Sigurður Gísli fluttur heim og vill byltingu í umhverfismálum Þorbjörn Þórðarson skrifar 26. apríl 2018 20:30 Sigurður Gísli Pálmason kaupsýslumaður og stjórnarformaður IKEA segir þörf á viðhorfsbyltingu í umhverfismálum í anda #metoo. Hann segir að tími stórra virkjana sé liðinn en hann stendur fyrir ráðstefnu um byggðaþróun og umhverfismál á morgun. Sigurður Gísli Pálmason, fjárfestir og stjórnarformaður IKEA á Íslandi, er nú fluttur heim til Íslands eftir að hafa búið í Santa Monica í Kaliforníu um árabil. Sigurður Gísli, sem hóf sinn feril í viðskiptum með föður sínum Pálma Jónssyni stofnanda Hagkaupa, er mikill áhugamaður um umhverfisvernd. Hann stendur fyrir ráðstefnu í Veröld, húsi Vigdísar, á morgun um nýja nálgun okkar Íslendinga í samspili umhverfisverndar annars vegar og atvinnu- og byggðaþróunar hins vegar. „Við eigum að hætta að hugsa um stórar virkjanir. Sá tími er liðinn. Við eigum að skilja eitthvað eftir handa komandi kynslóðum. Við eigum að einbeita okkur að því að við erum varðmenn náttúrunnar og landsins. Við eigum að skila náttúrunni af okkur til afkomenda okkar í betra ásigkomulagi en hún var í. Ef við erum sammála um það markmið þá mun okkur vegna vel,“ segir Sigurður Gísli. „Tíminn er meira samþjappaður“ Ráðstefnan verður í Veröld og hefst klukkan tíu í fyrramálið. Þar munu sex erlendir fyrirlesarar fara yfir áherslur um samspil atvinnuppbyggingar og náttúruverndar. Sigurður Gísli segist skynja viðhorfsbreytingu í samfélaginu í umhverfismálum. „Við sjáum að tíminn er meira samþjappaður núna en hann hefur verið. Metoo-byltingin sem gerðist bara nánast á einni nóttu leiddi til hugarfarsbreytingar og kúltúrbreytingar í samfélaginu. Ég held að það sama sé að gerast með náttúruna. Hún þarf sína varðmenn og það þarf að draga sverð úr slíðrum og koma henni til verndar. Því þó að hún geti verið harkaleg og erfið viðfangs er hún líka blíð og viðkvæm. Við verðum að búa í sátt við hana því annars tortímir hún okkur,“ segir Sigurður Gísli. Mest lesið Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Sjá meira
Sigurður Gísli Pálmason kaupsýslumaður og stjórnarformaður IKEA segir þörf á viðhorfsbyltingu í umhverfismálum í anda #metoo. Hann segir að tími stórra virkjana sé liðinn en hann stendur fyrir ráðstefnu um byggðaþróun og umhverfismál á morgun. Sigurður Gísli Pálmason, fjárfestir og stjórnarformaður IKEA á Íslandi, er nú fluttur heim til Íslands eftir að hafa búið í Santa Monica í Kaliforníu um árabil. Sigurður Gísli, sem hóf sinn feril í viðskiptum með föður sínum Pálma Jónssyni stofnanda Hagkaupa, er mikill áhugamaður um umhverfisvernd. Hann stendur fyrir ráðstefnu í Veröld, húsi Vigdísar, á morgun um nýja nálgun okkar Íslendinga í samspili umhverfisverndar annars vegar og atvinnu- og byggðaþróunar hins vegar. „Við eigum að hætta að hugsa um stórar virkjanir. Sá tími er liðinn. Við eigum að skilja eitthvað eftir handa komandi kynslóðum. Við eigum að einbeita okkur að því að við erum varðmenn náttúrunnar og landsins. Við eigum að skila náttúrunni af okkur til afkomenda okkar í betra ásigkomulagi en hún var í. Ef við erum sammála um það markmið þá mun okkur vegna vel,“ segir Sigurður Gísli. „Tíminn er meira samþjappaður“ Ráðstefnan verður í Veröld og hefst klukkan tíu í fyrramálið. Þar munu sex erlendir fyrirlesarar fara yfir áherslur um samspil atvinnuppbyggingar og náttúruverndar. Sigurður Gísli segist skynja viðhorfsbreytingu í samfélaginu í umhverfismálum. „Við sjáum að tíminn er meira samþjappaður núna en hann hefur verið. Metoo-byltingin sem gerðist bara nánast á einni nóttu leiddi til hugarfarsbreytingar og kúltúrbreytingar í samfélaginu. Ég held að það sama sé að gerast með náttúruna. Hún þarf sína varðmenn og það þarf að draga sverð úr slíðrum og koma henni til verndar. Því þó að hún geti verið harkaleg og erfið viðfangs er hún líka blíð og viðkvæm. Við verðum að búa í sátt við hana því annars tortímir hún okkur,“ segir Sigurður Gísli.
Mest lesið Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Sjá meira