Handbolti

Seinni bylgjan: Heitustu þjálfarasætin í Olís deild karla

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Logi Geirsson og Tómas Þór Þórðarson.
Logi Geirsson og Tómas Þór Þórðarson. Mynd/S2 Sport
Nýjasti liðurinn í Seinni bylgjunni er „Topp fimm listinn“ en boðið var upp á hann í fyrsta sinn í Seinni bylgjunni í gærkvöldi.

Handboltatímabilið hófst í gær með Meistarakeppni HSÍ þar sem Eyjamenn unnu fjórða titilinn á árinu. Eftir leikinn fóru strákarnir í Seinni bylgjunni yfir komandi tímabil og spáðu í spilin.

Tómas Þór Þórðarson og Logi Geirsson fóru líka yfir hver væri í heitasta þjálfarasætinu í byrjun móts en Olís deild karla hefst um komandi helgi.

„Við ætlum að vera með þetta reglulega í vetur og eins oft og við getum,“ sagði Tómas Þór Þórðarson um „Topp fimm listann.“

„Strákarnir koma með sín málefni og ég stend hér og reyni að vera fyndinn. Ýta á einhverja takka og eitthvað. Logi Geirsson fær að byrja,“ sagði Tómas.

Á síðasta tímabili var enginn þjálfari í Olís deild karla látinn taka pokann sinn. Logi skilur ekki af hverju enginn þjálfari var rekinn í fyrra.

„Nema Arnar í Fjölni. Var það ekki bara einhver stuðningsmaður sem lét hann fara og svo kom hann aftur,“ sagði Logi Geirsson í léttum tón.

Fimm þjálfarar voru svo nefndir til leiks í þessum fyrsta „Topp fimm lista“ og hér fyrir neðan má sjá myndband þar sem farið er yfir það hvaða þjálfarar í Olís-deildinni sitji í heitasta sætinu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.