Í breytingunum felst meiri sveigjanleiki í reglum um auglýsingar Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 26. apríl 2018 18:45 Ísland mun innleiða nýju tilskipunina þegar hún hefur verið samþykkt innan EES Vísir/Getty Evrópuþingmenn og aðildarríki Evrópusambandsins náðu í dag óformlegu pólitísku samkomulagi um nýja hljóð- og myndmiðlunartilskipun. Í tilkynningu frá Fjölmiðlanefnd kemur fram að gert er ráð fyrir að kosið verði um nýja tilskipun í september og formlegu samkomulagi verði þá náð. Á meðal nýjunga í tilskipuninni eru skýrari reglur um lögsöku ríkja, aukin vernd barna og meiri sveigjanleiki í reglum um auglýsingar. Aukin vernd barna verður bæði í sjónvarpi og myndmiðlum eftir pöntun. Nýjar reglur ganga meðal annars út á að mynddeilisíður eins og Youtube geri ráðstafanir til að auka vernd barna og tryggi tæknileg úrræði svo unnt verði að tilkynna ólögmætt efni með einföldum hætti. Með breytingunum verða samfélagsmiðlar þar sem myndböndum er deilt eins og Facebook og Youtube gert að grípa til frekar aðgerða gegn efni þar sem hvatt er til „ofbeldis, haturs og hryðjuverka“. Gildissviðið verður víkkað út að hluta til mynddeilnisíðna og efnisveita sem miðla myndefni. reglurnar gilda einnig um streymissíður, mynddeilisíður sem streyma efni beint á netinu. Sjálfstæði eftirlitsstofnana verður jafnframt styrkt með nýrri tilskipun. Hlutfall evrópsks efnis í dagskrá verður lækkað úr 50 prósent í 30 prósent í línulegri dagskrá og gilda þær reglur einnig um myndmiðlun eftir pöntun.Meiri sveigjanleiki vegna auglýsinga Eins og kom fram á Vísi fyrr í dag leyfa nýju reglurnar Evrópusambandsríkjum að krefja efnisveitur á netinu sem eru ekki staðsettar í landinu en sækja á markað þeirra um framlög til innlendrar dagskrárgerðar. Gætu efnisveitur þurft að fjárfesta beint í innlendu efni eða greiða framlög í kvikmyndasjóði. Í breytingunum felst líka meiri sveigjanleiki í reglum um auglýsingar. Nýjar reglur um auglýsingar gera ráð fyrir að 20 prósent reglan um auglýsingahlutfall innan klukkustundar í sjónvarpi falli úr gildi og í staðinn komi 20 prósent regla sem gildir annars vegar á tímabilinu frá klukkan sex að morgni til klukkan sex síðdegis og hins vegar á svokölluðum kjörtíma, sem hefur verið skilgreindur frá klukkan 18 til miðnættis. Auglýsingar á þessu tímabili mega einungis vera 20 prósent af dagskrárefni. Ísland mun innleiða nýju tilskipunina þegar hún hefur verið samþykkt innan EES, samkvæmt upplýsingum frá Fjölmiðlanefnd. Tengdar fréttir Netflix og Amazon þurfa að fjármagna evrópskt efni Breytingar á evrópskum útvarpslögum þýða að stórar efnisveitur gætu þurft að sinna innlendri dagskrárgerð í þeim löndum sem þær selja þjónustu sína í Evrópu. 26. apríl 2018 16:05 Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Evrópuþingmenn og aðildarríki Evrópusambandsins náðu í dag óformlegu pólitísku samkomulagi um nýja hljóð- og myndmiðlunartilskipun. Í tilkynningu frá Fjölmiðlanefnd kemur fram að gert er ráð fyrir að kosið verði um nýja tilskipun í september og formlegu samkomulagi verði þá náð. Á meðal nýjunga í tilskipuninni eru skýrari reglur um lögsöku ríkja, aukin vernd barna og meiri sveigjanleiki í reglum um auglýsingar. Aukin vernd barna verður bæði í sjónvarpi og myndmiðlum eftir pöntun. Nýjar reglur ganga meðal annars út á að mynddeilisíður eins og Youtube geri ráðstafanir til að auka vernd barna og tryggi tæknileg úrræði svo unnt verði að tilkynna ólögmætt efni með einföldum hætti. Með breytingunum verða samfélagsmiðlar þar sem myndböndum er deilt eins og Facebook og Youtube gert að grípa til frekar aðgerða gegn efni þar sem hvatt er til „ofbeldis, haturs og hryðjuverka“. Gildissviðið verður víkkað út að hluta til mynddeilnisíðna og efnisveita sem miðla myndefni. reglurnar gilda einnig um streymissíður, mynddeilisíður sem streyma efni beint á netinu. Sjálfstæði eftirlitsstofnana verður jafnframt styrkt með nýrri tilskipun. Hlutfall evrópsks efnis í dagskrá verður lækkað úr 50 prósent í 30 prósent í línulegri dagskrá og gilda þær reglur einnig um myndmiðlun eftir pöntun.Meiri sveigjanleiki vegna auglýsinga Eins og kom fram á Vísi fyrr í dag leyfa nýju reglurnar Evrópusambandsríkjum að krefja efnisveitur á netinu sem eru ekki staðsettar í landinu en sækja á markað þeirra um framlög til innlendrar dagskrárgerðar. Gætu efnisveitur þurft að fjárfesta beint í innlendu efni eða greiða framlög í kvikmyndasjóði. Í breytingunum felst líka meiri sveigjanleiki í reglum um auglýsingar. Nýjar reglur um auglýsingar gera ráð fyrir að 20 prósent reglan um auglýsingahlutfall innan klukkustundar í sjónvarpi falli úr gildi og í staðinn komi 20 prósent regla sem gildir annars vegar á tímabilinu frá klukkan sex að morgni til klukkan sex síðdegis og hins vegar á svokölluðum kjörtíma, sem hefur verið skilgreindur frá klukkan 18 til miðnættis. Auglýsingar á þessu tímabili mega einungis vera 20 prósent af dagskrárefni. Ísland mun innleiða nýju tilskipunina þegar hún hefur verið samþykkt innan EES, samkvæmt upplýsingum frá Fjölmiðlanefnd.
Tengdar fréttir Netflix og Amazon þurfa að fjármagna evrópskt efni Breytingar á evrópskum útvarpslögum þýða að stórar efnisveitur gætu þurft að sinna innlendri dagskrárgerð í þeim löndum sem þær selja þjónustu sína í Evrópu. 26. apríl 2018 16:05 Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Netflix og Amazon þurfa að fjármagna evrópskt efni Breytingar á evrópskum útvarpslögum þýða að stórar efnisveitur gætu þurft að sinna innlendri dagskrárgerð í þeim löndum sem þær selja þjónustu sína í Evrópu. 26. apríl 2018 16:05