 45 milljörðum króna, samkvæmt tölum Seðlabanka Íslands. Útflæði fjármagns, sem áður kom inn sem nýfjárfesting, nam hátt í átta milljörðum á fyrri helmingi þessa árs. Innstreymi í skráð hlutabréf minnkaði verulega á fyrstu sex mánuðum þessa árs borið saman við síðustu sex mánuði síðasta árs. Innstreymið nam tæpum 11 milljörðum króna á fyrri helmingi 2018 en til samanburðar var það um 33 milljarðar á seinni helmingi 2017. Nýfjárfesting á innlendum skuldabréfamarkaði hefur verið hverfandi það sem af er ári eða aðeins um 100 milljónir króna en til samanburðar var hún um 10,9 milljarðar á síðustu sex mánuðum síðasta árs. Fjármagnsinnflæði í ríkisskuldabréf, vegna fjárfestinga erlendra fjárfesta, stöðvaðist nær alfarið eftir að Seðlabankinn kynnti innflæðishöftin til leiks sumarið 2016. Samkvæmt þeim þarf að binda 40 prósent af innflæði fjármagns vegna fjárfestinga í skuldabréfum í eitt ár á núll prósent vöxtum. Innflæðið jókst á ný eftir að fjármagnshöft á fólk, fyrirtæki og lífeyrissjóði voru afnumin í mars í fyrra en það hefur hins vegar verið umtalsvert minna en áður en höftunum var komið á og var hverfandi á fyrri helmingi þessa árs, eins og áður sagði. Á sama tíma og innstreymi í skráð hlutabréf og ríkisskuldabréf hefur dregist saman hefur innflæði í aðra fjárfestingu aukist en það nam hátt í 18 milljörðum á fyrstu sex mánuðum ársins. Til samanburðar var annað fjármagnsinnflæði samtals tæplega 11 milljarðar á síðustu sex mánuðum 2017. Fram kom í nýlegu svari Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, við fyrirspurn Þorsteins Sæmundssonar, þingmanns Miðflokksins, að hreint innflæði erlends fjármagns vegna skráðrar nýfjárfestingar hefði numið 79,7 milljörðum króna árið 2016 og 127,5 milljörðum króna á síðasta ári.
Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Tengdar fréttir Veik rök fyrir innflæðishöftum Bandarískir hagfræðiprófessorar vilja að innflæðishöftin verði afnumin í skrefum. Rökin fyrir þeim séu veik við núverandi aðstæður. Koma megi í veg fyrir fjármálalegan óstöðugleika eftir öðrum leiðum. 7. júní 2018 06:00 Íslands skorar mjög hátt á „þetta reddast“ mælikvarðanum Ísland stendur öllum hinum Norðurlöndunum að baki í samkeppnishæfni samkvæmt úttekt IMD viðskiptaháskólans í Sviss á samkeppnishæfni ríkja. Ísland fellur niður um fjögur sæti milli ára og er í 24. sæti í úttektinni. 24. maí 2018 18:30 Án bindiskyldu "væri illmögulegt að vera hér með sjálfstæðan gjaldmiðil“ Bindiskylda á erlent fjármagn sem leitar á skuldabréfamarkaðinn er forsenda þess að hægt sé að hafa sjálfstæða peningastefnu með krónu. Þá hefur bindiskyldan stöðvað sókn í vaxtamunarviðskipti sem sýnir að hún virkar. Þetta segir prófessor í hagfræði og nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabankans. 11. apríl 2018 19:45 Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Sjá meira
Veik rök fyrir innflæðishöftum Bandarískir hagfræðiprófessorar vilja að innflæðishöftin verði afnumin í skrefum. Rökin fyrir þeim séu veik við núverandi aðstæður. Koma megi í veg fyrir fjármálalegan óstöðugleika eftir öðrum leiðum. 7. júní 2018 06:00
Íslands skorar mjög hátt á „þetta reddast“ mælikvarðanum Ísland stendur öllum hinum Norðurlöndunum að baki í samkeppnishæfni samkvæmt úttekt IMD viðskiptaháskólans í Sviss á samkeppnishæfni ríkja. Ísland fellur niður um fjögur sæti milli ára og er í 24. sæti í úttektinni. 24. maí 2018 18:30
Án bindiskyldu "væri illmögulegt að vera hér með sjálfstæðan gjaldmiðil“ Bindiskylda á erlent fjármagn sem leitar á skuldabréfamarkaðinn er forsenda þess að hægt sé að hafa sjálfstæða peningastefnu með krónu. Þá hefur bindiskyldan stöðvað sókn í vaxtamunarviðskipti sem sýnir að hún virkar. Þetta segir prófessor í hagfræði og nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabankans. 11. apríl 2018 19:45